Vilja að Putin og Trump verði boðið til Færeyja Kristján Már Unnarsson skrifar 19. janúar 2017 11:45 Frá Þórshöfn í Færeyjum. Vísir/GVA. Þingmenn Miðflokksins í Færeyjum hafa skorað á lögmann Færeyja að bjóða eyjarnar undir leiðtogafund Donalds Trump og Vladimirs Putin. Þeir segja Færeyjar eitt fárra landa sem haldi frið við bæði stórveldin. Frá því er greint í færeyskum fjölmiðlum að báðir þingmenn Miðflokksins, þeir Jenis av Rana og Bill Justinussen, hafi sent lögmanni Færeyja, Aksel V. Johannesen, formlega áskorun þessa efnis í gær. Þingmennirnir vísa til frétta um að Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, hafi boðað að eitt af hans fyrstu verkum verði að hitta Vladimir Putin Rússlandsforseta og að Trump vilji mögulega halda fundinn á Íslandi. Færeysku þingmennirnir hvetja hins vegar lögmann Færeyja til að bjóða leiðtogunum tveimur í staðinn að funda í Færeyjum.Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna.Vísir/Getty „Færeyjar eru eitt af fáum samfélögum í heiminum sem halda frið við bæði stórveldin og landfræðileg lega Færeyja mælir einnig með þeim sem fundarstað,“ segja þingmennirnir. Þeir eru þarna augljóslega að vísa til þess að Færeyingar hafa, ólíkt Íslendingum, komið sér í mjúkinn hjá Rússum með því standa utan við viðskiptastríð vesturveldanna gegn Rússlandi vegna Úkraínudeilunnar. Íslensk stjórnvöld völdu hins vegar að taka þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins og Bandaríkjanna gegn Rússum.Flugbrautin í Vogum var lengd úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra fyrir fjórum árum.Færeysku þingmennirnir benda jafnframt á að sem lítið eyland séu Færeyjar kjörinn vettvangur fyrir leiðtogafund sem bjóði upp á öryggi og góða aðstöðu. Náttúruperlur eyjanna myndu veita þjóðarleiðtogum stórbrotna upplifun en jafnframt kæmust Færeyjar á heimskortið, segja þingmennirnir. Í athugasemdadálkum færeyskra netmiðla hafa færeyskir lesendur hins vegar bent á að leiðtogafundur í Færeyjum myndi formlega teljast vera haldinn í Danmörku, menn efast um að flugvöllurinn í Vogum sé nægilega stór til að taka við Air Force One, Boeing 747-þotu Bandaríkjaforseta, og auk þess sé veruleg hætta á að leiðtogarnir yrðu veðurtepptir í Færeyjum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump sagður vilja hitta Putin í Reykjavík Þetta kemur fram í forsíðufrétt Sunday Times í Bretlandi á morgun. 14. janúar 2017 22:45 Engar ákvarðanir verið teknar um fund Trumps og Pútíns Misvísandi fréttir af mögulegum leiðtogafundi Donalds Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, sem fara ætti fram í Reykjavík, birtust í erlendum miðlum í gær. 16. janúar 2017 07:00 Vilja að Ísland endurskoði viðskiptabann á Rússland "Það er ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli.“ 23. desember 2015 14:19 Reykjavíkurfundurinn ekki runninn undan rifjum Trump heldur Putin Tump-liðar hafa þvertekið fyrir að þeir hafi unnið að því að halda fund á milli Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, og Vladmir Putin, forseta Rússlands, hér í Reykjavík. 15. janúar 2017 12:09 Segja engan fund vera skipulagðan Tveir aðstoðarmenn Donald Trump segja fréttir af fundi Trump og Putin í Reykjavík vera ósannar. 15. janúar 2017 08:23 Færeyingar græða á Rússaviðskiptum Færeyingar mokgræða á því að standa utan við viðskiptabann gagnvart Rússlandi. 1. maí 2016 19:45 Utanríkisráðuneytið: Sjávarútvegurinn mun finna nýja markaði í stað Rússlands Ráðuneytið segir óvissu ríkja um áhrif innflutningsbann Rússa. Margt bendi þó til að íslensk fyrirtæki hafi þegar náð að aðlaga sig. 12. janúar 2016 17:47 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins í Færeyjum hafa skorað á lögmann Færeyja að bjóða eyjarnar undir leiðtogafund Donalds Trump og Vladimirs Putin. Þeir segja Færeyjar eitt fárra landa sem haldi frið við bæði stórveldin. Frá því er greint í færeyskum fjölmiðlum að báðir þingmenn Miðflokksins, þeir Jenis av Rana og Bill Justinussen, hafi sent lögmanni Færeyja, Aksel V. Johannesen, formlega áskorun þessa efnis í gær. Þingmennirnir vísa til frétta um að Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, hafi boðað að eitt af hans fyrstu verkum verði að hitta Vladimir Putin Rússlandsforseta og að Trump vilji mögulega halda fundinn á Íslandi. Færeysku þingmennirnir hvetja hins vegar lögmann Færeyja til að bjóða leiðtogunum tveimur í staðinn að funda í Færeyjum.Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna.Vísir/Getty „Færeyjar eru eitt af fáum samfélögum í heiminum sem halda frið við bæði stórveldin og landfræðileg lega Færeyja mælir einnig með þeim sem fundarstað,“ segja þingmennirnir. Þeir eru þarna augljóslega að vísa til þess að Færeyingar hafa, ólíkt Íslendingum, komið sér í mjúkinn hjá Rússum með því standa utan við viðskiptastríð vesturveldanna gegn Rússlandi vegna Úkraínudeilunnar. Íslensk stjórnvöld völdu hins vegar að taka þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins og Bandaríkjanna gegn Rússum.Flugbrautin í Vogum var lengd úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra fyrir fjórum árum.Færeysku þingmennirnir benda jafnframt á að sem lítið eyland séu Færeyjar kjörinn vettvangur fyrir leiðtogafund sem bjóði upp á öryggi og góða aðstöðu. Náttúruperlur eyjanna myndu veita þjóðarleiðtogum stórbrotna upplifun en jafnframt kæmust Færeyjar á heimskortið, segja þingmennirnir. Í athugasemdadálkum færeyskra netmiðla hafa færeyskir lesendur hins vegar bent á að leiðtogafundur í Færeyjum myndi formlega teljast vera haldinn í Danmörku, menn efast um að flugvöllurinn í Vogum sé nægilega stór til að taka við Air Force One, Boeing 747-þotu Bandaríkjaforseta, og auk þess sé veruleg hætta á að leiðtogarnir yrðu veðurtepptir í Færeyjum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump sagður vilja hitta Putin í Reykjavík Þetta kemur fram í forsíðufrétt Sunday Times í Bretlandi á morgun. 14. janúar 2017 22:45 Engar ákvarðanir verið teknar um fund Trumps og Pútíns Misvísandi fréttir af mögulegum leiðtogafundi Donalds Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, sem fara ætti fram í Reykjavík, birtust í erlendum miðlum í gær. 16. janúar 2017 07:00 Vilja að Ísland endurskoði viðskiptabann á Rússland "Það er ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli.“ 23. desember 2015 14:19 Reykjavíkurfundurinn ekki runninn undan rifjum Trump heldur Putin Tump-liðar hafa þvertekið fyrir að þeir hafi unnið að því að halda fund á milli Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, og Vladmir Putin, forseta Rússlands, hér í Reykjavík. 15. janúar 2017 12:09 Segja engan fund vera skipulagðan Tveir aðstoðarmenn Donald Trump segja fréttir af fundi Trump og Putin í Reykjavík vera ósannar. 15. janúar 2017 08:23 Færeyingar græða á Rússaviðskiptum Færeyingar mokgræða á því að standa utan við viðskiptabann gagnvart Rússlandi. 1. maí 2016 19:45 Utanríkisráðuneytið: Sjávarútvegurinn mun finna nýja markaði í stað Rússlands Ráðuneytið segir óvissu ríkja um áhrif innflutningsbann Rússa. Margt bendi þó til að íslensk fyrirtæki hafi þegar náð að aðlaga sig. 12. janúar 2016 17:47 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Trump sagður vilja hitta Putin í Reykjavík Þetta kemur fram í forsíðufrétt Sunday Times í Bretlandi á morgun. 14. janúar 2017 22:45
Engar ákvarðanir verið teknar um fund Trumps og Pútíns Misvísandi fréttir af mögulegum leiðtogafundi Donalds Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, sem fara ætti fram í Reykjavík, birtust í erlendum miðlum í gær. 16. janúar 2017 07:00
Vilja að Ísland endurskoði viðskiptabann á Rússland "Það er ekki eðlilegt að sjávarútvegurinn beri hitann og þungann af utanríkisstefnu Íslands í þessu máli.“ 23. desember 2015 14:19
Reykjavíkurfundurinn ekki runninn undan rifjum Trump heldur Putin Tump-liðar hafa þvertekið fyrir að þeir hafi unnið að því að halda fund á milli Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, og Vladmir Putin, forseta Rússlands, hér í Reykjavík. 15. janúar 2017 12:09
Segja engan fund vera skipulagðan Tveir aðstoðarmenn Donald Trump segja fréttir af fundi Trump og Putin í Reykjavík vera ósannar. 15. janúar 2017 08:23
Færeyingar græða á Rússaviðskiptum Færeyingar mokgræða á því að standa utan við viðskiptabann gagnvart Rússlandi. 1. maí 2016 19:45
Utanríkisráðuneytið: Sjávarútvegurinn mun finna nýja markaði í stað Rússlands Ráðuneytið segir óvissu ríkja um áhrif innflutningsbann Rússa. Margt bendi þó til að íslensk fyrirtæki hafi þegar náð að aðlaga sig. 12. janúar 2016 17:47