Malia Obama mótmælir áformum Trumps nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 29. janúar 2017 20:30 Malia Obama á mótmælunum ásamt vinkonu sinni. vísir/ap Malia, eldri dóttir Baracks Obama, tók þátt í mótmælum gegn lagningu olíuleiðslu sem Donald Trump hefur heimilað á ný með tilskipun sem hann undirritaði í síðustu viku. Mótmælin fóru fram á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Fyrst var lagt á ráðin um lögn leiðslunnar árið 2014 en áformin mættu mikilli mótstöðu. Á þriðjudaginn var undirritaði Trump tilskipun þess efnis að tæpir fjórir milljarðar bandaríkjadala skyldu settir í verkefnið. Ríkisstjórn Obama setti talsverðar hömlur á verkefnið í desember í fyrra til þess að koma í veg fyrir mengunaráhrif en Trump aflétti þeim takmörkunum.Sjá einnig: Trump vill flýta fyrir byggingu umdeildra olíuleiðslnaTrump lét til sín taka í vikunni sem er að líða.Vísir/EPAOlíuleiðslan mun spanna 1.770 kílómetra og kemur til með að liggja frá vesturhluta Norður-Dakóta fylkis til suðurhluta Illinois. Leiðslan mun vera lögð í gegnum tvö stórfljót, Mississippi og Missouri, auk hluta Oahe-vatns. Mótmæli blossuðu upp í kjölfarið tilskipunar Trumps en líkur eru á að leiðslan komi til með að menga drykkjarvatn. Frumbyggjar Norður-Ameríku hafa verið áberandi í mótmælunum enda mun leiðslan vera lögð í nágrenni við friðland þeirra, Standing Rock Reservation. Malia Obama fékk leyfi til þess að fara á Sundance-kvikmyndahátíðina í stað þess að eyða tíma með fjölskyldu sinni í Karíbahafinu. Hún hefur ekki tjáð sig opinberlega um hug sinn í garð hins nýja Bandaríkjaforseta en faðir hennar kvað þær systur báðar hafa orðið vonsviknar þegar Trump hafði betur gegn Hillary Clinton í forsetakosningunum í nóvember. Malia er átján ára og mun hún hefja nám í Harvard-háskóla í Boston í haust. Trump hefur látið til sín taka í fyrstu viku sinni í embætti forseta. Auk þess að undirrita áðurnefnda tilskipun hefur hann með samskonar hætti meinað öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin og gildir slíkt einnig um fólk frá þessum ríkjum sem eru handhafar græna kortsins. Um tímabundið bann er að ræða en það kemur til með að gilda í þrjá mánuði. Bandaríkjaforseti hefur að auki bannað öllum þeim sem hafa stöðu hælislendenda inngöngu í landið og mun bannið gilda í fjóra mánuði. Áhrifa tilskipana forsetans fór að gæta skömmu eftir undirritun þeirra. Enn eru ríkisborgarar umræddra landa í haldi á mörgum af helstu alþjóðaflugvöllum Bandaríkjanna og aðrir komast ekki til síns heima. Víða er mótmælt vestanhafs og hafa tveir Íranir höfðað mál vegna meðferðar sinnar á John F. Kennedy flugvelli í New York. Frumbyggjar mótmæla olíuleiðslunni.vísir/epaMótmælin hófust í fyrrahaust og linnti ekki fyrr en Obama greip til aðgerða. Nú hafa þau hafist á ný af fullum krafti.vísir/epa Donald Trump Tengdar fréttir Dómari greip inn í tilskipun Trump Kom í veg fyrir að hægt væri að vísa fólki á brott um tíma. 29. janúar 2017 08:37 Trump vill ekki að Bandaríkin verði eins og Evrópa Bandaríkjaforseti fór mikinn á Twitter í dag. 29. janúar 2017 18:16 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Malia, eldri dóttir Baracks Obama, tók þátt í mótmælum gegn lagningu olíuleiðslu sem Donald Trump hefur heimilað á ný með tilskipun sem hann undirritaði í síðustu viku. Mótmælin fóru fram á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Fyrst var lagt á ráðin um lögn leiðslunnar árið 2014 en áformin mættu mikilli mótstöðu. Á þriðjudaginn var undirritaði Trump tilskipun þess efnis að tæpir fjórir milljarðar bandaríkjadala skyldu settir í verkefnið. Ríkisstjórn Obama setti talsverðar hömlur á verkefnið í desember í fyrra til þess að koma í veg fyrir mengunaráhrif en Trump aflétti þeim takmörkunum.Sjá einnig: Trump vill flýta fyrir byggingu umdeildra olíuleiðslnaTrump lét til sín taka í vikunni sem er að líða.Vísir/EPAOlíuleiðslan mun spanna 1.770 kílómetra og kemur til með að liggja frá vesturhluta Norður-Dakóta fylkis til suðurhluta Illinois. Leiðslan mun vera lögð í gegnum tvö stórfljót, Mississippi og Missouri, auk hluta Oahe-vatns. Mótmæli blossuðu upp í kjölfarið tilskipunar Trumps en líkur eru á að leiðslan komi til með að menga drykkjarvatn. Frumbyggjar Norður-Ameríku hafa verið áberandi í mótmælunum enda mun leiðslan vera lögð í nágrenni við friðland þeirra, Standing Rock Reservation. Malia Obama fékk leyfi til þess að fara á Sundance-kvikmyndahátíðina í stað þess að eyða tíma með fjölskyldu sinni í Karíbahafinu. Hún hefur ekki tjáð sig opinberlega um hug sinn í garð hins nýja Bandaríkjaforseta en faðir hennar kvað þær systur báðar hafa orðið vonsviknar þegar Trump hafði betur gegn Hillary Clinton í forsetakosningunum í nóvember. Malia er átján ára og mun hún hefja nám í Harvard-háskóla í Boston í haust. Trump hefur látið til sín taka í fyrstu viku sinni í embætti forseta. Auk þess að undirrita áðurnefnda tilskipun hefur hann með samskonar hætti meinað öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin og gildir slíkt einnig um fólk frá þessum ríkjum sem eru handhafar græna kortsins. Um tímabundið bann er að ræða en það kemur til með að gilda í þrjá mánuði. Bandaríkjaforseti hefur að auki bannað öllum þeim sem hafa stöðu hælislendenda inngöngu í landið og mun bannið gilda í fjóra mánuði. Áhrifa tilskipana forsetans fór að gæta skömmu eftir undirritun þeirra. Enn eru ríkisborgarar umræddra landa í haldi á mörgum af helstu alþjóðaflugvöllum Bandaríkjanna og aðrir komast ekki til síns heima. Víða er mótmælt vestanhafs og hafa tveir Íranir höfðað mál vegna meðferðar sinnar á John F. Kennedy flugvelli í New York. Frumbyggjar mótmæla olíuleiðslunni.vísir/epaMótmælin hófust í fyrrahaust og linnti ekki fyrr en Obama greip til aðgerða. Nú hafa þau hafist á ný af fullum krafti.vísir/epa
Donald Trump Tengdar fréttir Dómari greip inn í tilskipun Trump Kom í veg fyrir að hægt væri að vísa fólki á brott um tíma. 29. janúar 2017 08:37 Trump vill ekki að Bandaríkin verði eins og Evrópa Bandaríkjaforseti fór mikinn á Twitter í dag. 29. janúar 2017 18:16 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Dómari greip inn í tilskipun Trump Kom í veg fyrir að hægt væri að vísa fólki á brott um tíma. 29. janúar 2017 08:37
Trump vill ekki að Bandaríkin verði eins og Evrópa Bandaríkjaforseti fór mikinn á Twitter í dag. 29. janúar 2017 18:16