Falskur stjórnarsáttmáli Sigurjón Þórðarson skrifar 26. janúar 2017 07:00 Mikil völd felast í miðlun upplýsinga. Á það við um það hvernig og hvaða mál eru sett fram og á hvaða tímapunkti upplýsingar eru veittar. Í því ljósi er hægt að skilja þá sem vilja tryggja eigin hagsmuni með því að halda úti fjölmiðlum á borð við Morgunblaðið og 365 miðla þó að iðulega sé mikið tap á rekstri þeirra. Það er heldur ekki sama hvenær upplýsingar eru veittar. Það var engin tilviljun að núverandi forsætisráðherra ákvað að halda leyndum upplýsingum um þær gríðarháu fjárhæðir sem auð- og fjárglæframenn höfðu falið í skattaskjólum fram yfir síðustu alþingiskosningar. Forsætisráðherra hefur nefnilega sjálfur komið fjármunum í umrædd skjól sem hafa þann helsta tilgang að svíkja undan skatti. Í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum varð sú leið áberandi að reynt var að hafa áhrif á skoðanir almennings með því að dreifa fölskum fréttum eða lygafréttum. Rifja má upp að lygaupplýsingar eru einnig komnar frá stjórnvöldum vestrænna lýðræðisríkja og hafa verið notaðar til að réttlæta hernaðaraðgerðir. Bjöguð og beinlínis röng upplýsingagjöf hefur orðið til þess að rýra traust almennings á fréttaflutningi og upplýsingagjöf stjórnvalda. Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar er það yfirlýsta markmið að byggja upp traust á grunnstoðum samfélagsins og gæta þess að ólík sjónarmið komist rækilega á framfæri. Engu að síður koma fram í stefnuyfirlýsingunni rammfalskar fullyrðingar sem standast ekki nokkra skoðun heldur þjóna mögulega þröngum sérhagsmunum. Hér er átt við ósannindin um að núverandi kvótakerfi hafi skilað þjóðhagslegum ávinningi og sé umhverfisvænt. Einokunarhagnaður Opinber tölfræði er í hrópandi mótsögn við framangreinda fullyrðingu en landaður afli helstu nytjategunda er helmingurinn af því sem hann var fyrir daga kvótakerfisins. Sjávarbyggðirnar sem áður skiluðu arði eru nú brothættar byggðir auk þess sem einokunarhagnaður þeirra sem hafa einkarétt á að róa til fiskjar fer með hverju árinu sem líður í æ færri vasa. Í glænýrri skýrslu Hafró kemur fram að þúsundum tonnum af þorski hafi verið hent í sjóinn á síðasta fiskveiðiári og hvernig sem litið er á málið getur það ekki talist „sjálfbært“. Við lestur stjórnarsáttmálans er ekki hægt að sjá neitt annað en að bæði Viðreisn og Björt framtíð séu sammála Sjálfstæðisflokknum um að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi sé það besta í heimi. Viðreisn sem hélt því að kjósendum að flokkurinn vildi koma á víðtækum kerfisbreytingum, einkum á sviði landbúnaðar og hagstjórnar en þó allra helst sjávarútvegi, hefur algerlega kúvent. Að minnsta kosti finnast engin merki um að slíkt sé í farvatninu ef lesin er stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar. Í sjálfu sér er ekkert við því að segja að leiðtogar Viðreisnar og BF hafi gefist upp á að ná fram stefnu flokka sinna eða skipt um skoðun þegar færi gafst á að setjast í mjúka ráðherrastóla. Í stað þess að forystumenn Viðreisnar og BF viðurkenni hið augljósa er farin leið sem verður vart aumari, þ.e. að halda á lofti ósannindum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Mikil völd felast í miðlun upplýsinga. Á það við um það hvernig og hvaða mál eru sett fram og á hvaða tímapunkti upplýsingar eru veittar. Í því ljósi er hægt að skilja þá sem vilja tryggja eigin hagsmuni með því að halda úti fjölmiðlum á borð við Morgunblaðið og 365 miðla þó að iðulega sé mikið tap á rekstri þeirra. Það er heldur ekki sama hvenær upplýsingar eru veittar. Það var engin tilviljun að núverandi forsætisráðherra ákvað að halda leyndum upplýsingum um þær gríðarháu fjárhæðir sem auð- og fjárglæframenn höfðu falið í skattaskjólum fram yfir síðustu alþingiskosningar. Forsætisráðherra hefur nefnilega sjálfur komið fjármunum í umrædd skjól sem hafa þann helsta tilgang að svíkja undan skatti. Í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum varð sú leið áberandi að reynt var að hafa áhrif á skoðanir almennings með því að dreifa fölskum fréttum eða lygafréttum. Rifja má upp að lygaupplýsingar eru einnig komnar frá stjórnvöldum vestrænna lýðræðisríkja og hafa verið notaðar til að réttlæta hernaðaraðgerðir. Bjöguð og beinlínis röng upplýsingagjöf hefur orðið til þess að rýra traust almennings á fréttaflutningi og upplýsingagjöf stjórnvalda. Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar er það yfirlýsta markmið að byggja upp traust á grunnstoðum samfélagsins og gæta þess að ólík sjónarmið komist rækilega á framfæri. Engu að síður koma fram í stefnuyfirlýsingunni rammfalskar fullyrðingar sem standast ekki nokkra skoðun heldur þjóna mögulega þröngum sérhagsmunum. Hér er átt við ósannindin um að núverandi kvótakerfi hafi skilað þjóðhagslegum ávinningi og sé umhverfisvænt. Einokunarhagnaður Opinber tölfræði er í hrópandi mótsögn við framangreinda fullyrðingu en landaður afli helstu nytjategunda er helmingurinn af því sem hann var fyrir daga kvótakerfisins. Sjávarbyggðirnar sem áður skiluðu arði eru nú brothættar byggðir auk þess sem einokunarhagnaður þeirra sem hafa einkarétt á að róa til fiskjar fer með hverju árinu sem líður í æ færri vasa. Í glænýrri skýrslu Hafró kemur fram að þúsundum tonnum af þorski hafi verið hent í sjóinn á síðasta fiskveiðiári og hvernig sem litið er á málið getur það ekki talist „sjálfbært“. Við lestur stjórnarsáttmálans er ekki hægt að sjá neitt annað en að bæði Viðreisn og Björt framtíð séu sammála Sjálfstæðisflokknum um að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi sé það besta í heimi. Viðreisn sem hélt því að kjósendum að flokkurinn vildi koma á víðtækum kerfisbreytingum, einkum á sviði landbúnaðar og hagstjórnar en þó allra helst sjávarútvegi, hefur algerlega kúvent. Að minnsta kosti finnast engin merki um að slíkt sé í farvatninu ef lesin er stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar. Í sjálfu sér er ekkert við því að segja að leiðtogar Viðreisnar og BF hafi gefist upp á að ná fram stefnu flokka sinna eða skipt um skoðun þegar færi gafst á að setjast í mjúka ráðherrastóla. Í stað þess að forystumenn Viðreisnar og BF viðurkenni hið augljósa er farin leið sem verður vart aumari, þ.e. að halda á lofti ósannindum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun