Handbolti

Sárt tap hjá lærisveinum Alfreðs

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alfreð svekktur á hliðarlínunni.
Alfreð svekktur á hliðarlínunni. vísir/getty
Flensburg hafði betur gegn Kiel, 30-29, í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld.

Leikurinn var jafn og æsispennandi en Kentin Mahe skoraði sigurmark Flensburg er 33 sekúndur voru eftir. Domagoj Duvnjak tók lokaskotið í leiknum en það var varið af vörn Flensburg.

Mahe og Duvnjak voru markahæstir á vellinum og skoruðu báðir átta mörk fyrir sín lið.

Flensburg er sem fyrr á toppnum og er nú með þriggja stiga forskot á Kiel og Rhein-Neckar Löwen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×