Trump segist ekki hafa verið að tala um neitt sérstakt atvik í Svíþjóð sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 19. febrúar 2017 23:50 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa verið að vísa í frétt þegar hann fullyrti um nýlegar árásir í Svíþjóð á fjöldafundi sínum í dag. Forsetinn birti færslu á Twitter-síðu sinni þess efnis í kvöld. Þá hefur Hvíta húsið sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að Trump hafi ekki átt við neitt sérstakt atvik. Sendiráð Svíþjóðar í Washington krafðist í dag skýringa á ummælunum. Trump segir á Twitter að hann hafi verið að vísa til fréttar sem birtist á Fox News sjónvarpsstöðinni sem fjallaði um innflytjendur í Svíþjóð. Þá greindi sænska ríkisútvarpið frá því í kvöld að Hvíta húsið hafi sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram komi að Trump hafi verið að tala um aukna glæpatíðni í Svíþjóð, og ekki átt við neitt sérstakt atvik. My statement as to what's happening in Sweden was in reference to a story that was broadcast on @FoxNews concerning immigrants & Sweden.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 19, 2017 Trump talaði á fundi sínum um tengsl á milli komu flóttafólks og hryðjuverka og vísaði máli sínu til stuðnings til árásar sem átti að hafa gerst í Svíþjóð á föstudag. Utanríkisráðuneyti landsins sá ástæðu til þess að leiðrétta það - engin árás hafi verið gerð, og að þá sé ekki ástæða til þess að hækka hættustig í landinu vegna hryðjuverkaógnar. Trump, discussing terror, seamlessly mentions incident "last night in Sweden".There was NO "incident" in Sweden last night. pic.twitter.com/XtcC4PRiNU— Steve Kopack (@SteveKopack) February 19, 2017 Svíar hafa furðað sig mjög á þessum ummælum og hafa samfélagsmiðlar logað vegna málsins. Carl Bildt, fyrrum utanríkisráðherra Svíþjóðar, segist steinhissa á orðum Trump. „Svíþjóð? Hryðjuverkaárás? Hvað var maðurinn að reykja?“ segir Bildt í færslu á Twitter. Sweden? Terror attack? What has he been smoking? Questions abound. https://t.co/XWgw8Fz7tj— Carl Bildt (@carlbildt) February 19, 2017 Umrædda umfjöllun Fox News má sjá hér fyrir neðan. Donald Trump Tengdar fréttir Trump vísaði til árásar í Svíþjóð í gærkvöldi sem aldrei átti sér stað Þriðja sinn sem Donald Trump eða talsmenn hans skálda hryðjuverkaárásir. 19. febrúar 2017 08:45 Svíar krefjast skýringa á fullyrðingum Bandaríkjaforseta Svíar furða sig á ummælum Donalds Trump um árásir í landinu. 19. febrúar 2017 18:46 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa verið að vísa í frétt þegar hann fullyrti um nýlegar árásir í Svíþjóð á fjöldafundi sínum í dag. Forsetinn birti færslu á Twitter-síðu sinni þess efnis í kvöld. Þá hefur Hvíta húsið sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að Trump hafi ekki átt við neitt sérstakt atvik. Sendiráð Svíþjóðar í Washington krafðist í dag skýringa á ummælunum. Trump segir á Twitter að hann hafi verið að vísa til fréttar sem birtist á Fox News sjónvarpsstöðinni sem fjallaði um innflytjendur í Svíþjóð. Þá greindi sænska ríkisútvarpið frá því í kvöld að Hvíta húsið hafi sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram komi að Trump hafi verið að tala um aukna glæpatíðni í Svíþjóð, og ekki átt við neitt sérstakt atvik. My statement as to what's happening in Sweden was in reference to a story that was broadcast on @FoxNews concerning immigrants & Sweden.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 19, 2017 Trump talaði á fundi sínum um tengsl á milli komu flóttafólks og hryðjuverka og vísaði máli sínu til stuðnings til árásar sem átti að hafa gerst í Svíþjóð á föstudag. Utanríkisráðuneyti landsins sá ástæðu til þess að leiðrétta það - engin árás hafi verið gerð, og að þá sé ekki ástæða til þess að hækka hættustig í landinu vegna hryðjuverkaógnar. Trump, discussing terror, seamlessly mentions incident "last night in Sweden".There was NO "incident" in Sweden last night. pic.twitter.com/XtcC4PRiNU— Steve Kopack (@SteveKopack) February 19, 2017 Svíar hafa furðað sig mjög á þessum ummælum og hafa samfélagsmiðlar logað vegna málsins. Carl Bildt, fyrrum utanríkisráðherra Svíþjóðar, segist steinhissa á orðum Trump. „Svíþjóð? Hryðjuverkaárás? Hvað var maðurinn að reykja?“ segir Bildt í færslu á Twitter. Sweden? Terror attack? What has he been smoking? Questions abound. https://t.co/XWgw8Fz7tj— Carl Bildt (@carlbildt) February 19, 2017 Umrædda umfjöllun Fox News má sjá hér fyrir neðan.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump vísaði til árásar í Svíþjóð í gærkvöldi sem aldrei átti sér stað Þriðja sinn sem Donald Trump eða talsmenn hans skálda hryðjuverkaárásir. 19. febrúar 2017 08:45 Svíar krefjast skýringa á fullyrðingum Bandaríkjaforseta Svíar furða sig á ummælum Donalds Trump um árásir í landinu. 19. febrúar 2017 18:46 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Trump vísaði til árásar í Svíþjóð í gærkvöldi sem aldrei átti sér stað Þriðja sinn sem Donald Trump eða talsmenn hans skálda hryðjuverkaárásir. 19. febrúar 2017 08:45
Svíar krefjast skýringa á fullyrðingum Bandaríkjaforseta Svíar furða sig á ummælum Donalds Trump um árásir í landinu. 19. febrúar 2017 18:46