Trump segist ekki hafa verið að tala um neitt sérstakt atvik í Svíþjóð sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 19. febrúar 2017 23:50 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa verið að vísa í frétt þegar hann fullyrti um nýlegar árásir í Svíþjóð á fjöldafundi sínum í dag. Forsetinn birti færslu á Twitter-síðu sinni þess efnis í kvöld. Þá hefur Hvíta húsið sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að Trump hafi ekki átt við neitt sérstakt atvik. Sendiráð Svíþjóðar í Washington krafðist í dag skýringa á ummælunum. Trump segir á Twitter að hann hafi verið að vísa til fréttar sem birtist á Fox News sjónvarpsstöðinni sem fjallaði um innflytjendur í Svíþjóð. Þá greindi sænska ríkisútvarpið frá því í kvöld að Hvíta húsið hafi sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram komi að Trump hafi verið að tala um aukna glæpatíðni í Svíþjóð, og ekki átt við neitt sérstakt atvik. My statement as to what's happening in Sweden was in reference to a story that was broadcast on @FoxNews concerning immigrants & Sweden.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 19, 2017 Trump talaði á fundi sínum um tengsl á milli komu flóttafólks og hryðjuverka og vísaði máli sínu til stuðnings til árásar sem átti að hafa gerst í Svíþjóð á föstudag. Utanríkisráðuneyti landsins sá ástæðu til þess að leiðrétta það - engin árás hafi verið gerð, og að þá sé ekki ástæða til þess að hækka hættustig í landinu vegna hryðjuverkaógnar. Trump, discussing terror, seamlessly mentions incident "last night in Sweden".There was NO "incident" in Sweden last night. pic.twitter.com/XtcC4PRiNU— Steve Kopack (@SteveKopack) February 19, 2017 Svíar hafa furðað sig mjög á þessum ummælum og hafa samfélagsmiðlar logað vegna málsins. Carl Bildt, fyrrum utanríkisráðherra Svíþjóðar, segist steinhissa á orðum Trump. „Svíþjóð? Hryðjuverkaárás? Hvað var maðurinn að reykja?“ segir Bildt í færslu á Twitter. Sweden? Terror attack? What has he been smoking? Questions abound. https://t.co/XWgw8Fz7tj— Carl Bildt (@carlbildt) February 19, 2017 Umrædda umfjöllun Fox News má sjá hér fyrir neðan. Donald Trump Tengdar fréttir Trump vísaði til árásar í Svíþjóð í gærkvöldi sem aldrei átti sér stað Þriðja sinn sem Donald Trump eða talsmenn hans skálda hryðjuverkaárásir. 19. febrúar 2017 08:45 Svíar krefjast skýringa á fullyrðingum Bandaríkjaforseta Svíar furða sig á ummælum Donalds Trump um árásir í landinu. 19. febrúar 2017 18:46 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa verið að vísa í frétt þegar hann fullyrti um nýlegar árásir í Svíþjóð á fjöldafundi sínum í dag. Forsetinn birti færslu á Twitter-síðu sinni þess efnis í kvöld. Þá hefur Hvíta húsið sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að Trump hafi ekki átt við neitt sérstakt atvik. Sendiráð Svíþjóðar í Washington krafðist í dag skýringa á ummælunum. Trump segir á Twitter að hann hafi verið að vísa til fréttar sem birtist á Fox News sjónvarpsstöðinni sem fjallaði um innflytjendur í Svíþjóð. Þá greindi sænska ríkisútvarpið frá því í kvöld að Hvíta húsið hafi sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram komi að Trump hafi verið að tala um aukna glæpatíðni í Svíþjóð, og ekki átt við neitt sérstakt atvik. My statement as to what's happening in Sweden was in reference to a story that was broadcast on @FoxNews concerning immigrants & Sweden.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 19, 2017 Trump talaði á fundi sínum um tengsl á milli komu flóttafólks og hryðjuverka og vísaði máli sínu til stuðnings til árásar sem átti að hafa gerst í Svíþjóð á föstudag. Utanríkisráðuneyti landsins sá ástæðu til þess að leiðrétta það - engin árás hafi verið gerð, og að þá sé ekki ástæða til þess að hækka hættustig í landinu vegna hryðjuverkaógnar. Trump, discussing terror, seamlessly mentions incident "last night in Sweden".There was NO "incident" in Sweden last night. pic.twitter.com/XtcC4PRiNU— Steve Kopack (@SteveKopack) February 19, 2017 Svíar hafa furðað sig mjög á þessum ummælum og hafa samfélagsmiðlar logað vegna málsins. Carl Bildt, fyrrum utanríkisráðherra Svíþjóðar, segist steinhissa á orðum Trump. „Svíþjóð? Hryðjuverkaárás? Hvað var maðurinn að reykja?“ segir Bildt í færslu á Twitter. Sweden? Terror attack? What has he been smoking? Questions abound. https://t.co/XWgw8Fz7tj— Carl Bildt (@carlbildt) February 19, 2017 Umrædda umfjöllun Fox News má sjá hér fyrir neðan.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump vísaði til árásar í Svíþjóð í gærkvöldi sem aldrei átti sér stað Þriðja sinn sem Donald Trump eða talsmenn hans skálda hryðjuverkaárásir. 19. febrúar 2017 08:45 Svíar krefjast skýringa á fullyrðingum Bandaríkjaforseta Svíar furða sig á ummælum Donalds Trump um árásir í landinu. 19. febrúar 2017 18:46 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Trump vísaði til árásar í Svíþjóð í gærkvöldi sem aldrei átti sér stað Þriðja sinn sem Donald Trump eða talsmenn hans skálda hryðjuverkaárásir. 19. febrúar 2017 08:45
Svíar krefjast skýringa á fullyrðingum Bandaríkjaforseta Svíar furða sig á ummælum Donalds Trump um árásir í landinu. 19. febrúar 2017 18:46