Donald Trump forseti Bandaríkjanna hélt áfram árásum sínum á fjölmiðla á óvæntum fréttamannafundi seinnipartinn í gær. Fundurinn er talinn einstakur í sögu samskipta forseta við fjölmiðla vestanhafs. Fréttaskýrendur spá því margir að Trum muni sitja í skamman tíma í embætti.
Tilkynnt var um fréttamannafund forsetans í Hvíta húsinu með skömmum fyrirvara í gær og átti hann að snúast um tilnefningu hans á nýjum atvinnumálaráðherra.
Fundurinn snérist hins vegar fljótlega upp í undarlegt samtal Trump við fréttamenn en hann hefur meðal annars kennt fjölmiðlum um afsögn Micahel Flynn þjóðaröryggisráðgjafa á mánudag. En hann sagði af sér eftir að New York Times upplýsti að samkvæmt gögnum leyniþjónustustofnana hafi hann logið til um samskipti sín við sendiherra Rússa áður en hann tók við embætti.
En það mál er til rannsóknar í þingnefndum og gæti ógnað Trump í forsetastóli. Hann hefur ítrekað sakað helstu fjölmiðla Bandaríkjanna um að flytja falskar fréttir og hélt því áfram á rúmlega klukkustundar fundi með fréttamönnum seinnipartinn í gær.
Í klippunni sem fylgir þessari frétt má sjá orðaskipti forsetans við fréttamenn sem hann sagði meðal annars vera óheiðarlega, stoppaði spurningar þeirra og skipaði þeim að setjast niður svo eitthvað sé nefnt.
Einstakur fréttamannafundur Trump í Hvíta húsinu
Tengdar fréttir

Íhuga að kalla út þjóðvarðliðið vegna ólöglegra innflytjenda
Um væri að ræða fordæmalausa hervæðingu löggæslustofnana sem snúa að ólöglegum innflytjendum.

Harward hafnar boði um að verða þjóðaröryggisráðgjafi Trump
Talsmaður Hvíta hússins segir að Robert Harward hafi afþakkað boðið af persónulegum og fjárhagslegum ástæðum.

Öryggisgæsla forsetans kostar fúlgur fjár
Nú í dag mun Trump fara til Flórída með allt sitt fylgdarlið til að verja helginni í sveitaklúbbi sínum Mar-a-Lago, þriðju helgina í röð.