Þessir eru taldir líklegastir til að taka við stöðu þjóðaröryggisráðgjafa Trump atli ísleifsson skrifar 14. febrúar 2017 10:50 Keith Kellogg, David Petraeus og Robert Harward. Vísir/AFP Fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, fyrrverandi hershöfðingi og fyrrverandi aðstoðaraðmíráll eru að finna að lista yfir þá sem eru taldir líklegastir til að taka við stöðu þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump. Michael Flynn sagði í gær af sér sem þjóðaröryggisráðgjafi eftir að upp komst að hann hafi logið að varaforsetanum Mike Pence um samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum áður en hann tók við stöðu ráðgjafa forseta. Hver sá sem tekur við stöðunni mun standa frammi fyrir ýmsum áskorunum, svo sem ferðabanni Trump forseta og eldflaugatilraunum Norður-Kóreustjórnar svo eitthvað sé nefnt.Kellogg starfandi ráðgjafi Trump forseti hefur þegar skipað hershöfðingjann Keith Kellogg sem þjóðaröryggisráðgjafa til bráðabirgða. Samkvæmt heimildum AP ku Kellogg vera einn af þeim sem taldir eru líklegastir til að taka við stöðunni til frambúðar. Þessir þrír eru taldir líklegastir til að taka við stöðunni: Keith Kellogg er fyrrverandi hörshöfðingi sem starfaði lengi í Írak. Hann starfaði sem ráðgjafi Trump í öryggis- og utanríkismálum í kosningabaráttunni á síðasta ári. Hann var einnig talinn líklegur til að taka við stöðu þjóðaröryggisráðgjafa forseta áður en Michael Flynn var skipaður.David Petraeus er fyrrverandi hersöfðingi og var yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA á árunum 2011 til 2012. Hann lét af störfum sem yfirmaður CIA þegar í ljós að hann hafi látið höfund ævisögu sinnar trúnaðarupplýsingar í té, auk þess að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni með henni. Trump fór fögrum orðum um Petraeus í kosningabaráttunni og var hann lengi talinn líklegur til að taka við embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn Trump.Robert Harward er fyrrverandi aðstoðaraðmíráll og liðsmaður sérsveita bandaríska flotans (Navy SEAL). Hann átti sæti í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna í forsetatíð George W. Bush. Eftir að hann hætti í hernum hefur hann gegnt yfirmannsstöðu hjá Lockheed Martin í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf ekki að staðfesta skipunina. Donald Trump Tengdar fréttir Flynn hættir sem ráðgjafi Trump í þjóðaröryggismálum Michael Flynn sagði ósatt um samskipti sín við rússneska sendiherrann og leiddi það til afsagnar hans. 14. febrúar 2017 08:13 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, fyrrverandi hershöfðingi og fyrrverandi aðstoðaraðmíráll eru að finna að lista yfir þá sem eru taldir líklegastir til að taka við stöðu þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump. Michael Flynn sagði í gær af sér sem þjóðaröryggisráðgjafi eftir að upp komst að hann hafi logið að varaforsetanum Mike Pence um samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum áður en hann tók við stöðu ráðgjafa forseta. Hver sá sem tekur við stöðunni mun standa frammi fyrir ýmsum áskorunum, svo sem ferðabanni Trump forseta og eldflaugatilraunum Norður-Kóreustjórnar svo eitthvað sé nefnt.Kellogg starfandi ráðgjafi Trump forseti hefur þegar skipað hershöfðingjann Keith Kellogg sem þjóðaröryggisráðgjafa til bráðabirgða. Samkvæmt heimildum AP ku Kellogg vera einn af þeim sem taldir eru líklegastir til að taka við stöðunni til frambúðar. Þessir þrír eru taldir líklegastir til að taka við stöðunni: Keith Kellogg er fyrrverandi hörshöfðingi sem starfaði lengi í Írak. Hann starfaði sem ráðgjafi Trump í öryggis- og utanríkismálum í kosningabaráttunni á síðasta ári. Hann var einnig talinn líklegur til að taka við stöðu þjóðaröryggisráðgjafa forseta áður en Michael Flynn var skipaður.David Petraeus er fyrrverandi hersöfðingi og var yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA á árunum 2011 til 2012. Hann lét af störfum sem yfirmaður CIA þegar í ljós að hann hafi látið höfund ævisögu sinnar trúnaðarupplýsingar í té, auk þess að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni með henni. Trump fór fögrum orðum um Petraeus í kosningabaráttunni og var hann lengi talinn líklegur til að taka við embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn Trump.Robert Harward er fyrrverandi aðstoðaraðmíráll og liðsmaður sérsveita bandaríska flotans (Navy SEAL). Hann átti sæti í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna í forsetatíð George W. Bush. Eftir að hann hætti í hernum hefur hann gegnt yfirmannsstöðu hjá Lockheed Martin í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf ekki að staðfesta skipunina.
Donald Trump Tengdar fréttir Flynn hættir sem ráðgjafi Trump í þjóðaröryggismálum Michael Flynn sagði ósatt um samskipti sín við rússneska sendiherrann og leiddi það til afsagnar hans. 14. febrúar 2017 08:13 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Flynn hættir sem ráðgjafi Trump í þjóðaröryggismálum Michael Flynn sagði ósatt um samskipti sín við rússneska sendiherrann og leiddi það til afsagnar hans. 14. febrúar 2017 08:13