Þjóðaröryggisráðgjafi Trump undir pressu 13. febrúar 2017 12:00 Trump og ráðgjafar hans hafa ekki komið Michael Flynn til varnar enn. Vísir/AFP Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, er undir miklum þrýstingi vegna fregna um að hann hafi rætt við rússneskan embættismann áður en Trump var tekin við embætti. Þeir hafi rætt um viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi. Flynn mun hafa afvegaleitt bandaríska ráðamenn, þar á meðal Mike Pence, varaforseta, um símtöl sín við Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Flynn þvertók í fyrstu fyrir að þeir hefðu rætt um þvinganirnar, en þeir ræddu nokkrum sinnum saman í síma í desember. Seinna sagði Flynn að hann gæti ekki verið viss. Washington Post hefur eftir níu heimildarmönnum að Flynn hafi í raun rætt viðskiptaþvinganirnar við Kislyak. Slíkt samtal hefði brotið gegn lögum um að almennir borgarar megi ekki taka beinan þátt í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Rannsakendur skoða nú hvað Flynn og sendiherrann ræddu um, samkvæmt New York Times. Þá segir miðillinn frá því að leyniþjónustur Bandaríkjanna hafi tekið upp minnst eitt símtalanna og þær upptökur séu meðal þess sem verið sé að skoða.Lítið um varnir Demókratar kalla eftir því að hætt verði að veita Flynn aðgang að leyniupplýsingum og að tengsl hans við stjórnvöld Rússlands verði rannsökuð ítarlega.Trump og ráðgjafar hans hafa ekki komið Flynn til varnar enn. AP fréttaveitan segir ráðgjafa Trump hafa ítrekað komið sér undan því að svara spurningum um stöðu Flynn innan ríkisstjórnar Trump. Þá mun forsetinn hafa sagt starfsmönnum sínum að hann hafi áhyggjur af stöðunni. Flynn hefur verið duggur stuðningsmaður Trump, en tengsl hans við Rússlands hafa varpað efasemdum á stöðu hans og aðgang að leyniupplýsingum. Yfirvöld í Moskvu hafa hins vegar komið Flynn til varnar. Talsmaður Vladimir Putin, Dmitry Peskov, sagði í morgun að Kislyak og Flynn hefðu aldrei rætt um þvinganirnar. TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir að eftirlit sé haft með öllum opinberum samskiptum við nýja ríkisstjórn Trump og viðskiptaþvinganir hafi ekki komið upp í samtölum á milli bandarískra og rússneskra embættismanna. Nafn Flynn er þó hvergi nefnt í fréttinni. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, er undir miklum þrýstingi vegna fregna um að hann hafi rætt við rússneskan embættismann áður en Trump var tekin við embætti. Þeir hafi rætt um viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi. Flynn mun hafa afvegaleitt bandaríska ráðamenn, þar á meðal Mike Pence, varaforseta, um símtöl sín við Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Flynn þvertók í fyrstu fyrir að þeir hefðu rætt um þvinganirnar, en þeir ræddu nokkrum sinnum saman í síma í desember. Seinna sagði Flynn að hann gæti ekki verið viss. Washington Post hefur eftir níu heimildarmönnum að Flynn hafi í raun rætt viðskiptaþvinganirnar við Kislyak. Slíkt samtal hefði brotið gegn lögum um að almennir borgarar megi ekki taka beinan þátt í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Rannsakendur skoða nú hvað Flynn og sendiherrann ræddu um, samkvæmt New York Times. Þá segir miðillinn frá því að leyniþjónustur Bandaríkjanna hafi tekið upp minnst eitt símtalanna og þær upptökur séu meðal þess sem verið sé að skoða.Lítið um varnir Demókratar kalla eftir því að hætt verði að veita Flynn aðgang að leyniupplýsingum og að tengsl hans við stjórnvöld Rússlands verði rannsökuð ítarlega.Trump og ráðgjafar hans hafa ekki komið Flynn til varnar enn. AP fréttaveitan segir ráðgjafa Trump hafa ítrekað komið sér undan því að svara spurningum um stöðu Flynn innan ríkisstjórnar Trump. Þá mun forsetinn hafa sagt starfsmönnum sínum að hann hafi áhyggjur af stöðunni. Flynn hefur verið duggur stuðningsmaður Trump, en tengsl hans við Rússlands hafa varpað efasemdum á stöðu hans og aðgang að leyniupplýsingum. Yfirvöld í Moskvu hafa hins vegar komið Flynn til varnar. Talsmaður Vladimir Putin, Dmitry Peskov, sagði í morgun að Kislyak og Flynn hefðu aldrei rætt um þvinganirnar. TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir að eftirlit sé haft með öllum opinberum samskiptum við nýja ríkisstjórn Trump og viðskiptaþvinganir hafi ekki komið upp í samtölum á milli bandarískra og rússneskra embættismanna. Nafn Flynn er þó hvergi nefnt í fréttinni.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira