McMaster: Versta martröð þeirra sem haldnir eru andúð á Íslam innan Hvíta hússins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2017 23:30 HR McMaster, nýr þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump. Visir/AFP Helstu áhrifamenn innan ríkisstjórnar Donald Trump, Bandaríkjaforseta, eru áhyggjufullir, vegna þess að H.R. McMaster, hinn nýi þjóðaröryggisráðgjafi forsetans, er þeim ósammála þegar kemur að andúð í garð Íslam. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Politico.„Í hvert sinn sem þú vanvirðir Íraka, ertu að vinna fyrir óvininn,“ hefur McMaster meðal annars sagt en hann var skipaður í stöðuna síðastliðinn mánudag, eftir að Michael Flynn hrökklaðist úr starfi fyrir samskipti sín við Rússa.Trú fólksins ekki orsök hryðjuverkaMcMaster er reyndur hershöfðingi og hermaður. Hann tók meðal annars þátt í Íraksstríðinu á sínum tíma og leiddi aðgerðir Bandaríkjamanna sem miðuðu að því að vinna að stöðugleika í landinu. Að því leytinu til hefur hann reynslu af því að vinna með múslímum og vegna starfa sinna telur hann ljóst að trú fólksins er ekki vandamálið. „Hann lítur alls ekki á Íslam sem óvininn,“ sagði Pete Mansoor, einn þeirra hermanna sem unnu með McMaster í Írak. „Hann áttar sig á því að heimurinn er ekki svona einfaldur, hann skilur að heimur múslíma er ekki bara eitt lag, heldur marglaga,“ sagði John Nagl, annar hermaður sem vann með McMaster í Írak. Með öðrum orðum, þá skilur McMaster að ástæður hryðjuverka eru margslungnar og flóknar.Hefur skoðanir á öndverðu meiði við BannonBent hefur verið á að þessi heimssýn McMaster skarist mjög á við skoðanir innan starfsliðs Trump, þar á meðal Steve Bannon, aðalráðgjafa forsetans. Bannon telur að tilvera jihadisma og íslamskra trúarofstækishryðjuverkamanna, sé um að kenna hugmyndafræði innan Íslamstrúar, í bland við uppgjöf vesturlanda. Hugmyndin um að trú sé ekki orsök hryðjuverka þykir honum fáránleg. Forveri McMaster í starfi, Michael Flynn, var Steve Bannon hins vegar sammála og dróg jafnan í efa þær greiningar sem bárúst frá bandarísku leyniþjónustunni um hryðjuverkamenn í miðausturlöndum, sem hann taldi að hundsuðu trúarbrögð sem orsakavald. Samkvæmt upplýsingum innan leyniþjónustunnar var þessum áhyggjum Flynn hafnað alfarið og bent á að greiningar hennar ættu að taka mið af öllum upplýsingum en ekki leggja áherslu á einhverja eina breytu sem orsök hryðjuverka.Reynslan mun koma honum velMcMaster hefur verið mærður sem hernaðarlegur frumkvöðull sem hlustar, tekur mið af þeim upplýsingum sem honum eru gefnar og tekur ákvarðanir eftir því. „Þið verðið að hafa eyrun opin. Þið verðið raunverulega að hlusta á hvað fólk hefur að segja,“ sagði McMaster sem liðþjálfi við hermenn undir sinni stjórn í Írak. Slíkur sveigjanleiki ætti að reynast honum vel í hlutverki þjóðaröryggisráðgjafa. Það er hins vegar ljóst að McMaster mun þurfa að keppast við Bannon um athygli forsetans. Trump hefur skipað Bannon í æðstu stöður innan þjóðaröyggisráðs Bandaríkjanna en enginn forseti hefur áður skipað sinn eigin ráðgjafa í þá stöðu. Reynsla McMaster innan hersins mun að öllum líkindum þó koma honum vel innan Hvíta hússins og ljóst að þar fer enginn aukvisi sem mun láta aðra starfsmenn segja sér fyrir verkum. Donald Trump Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Helstu áhrifamenn innan ríkisstjórnar Donald Trump, Bandaríkjaforseta, eru áhyggjufullir, vegna þess að H.R. McMaster, hinn nýi þjóðaröryggisráðgjafi forsetans, er þeim ósammála þegar kemur að andúð í garð Íslam. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Politico.„Í hvert sinn sem þú vanvirðir Íraka, ertu að vinna fyrir óvininn,“ hefur McMaster meðal annars sagt en hann var skipaður í stöðuna síðastliðinn mánudag, eftir að Michael Flynn hrökklaðist úr starfi fyrir samskipti sín við Rússa.Trú fólksins ekki orsök hryðjuverkaMcMaster er reyndur hershöfðingi og hermaður. Hann tók meðal annars þátt í Íraksstríðinu á sínum tíma og leiddi aðgerðir Bandaríkjamanna sem miðuðu að því að vinna að stöðugleika í landinu. Að því leytinu til hefur hann reynslu af því að vinna með múslímum og vegna starfa sinna telur hann ljóst að trú fólksins er ekki vandamálið. „Hann lítur alls ekki á Íslam sem óvininn,“ sagði Pete Mansoor, einn þeirra hermanna sem unnu með McMaster í Írak. „Hann áttar sig á því að heimurinn er ekki svona einfaldur, hann skilur að heimur múslíma er ekki bara eitt lag, heldur marglaga,“ sagði John Nagl, annar hermaður sem vann með McMaster í Írak. Með öðrum orðum, þá skilur McMaster að ástæður hryðjuverka eru margslungnar og flóknar.Hefur skoðanir á öndverðu meiði við BannonBent hefur verið á að þessi heimssýn McMaster skarist mjög á við skoðanir innan starfsliðs Trump, þar á meðal Steve Bannon, aðalráðgjafa forsetans. Bannon telur að tilvera jihadisma og íslamskra trúarofstækishryðjuverkamanna, sé um að kenna hugmyndafræði innan Íslamstrúar, í bland við uppgjöf vesturlanda. Hugmyndin um að trú sé ekki orsök hryðjuverka þykir honum fáránleg. Forveri McMaster í starfi, Michael Flynn, var Steve Bannon hins vegar sammála og dróg jafnan í efa þær greiningar sem bárúst frá bandarísku leyniþjónustunni um hryðjuverkamenn í miðausturlöndum, sem hann taldi að hundsuðu trúarbrögð sem orsakavald. Samkvæmt upplýsingum innan leyniþjónustunnar var þessum áhyggjum Flynn hafnað alfarið og bent á að greiningar hennar ættu að taka mið af öllum upplýsingum en ekki leggja áherslu á einhverja eina breytu sem orsök hryðjuverka.Reynslan mun koma honum velMcMaster hefur verið mærður sem hernaðarlegur frumkvöðull sem hlustar, tekur mið af þeim upplýsingum sem honum eru gefnar og tekur ákvarðanir eftir því. „Þið verðið að hafa eyrun opin. Þið verðið raunverulega að hlusta á hvað fólk hefur að segja,“ sagði McMaster sem liðþjálfi við hermenn undir sinni stjórn í Írak. Slíkur sveigjanleiki ætti að reynast honum vel í hlutverki þjóðaröryggisráðgjafa. Það er hins vegar ljóst að McMaster mun þurfa að keppast við Bannon um athygli forsetans. Trump hefur skipað Bannon í æðstu stöður innan þjóðaröyggisráðs Bandaríkjanna en enginn forseti hefur áður skipað sinn eigin ráðgjafa í þá stöðu. Reynsla McMaster innan hersins mun að öllum líkindum þó koma honum vel innan Hvíta hússins og ljóst að þar fer enginn aukvisi sem mun láta aðra starfsmenn segja sér fyrir verkum.
Donald Trump Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent