

Hugleiðingar um kosningarnar og fylgishrun Samfylkingarinnar
Önnur ástæða fyrir óförum Samfylkingarinnar í kosningunum 2013 var Icesave-málið. Eða öllu heldur: ástæðan var sú ákvörðun forsetans, Ólafs Ragnars, að fara í rússneska rúllettu með fjöregg þjóðarinnar – þ.e. efnahagslegt sjálfstæði hennar – með því að vísa málinu til þjóðarinnar; þ.e. í reynd að senda það fyrir dómstóla. Ólafur Ragnar hafði ekki minnsta leyfi til þess að grípa þannig fram fyrir hendur þingsins. Fífldirfska Ólafs borgaði sig hins vegar – sem betur fer – því annars hefðu hundruð milljarða fallið á þjóðina. Þetta er mergurinn málsins. Kosningarnar 2013 snerust fyrst og fremst um Icesave-málið og nú – eftir einleik forsetans fífldjarfa – litu stjórnarliðar ekki allt of vel út: þeir stóðu uppi sem svikarar sem dregið höfðu taum erlendra kröfuhafa. Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms lyfti grettistaki með því að rétta þjóðarskútuna við – en varð síðan að gjalda fyrir einleik hörku-töffarans mikla í máli sem honum var aldeilis óviðkomandi.
Ástæðan fyrir hruni Samfylkingarinnar í kosningunum 2016 var líka af tvíþættum toga. Í fyrsta lagi: það var sótt að flokknum úr öllum áttum – og er ég þá að tala um framboð sem tóku pólitík Samfylkingarinnar upp á sína arma og kynntu sem sín eigin stefnumál og er ég hér sérstaklega með Bjarta framtíð og Viðreisn í huga.
Staðreyndin er sú að mér er öldungis ómögulegt að skilja fyrir hvað Björt framtíð stendur í íslenskum stjórnmálum. Að mínu viti er jafnvel með sterkustu smásjám ekki mögulegt að finna nokkurt það pólitískt inntak hjá Bjartri framtíð sem ekki á rætur í Samfylkingunni. Og við upphaf kosningabaráttunnar voru kjósendur sama sinnis og ég í þessu máli og fylgi Bjartrar framtíðar var vægast sagt mjög lágt í skoðanakönnunum – eða undir tveimur prósentum.
Það var líka margt í stefnuskrá Viðreisnar, eins og hreyfingin kynnti sín mál fyrir kosningar, sem rímaði við stefnumál Samfylkingarinnar – svo sem 1) að fella niður múra og leyfa íslenskum almenningi að tjá sig um aðildarviðræðurnar við ESB; 2) tengja krónuna við erlenda mynt (t.d. evruna) í því augnamiði að minnka sveiflurnar á gengi krónunnar og lækka vexti; 3) fara svokallaða uppboðsleið með aflann og sjá til þess að sægreifarnir greiði eðlilegan skatt fyrir nýtingarrétt sinn á auðlindum hafsins. Þetta er að sjálfsögðu langt frá því að vera tæmandi upptalning á stefnumálum Viðreisnar, en ég læt það gott heita í bili. Hitt er svo hið merkilegasta mál að enda þótt ég sé mikill Samfylkingarmaður í mér, þá get ég hiklaust gert öll helstu baráttumál Viðreisnar að mínum – enda eru þetta málefni sem Samfylkingin hefur sett á oddinn og barist fyrir í marga áratugi; frá stofnun hreyfingarinnar.
Loks nokkur orð um Pírata.
Mikið fylgi Pírata – sem lengi vel fór með himinskautum – helgaðist mest af því sem þeir höfðu ekki gert og alls ekki af neinu því sem þeir raunverulega höfðu gert. Píratar höfðu í sannleika sagt ekkert gert og voru þess vegna enginn venjulegur stjórnmálaflokkur. Á síðustu stundu ákváðu Píratar hins vegar að klúðra öllu með því að bjóða til viðræðna um stjórnarmyndun fyrir kosningar. Þetta var ekkert annað en hrapallegt dómgreindarleysi vegna þess að á þennan hátt glötuðu þeir pólitísku sakleysi sínu – pólitískum meydómi sínum – og voru eftirleiðis í hugum kjósenda bara ósköp venjulegur vinstrisinnaður stjórnmálaflokkur með enga sérstöðu: fylgið kvarnaðist af þeim og skreið aftur heim til Sjálfstæðisflokksins. Píratar fengu þetta einstaka sögulega tækifæri til þess að velgja Sjálfstæðisflokknum rækilega undir uggum– og klúðruðu því.
Fylgishrun Samfylkingarinnar 2016 á svo – í öðru lagi; og fyrst og fremst – rætur í hreint frámunalega lélegri frammistöðu frambjóðenda flokksins í kosningabaráttunni. Þetta fólk kom ekki fram af neinu sjálfstrausti – sérstaklega ekki í sjónvarpssal. Það var hikandi og hafði lítið sem ekkert til málanna að leggja. Auðsætt var að þetta fólk var búið að steingleyma því hvað Samfylkingin er og stendur fyrir: að hún er aðalflokkurinn; búið að gleyma því að það er engin pólitík nema pólitík Samfylkingarinnar. Þessu höfðu fulltrúar hennar aldeilis steingleymt – og höfðu því, sem sagt, ekkert til málanna að leggja. Þess vegna fór það svo að því lengra sem á kosningabaráttuna leið því meira gaf á bátinn hjá fylkingarfólki sem varð auðvitað til þess að hagur Bjartrar framtíðar fór að vænkast – því að Björt framtíð á ekkert fast bakland eða fastafylgi. Það var Samfylkingarfólk sem kaus Bjarta framtíð vegna þess að því blöskraði frammistaða frambjóðenda flokksins.
Skoðun

Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum
Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Hvað er verið að leiðrétta?
Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar

Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur
Davíð Routley skrifar

Börn innan seilingar
Árni Guðmundsson skrifar

Hallarekstur í Hafnarfirði
Jón Ingi Hákonarson skrifar

Hvers konar Evrópuríki viljum við vera?
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu
Ólafur Adolfsson skrifar

Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana?
Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar

Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur
Hannes Örn Blandon skrifar

Palestína er að verja sig, ekki öfugt
Stefán Guðbrandsson skrifar

Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza
Birgir Finnsson skrifar

Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins?
Jonas Hammer skrifar

Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna?
Eiríkur Búi Halldórsson skrifar

Litlu ljósin á Gaza
Guðbrandur Einarsson skrifar

Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Staðreyndir eða „mér finnst“
Birta Karen Tryggvadóttir skrifar

Fjármagna áfram hernað Rússlands
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Frídagar í klemmu
Jón Júlíus Karlsson skrifar

Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar?
Hlynur Júlísson skrifar

Í skugga kerfis sem brást!
Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar

Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni
Gunnar Hersveinn skrifar

Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek?
Ólafur Ingólfsson skrifar

Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands
Ragnar Rögnvaldsson skrifar

Hverju hef ég stjórn á?
Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar

Metnaður eða metnaðarleysi?
Sumarrós Sigurðardóttir skrifar

„Þetta er allt í vinnslu“
María Pétursdóttir skrifar

Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað
Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar

Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið
Sigurður Hannesson skrifar

Hættum að bregðast íslensku hryssunni
Rósa Líf Darradóttir skrifar

Börnin bíða meðan lausnin stendur auð
Álfhildur Leifsdóttir skrifar