Vara við hatursorðræðu Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. febrúar 2017 07:00 Flóttafólk á landamærum Serbíu og Makedóníu snemma á síðasta ári. vísir/epa Mannréttindasamtökin Amnesty International vara við því sem þau kalla eitraðan áróður og hatursorðræðu í stjórnmálum víða um heim. Stjórnmálamenn á borð við Donald Trump í Bandaríkjunum, Viktor Orban í Ungverjalandi, Narendra Modi á Indlandi, Recep Tayyip Erdogan í Tyrklandi og Rodrigo Duterte á Filippseyjum máli skrattann á vegginn til að ofsækja heilu hópana af fólki. Þetta sé gert í nafni andófs gegn stofnanabákni en þjóni samt einkum þeim tilgangi að veiða atkvæði heimafyrir. Afleiðingarnar geti orðið skelfilegar. „Óttastjórnmál eru orðin hættulegt afl í alþjóðastjórnmálum. Hvort sem í hlut eiga Trump, Orban, Erdogan eða Duterte ryðja æ fleiri stjórnmálamenn sér til rúms í nafni baráttu gegn kerfinu með eitraða stefnuskrá að vopni þar sem stórir hópar fólks eru gerðir að blórabögglum og mennska þeirra vanvirt,“ segir í skýrslunni.Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur magnað upp óttastjórnmál þar sem „okkur“ er stillt upp gegn „hinum“.Nordicphotos/AFP„Ýmsir stjórnmálamenn samtímans halda þeirri hættulegu hugmynd blygðunarlaust fram að sumt fólk sé minni mannverur en annað. Ef sú hugmynd nær brautargengi er hætta á að leyst verði úr læðingi ýmis myrkustu öfl manneðlisins.“ Í nýrri ársskýrslu samtakanna er ítarlegt yfirlit yfir mannréttindaástandið í heiminum. Gerð er grein fyrir stöðunni í 159 löndum og er það ófögur lesning. Milljónir manna bjuggu við skelfilega eymd og stanslausan ótta. Bæði stjórnvöld og vopnaðir hópar hafi brotið gegn fólki með margvíslegum hætti. Fyrirlitningin á mannréttinda- og mannúðarhugsjónum hafi verið blygðunarlaus, eins og dæmin sanna: Vísvitandi sprengjuárásir á sjúkrahús hafi orðið daglegur viðburður í Sýrlandi og Jemen; flóttafólk var ítrekað hrakið til baka inn á átakasvæði; nánast algert aðgerðarleysi umheimsins í Aleppo hafi sterklega minnt á voðaverkin í Rúanda og Srebrenica árin 1994 og 1995; auk þess sem stjórnvöld í nánast öllum heimshornum hafi gripið til harkalegra aðgerða til að þagga niður í andófi og gagnrýni: Þar eru nefnd til sögunnar lönd á borð við Barein, Egyptaland, Eþíópíu, Filippseyjar og Tyrkland. Víða snerust stjórnvöld gegn flóttafólki af mikilli hörku. Alls brutu stjórnvöld í 36 löndum gegn alþjóðalögum með því að senda flóttafólk aftur til landa þar sem hætta er á að brotið sé gegn þeim. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti sýnt að honum var alvara með hótanir sínar í aðdraganda kosninga þegar hann skrifaði undir forsetatilskipun um að meina flóttafólki frá ýmsum stríðshrjáðum ríkjum að leita hælis í Bandaríkjunum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Mannréttindasamtökin Amnesty International vara við því sem þau kalla eitraðan áróður og hatursorðræðu í stjórnmálum víða um heim. Stjórnmálamenn á borð við Donald Trump í Bandaríkjunum, Viktor Orban í Ungverjalandi, Narendra Modi á Indlandi, Recep Tayyip Erdogan í Tyrklandi og Rodrigo Duterte á Filippseyjum máli skrattann á vegginn til að ofsækja heilu hópana af fólki. Þetta sé gert í nafni andófs gegn stofnanabákni en þjóni samt einkum þeim tilgangi að veiða atkvæði heimafyrir. Afleiðingarnar geti orðið skelfilegar. „Óttastjórnmál eru orðin hættulegt afl í alþjóðastjórnmálum. Hvort sem í hlut eiga Trump, Orban, Erdogan eða Duterte ryðja æ fleiri stjórnmálamenn sér til rúms í nafni baráttu gegn kerfinu með eitraða stefnuskrá að vopni þar sem stórir hópar fólks eru gerðir að blórabögglum og mennska þeirra vanvirt,“ segir í skýrslunni.Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur magnað upp óttastjórnmál þar sem „okkur“ er stillt upp gegn „hinum“.Nordicphotos/AFP„Ýmsir stjórnmálamenn samtímans halda þeirri hættulegu hugmynd blygðunarlaust fram að sumt fólk sé minni mannverur en annað. Ef sú hugmynd nær brautargengi er hætta á að leyst verði úr læðingi ýmis myrkustu öfl manneðlisins.“ Í nýrri ársskýrslu samtakanna er ítarlegt yfirlit yfir mannréttindaástandið í heiminum. Gerð er grein fyrir stöðunni í 159 löndum og er það ófögur lesning. Milljónir manna bjuggu við skelfilega eymd og stanslausan ótta. Bæði stjórnvöld og vopnaðir hópar hafi brotið gegn fólki með margvíslegum hætti. Fyrirlitningin á mannréttinda- og mannúðarhugsjónum hafi verið blygðunarlaus, eins og dæmin sanna: Vísvitandi sprengjuárásir á sjúkrahús hafi orðið daglegur viðburður í Sýrlandi og Jemen; flóttafólk var ítrekað hrakið til baka inn á átakasvæði; nánast algert aðgerðarleysi umheimsins í Aleppo hafi sterklega minnt á voðaverkin í Rúanda og Srebrenica árin 1994 og 1995; auk þess sem stjórnvöld í nánast öllum heimshornum hafi gripið til harkalegra aðgerða til að þagga niður í andófi og gagnrýni: Þar eru nefnd til sögunnar lönd á borð við Barein, Egyptaland, Eþíópíu, Filippseyjar og Tyrkland. Víða snerust stjórnvöld gegn flóttafólki af mikilli hörku. Alls brutu stjórnvöld í 36 löndum gegn alþjóðalögum með því að senda flóttafólk aftur til landa þar sem hætta er á að brotið sé gegn þeim. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti sýnt að honum var alvara með hótanir sínar í aðdraganda kosninga þegar hann skrifaði undir forsetatilskipun um að meina flóttafólki frá ýmsum stríðshrjáðum ríkjum að leita hælis í Bandaríkjunum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira