Veiðimenn lugu um skotbardaga við „ólöglega innflytjendur“ Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2017 14:00 Lögregluyfirvöld á svæðinu voru full efasemda um sögu fólksins, en um 30 lögregluþjónar og leitarmenn voru sendir til að fara yfir svæðið. Vísir/GEtty Veiði- og leiðsögumennirnir Walker Daugherty og Michael Bryant voru að leiða hóp veiðimanna í Texas í janúar um átta kílómetra frá landamærum Mexíkó, þegar hópur ólöglegra innflytjenda frá Mexíkó hóf skothríð á þá um miðja nótt. Markmið fólksins var að ræna húsbíl sem veiðihópurinn notaðist við. Þegar öllu var aflokið hafði Daugherty fengið skot í magann og skjólstæðingur þeirra, Edwin Roberts, særðist á hendinni. Þetta var frásögn veiðimannanna eftir að þeir voru fluttir á sjúkrahús. Seinna meir sögðu þeir vinum og fjölskyldu að innflytjendurnir ólöglegu hefðu ætlað sér að myrða alla í veiðibúðunum.Hópfjáröflun var sett af stað þar sem fólk gat hjálpað Daughtry að borga læknakostnað sinn. Tæplega þrjú hundruð þúsund krónur söfnuðust. Staðreyndin er hins vegar sú að Daugherty skaut skjólstæðing sinn og Bryant skaut Doherty. Þeir reyndu svo að hylma yfir sannleikann með þessari lygilegu sögu. Þeir hafa nú verið ákærðir vegna málsins.Lögreglan efaðist strax en sagan fór víða Lögregluyfirvöld á svæðinu voru full efasemda um sögu fólksins, en um 30 lögregluþjónar og leitarmenn voru sendir til að fara yfir svæðið. Einnig var notast við þyrlu með hitamyndavél. Engin ummerki um ferðir annarra en þeirra sem voru í veiðihópnum fundust og engin skothylki fundust heldur, samkvæmt frétt Washington Post. Þrátt fyrir að það tók lögregluna einungis nokkra daga að lýsa því yfir að engar vísbendingar höfðu fundist um að saga þeirra væri sönn, hafði henni verið dreift víða á samfélagsmiðlum. Þar hafði sagan einnig tekið nokkrum breytingum og var meðal annars sagt að „innflytjendurnir“ hefðu umkringt veiðihópinn og skotið á fólkið úr öllum áttum. Sid Miller, háttsettur embættismaður í Texas, deildi sögunni á Facebook og sagði hina meintu árás til marks um nauðsyn þess að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, eins og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lofað að gera. Færslunni var deilt minnst 6.500 sinnum áður en Miller eyddi henni. Donald Trump Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Veiði- og leiðsögumennirnir Walker Daugherty og Michael Bryant voru að leiða hóp veiðimanna í Texas í janúar um átta kílómetra frá landamærum Mexíkó, þegar hópur ólöglegra innflytjenda frá Mexíkó hóf skothríð á þá um miðja nótt. Markmið fólksins var að ræna húsbíl sem veiðihópurinn notaðist við. Þegar öllu var aflokið hafði Daugherty fengið skot í magann og skjólstæðingur þeirra, Edwin Roberts, særðist á hendinni. Þetta var frásögn veiðimannanna eftir að þeir voru fluttir á sjúkrahús. Seinna meir sögðu þeir vinum og fjölskyldu að innflytjendurnir ólöglegu hefðu ætlað sér að myrða alla í veiðibúðunum.Hópfjáröflun var sett af stað þar sem fólk gat hjálpað Daughtry að borga læknakostnað sinn. Tæplega þrjú hundruð þúsund krónur söfnuðust. Staðreyndin er hins vegar sú að Daugherty skaut skjólstæðing sinn og Bryant skaut Doherty. Þeir reyndu svo að hylma yfir sannleikann með þessari lygilegu sögu. Þeir hafa nú verið ákærðir vegna málsins.Lögreglan efaðist strax en sagan fór víða Lögregluyfirvöld á svæðinu voru full efasemda um sögu fólksins, en um 30 lögregluþjónar og leitarmenn voru sendir til að fara yfir svæðið. Einnig var notast við þyrlu með hitamyndavél. Engin ummerki um ferðir annarra en þeirra sem voru í veiðihópnum fundust og engin skothylki fundust heldur, samkvæmt frétt Washington Post. Þrátt fyrir að það tók lögregluna einungis nokkra daga að lýsa því yfir að engar vísbendingar höfðu fundist um að saga þeirra væri sönn, hafði henni verið dreift víða á samfélagsmiðlum. Þar hafði sagan einnig tekið nokkrum breytingum og var meðal annars sagt að „innflytjendurnir“ hefðu umkringt veiðihópinn og skotið á fólkið úr öllum áttum. Sid Miller, háttsettur embættismaður í Texas, deildi sögunni á Facebook og sagði hina meintu árás til marks um nauðsyn þess að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, eins og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lofað að gera. Færslunni var deilt minnst 6.500 sinnum áður en Miller eyddi henni.
Donald Trump Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira