Uber rannsakar kynferðislega áreitni innan fyrirtækisins eftir ásakanir fyrrverandi starfsmanns Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. febrúar 2017 12:41 Travis Kalanick, framkvæmdastjóri leigubílaþjónustunnar Uber, hefur fyrirskipað rannsókn á kynferðislegri áreitni innan fyrirtækisins. Vísir/Getty Travis Kalanick, framkvæmdastjóri leigubílaþjónustunnar Uber, hefur fyrirskipað rannsókn á kynferðislegri áreitni innan fyrirtækisins eftir ásakanir fyrrverandi starfsmanns Uber um kynjamisrétti og aðgerðarleysi þegar kemur að kynferðislegri áreitni. Susan Fowler, sem starfaði sem verkfræðingur hjá Uber frá nóvember árið 2015 til desember árið 2016 skrifaði bloggfærslu í gær þar sem hún segist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni af yfirmanni sínum nær allan tímann sinn hjá Uber. Fowler segir að yfirmaður hennar hafi áreitt hana kynferðislega eftir að hún hafi starfað hjá fyrirtækinu í aðeins nokkrar vikur. Hún kvartaði undan manninum en var sagt að þeim þætti ekki viðeigandi að gera neitt nema að gefa manninum formlega viðvörun. Fowler var sagt að hún gæti fundið sér nýtt teymi til að vinna við innan fyrirtækisins, eða hún gæti haldið áfram að vinna með manninum sem áreitti hana. Fowler skipti um teymi og hitti þar konu sem hafði sömu sögu að segja af manninum. Þær kvörtuðu i´sameiningu en var sagt að engar eldri kvartanir væru skráðar hjá fyrirtækinu. Fowler segir einnig að hún hafi verið hindruð í því að ná áfram í starfi. Til að mynda hafi henni verið meinað að skipta um teymi þrátt fyrir nær fullkomin afköst. Seinna var henni tilkynnt að hún gæti ekki átt von á stöðuhækkun innan fyrirtækisins. Fowler segist hafa kvartað í hvert skipti sem hún sá merki um kynjamismunun hjá fyrirtækinu. Til að mynda, þegar leðurjakkar voru pantaðir fyrir starfsmenn, var eingöngu lögð inn pöntun fyrir karlmenn sem störfuðu þar. Þegar Fowler spurði hvers vegna kvenstarfsmenn gætu ekki fengið jakka var henni tjáð að það væru ekki nægilega markar konur í vinnu hjá fyrirtækinu til að réttlæta pöntun af jökkum í kvensniði. Þá var henni einnig tjáð að hún væri á „mjög hálum ís“ vegna kvartana sinna.Í yfirlýsingu í gær sagði Travis Kalanick, framkvæmdastjóri Uber, að framkoman sem Fowler segist hafa mætt væri andstyggileg og færi gegn öllu sem Uber standi fyrir og trúi á. Hann sagðist ekki hafa vitað af kvörtunum Fowler og að hann hefði fyrirskipað mannauðsstjóra fyrirtækisins að rannsaka ásakanir hennar. „Við viljum gera Uber að réttlátum vinnustað og það er engin þolinmæði fyrir slíkri hegðun hjá Uber. Allir sem haga sér svona eða finnst svona hegðun vera réttlætanleg verða reknir,“ sagði Kalanick. Mest lesið Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Travis Kalanick, framkvæmdastjóri leigubílaþjónustunnar Uber, hefur fyrirskipað rannsókn á kynferðislegri áreitni innan fyrirtækisins eftir ásakanir fyrrverandi starfsmanns Uber um kynjamisrétti og aðgerðarleysi þegar kemur að kynferðislegri áreitni. Susan Fowler, sem starfaði sem verkfræðingur hjá Uber frá nóvember árið 2015 til desember árið 2016 skrifaði bloggfærslu í gær þar sem hún segist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni af yfirmanni sínum nær allan tímann sinn hjá Uber. Fowler segir að yfirmaður hennar hafi áreitt hana kynferðislega eftir að hún hafi starfað hjá fyrirtækinu í aðeins nokkrar vikur. Hún kvartaði undan manninum en var sagt að þeim þætti ekki viðeigandi að gera neitt nema að gefa manninum formlega viðvörun. Fowler var sagt að hún gæti fundið sér nýtt teymi til að vinna við innan fyrirtækisins, eða hún gæti haldið áfram að vinna með manninum sem áreitti hana. Fowler skipti um teymi og hitti þar konu sem hafði sömu sögu að segja af manninum. Þær kvörtuðu i´sameiningu en var sagt að engar eldri kvartanir væru skráðar hjá fyrirtækinu. Fowler segir einnig að hún hafi verið hindruð í því að ná áfram í starfi. Til að mynda hafi henni verið meinað að skipta um teymi þrátt fyrir nær fullkomin afköst. Seinna var henni tilkynnt að hún gæti ekki átt von á stöðuhækkun innan fyrirtækisins. Fowler segist hafa kvartað í hvert skipti sem hún sá merki um kynjamismunun hjá fyrirtækinu. Til að mynda, þegar leðurjakkar voru pantaðir fyrir starfsmenn, var eingöngu lögð inn pöntun fyrir karlmenn sem störfuðu þar. Þegar Fowler spurði hvers vegna kvenstarfsmenn gætu ekki fengið jakka var henni tjáð að það væru ekki nægilega markar konur í vinnu hjá fyrirtækinu til að réttlæta pöntun af jökkum í kvensniði. Þá var henni einnig tjáð að hún væri á „mjög hálum ís“ vegna kvartana sinna.Í yfirlýsingu í gær sagði Travis Kalanick, framkvæmdastjóri Uber, að framkoman sem Fowler segist hafa mætt væri andstyggileg og færi gegn öllu sem Uber standi fyrir og trúi á. Hann sagðist ekki hafa vitað af kvörtunum Fowler og að hann hefði fyrirskipað mannauðsstjóra fyrirtækisins að rannsaka ásakanir hennar. „Við viljum gera Uber að réttlátum vinnustað og það er engin þolinmæði fyrir slíkri hegðun hjá Uber. Allir sem haga sér svona eða finnst svona hegðun vera réttlætanleg verða reknir,“ sagði Kalanick.
Mest lesið Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent