Krefjast þess að dómari verði sviptur embætti eftir umdeild ummæli Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. mars 2017 23:05 Mynd úr safni. vísir/getty Hátt í fjörutíu þúsund manns hafa ritað nafn sitt á lista þar sem þess er krafist að kanadískur héraðsdómari verði sviptur embætti. Ástæðan er að dómarinn sýknaði karlmann, leigubílstjóra, af kynferðisbroti á grundvelli þess að „ölvaðir geti augljóslega veitt samþykki sitt“.Fram kemur á vef Guardian að maðurinn hafi verið sakaður um að hafa nauðgað konu á þrítugsaldri í leigubíl sínum árið 2015. Lögreglan kom að konunni hálfnaktri og áfengisdauðri í aftursæti leigubílsins. Maðurinn var þá ber að neðan í framsætinu með fatnað konunnar í fanginu. DNA konunnar fannst á efri vör mannsins sem var búinn að renna niður buxnaklaufinni og illa girtur. Konan sagðist fyrir dómi lítið sem ekkert muna eftir kvöldinu. Kvaðst hún muna eftir að hafa drukkið þrjá drykki; tvö tekílaskot og kokteil á skemmtistað í miðbænum, en fátt annað. Áfengismagn í blóði hennar var þrefalt hærra en leyfilegt er við akstur. Dómur var kveðinn upp í síðustu viku. Dómarinn, Gregory Lenehan, sagði að þrátt fyrir að enginn vafi leiki á því að konan hafi verið drukkin þá verði niðurstaðan að ráðast af því hvort konan hafi veitt samþykki fyrir samræðinu eða ekki. Bætt hann við að honum hugnaðist ekki að konurnar í sínu lífi fengu far með leigubílstjóranum. „Manneskja getur ekki veitt samþykki ef hún er meðvitundarlaus eða ef hún er undir það miklum áhrifum áfengis eða vímuefna að hún áttar sig ekki á aðstæðum,“ sagði Lenehan. „Það þýðir hins vegar ekki að manneskja undir áhrifum geti ekki samþykkt kynferðislegar athafnir. Augljóslega getur ölvaður einstaklingur veitt samþykki sitt.“ Þá sagði hann minnisleysi ekki jafngilda neitun. Málið hefur vakið mikla reiði í Kanada og þegar hafa verið skipulagðar tvær mótmælagöngur í landinu. Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Sjá meira
Hátt í fjörutíu þúsund manns hafa ritað nafn sitt á lista þar sem þess er krafist að kanadískur héraðsdómari verði sviptur embætti. Ástæðan er að dómarinn sýknaði karlmann, leigubílstjóra, af kynferðisbroti á grundvelli þess að „ölvaðir geti augljóslega veitt samþykki sitt“.Fram kemur á vef Guardian að maðurinn hafi verið sakaður um að hafa nauðgað konu á þrítugsaldri í leigubíl sínum árið 2015. Lögreglan kom að konunni hálfnaktri og áfengisdauðri í aftursæti leigubílsins. Maðurinn var þá ber að neðan í framsætinu með fatnað konunnar í fanginu. DNA konunnar fannst á efri vör mannsins sem var búinn að renna niður buxnaklaufinni og illa girtur. Konan sagðist fyrir dómi lítið sem ekkert muna eftir kvöldinu. Kvaðst hún muna eftir að hafa drukkið þrjá drykki; tvö tekílaskot og kokteil á skemmtistað í miðbænum, en fátt annað. Áfengismagn í blóði hennar var þrefalt hærra en leyfilegt er við akstur. Dómur var kveðinn upp í síðustu viku. Dómarinn, Gregory Lenehan, sagði að þrátt fyrir að enginn vafi leiki á því að konan hafi verið drukkin þá verði niðurstaðan að ráðast af því hvort konan hafi veitt samþykki fyrir samræðinu eða ekki. Bætt hann við að honum hugnaðist ekki að konurnar í sínu lífi fengu far með leigubílstjóranum. „Manneskja getur ekki veitt samþykki ef hún er meðvitundarlaus eða ef hún er undir það miklum áhrifum áfengis eða vímuefna að hún áttar sig ekki á aðstæðum,“ sagði Lenehan. „Það þýðir hins vegar ekki að manneskja undir áhrifum geti ekki samþykkt kynferðislegar athafnir. Augljóslega getur ölvaður einstaklingur veitt samþykki sitt.“ Þá sagði hann minnisleysi ekki jafngilda neitun. Málið hefur vakið mikla reiði í Kanada og þegar hafa verið skipulagðar tvær mótmælagöngur í landinu.
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Sjá meira