Fótbolti

Dybala meiddist í sigri Juventus

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Dybala er vonandi ekki mikið meiddur.
Dybala er vonandi ekki mikið meiddur. vísir/getty
Juventus jók forystu sína á toppi ítölsku A-deildarinnar í fótbolta þegar liðið lagði Sampdoria á útivelli 1-0 í dag.

Juventus er nú með 10 stiga forystu á toppi deildarinnar en liðið varð þó fyrir áfalli þegar sóknarmaðurinn Paolo Dybala fór meiddur af leikvelli á 28. mínútu.

Argentínumaðurinn meiddist á læri en gat þó gengið af sjálfsdáðum af leikvelli. Juventus er í góðri stöðu í deildinni en liðið þarf á leikmanninum að halda þegar það mætir Barcelona í Meistaradeildinni í apríl.

Alls er sex leikjum lokið í ítölsku deildinni í dag en Napoli sem er í öðru sæti lagði Empoli í fimm marka háspennuleik.

Úrslit dagsins:

Empoli - Napoli 2-3

Bologna - Chievo 4-1

Crotone - Fiorentina 0-1

Sampdoria - Juventus 0-1

Cagliari - Lazio 0-0

Atalanta - Pescara 3-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×