Segir hvíta karlmenn „í útrýmingarhættu“ í stjórnum breskra fyrirtækja 11. mars 2017 17:44 John Allan, stjórnarformaður TESCO. Skjáskot/TESCO John Allan, stjórnarformanns bresku verslunarkeðjunnar Tesco, segir að hvítir karlmenn séu í „útrýmingarhættu“ í yfirmannsstöðum og stjórnum fyrirtækja og hafi þurft að víkja fyrir konum og fólki af öðrum kynþáttum. Ummælin féllu á ráðstefnu verslunarfólks í Bretlandi á fimmtudag og sagði hann að hlutirnir væru að breytast mjög hratt þó að hvítir karlmenn séu enn í meirihluta í stjórnunarstöðum. „Í þúsundir ára hafa karlmenn fengið flestar stöður, en nú eru hlutirnir að breytast í hina áttina og munu halda áfram að breytast að ég held,“ sagði Allan í ræðu sinni á ráðstefnunni á fimmtudag. „En ef þú ert hvítur karlmaður ertu í útrýmingarhættu og munt þurfa að hafa tvöfalt meira fyrir hlutunum.“ Þess má geta að í stjórn Tesco sitja, ásamt Allan, átta hvítir karlmenn og þrjár hvítar konur. Ummæli Allan hafa farið misvel ofan í fólk í Bretlandi og hefur Sophie Walker, leiðtogi kvennaflokksins þar í landi, kallað eftir því að fólk sniðgangi verslanir Tesco. Í yfirlýsingu Allan sem birtist á vefsíðu Tesco í dag sagði Allan að hann hafi viljað segja að nú væri góður tími fyrir konur að sækjast eftir stjórnunarstöðum og harmaði ef ummæli hans voru túlkuð á annan hátt. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
John Allan, stjórnarformanns bresku verslunarkeðjunnar Tesco, segir að hvítir karlmenn séu í „útrýmingarhættu“ í yfirmannsstöðum og stjórnum fyrirtækja og hafi þurft að víkja fyrir konum og fólki af öðrum kynþáttum. Ummælin féllu á ráðstefnu verslunarfólks í Bretlandi á fimmtudag og sagði hann að hlutirnir væru að breytast mjög hratt þó að hvítir karlmenn séu enn í meirihluta í stjórnunarstöðum. „Í þúsundir ára hafa karlmenn fengið flestar stöður, en nú eru hlutirnir að breytast í hina áttina og munu halda áfram að breytast að ég held,“ sagði Allan í ræðu sinni á ráðstefnunni á fimmtudag. „En ef þú ert hvítur karlmaður ertu í útrýmingarhættu og munt þurfa að hafa tvöfalt meira fyrir hlutunum.“ Þess má geta að í stjórn Tesco sitja, ásamt Allan, átta hvítir karlmenn og þrjár hvítar konur. Ummæli Allan hafa farið misvel ofan í fólk í Bretlandi og hefur Sophie Walker, leiðtogi kvennaflokksins þar í landi, kallað eftir því að fólk sniðgangi verslanir Tesco. Í yfirlýsingu Allan sem birtist á vefsíðu Tesco í dag sagði Allan að hann hafi viljað segja að nú væri góður tími fyrir konur að sækjast eftir stjórnunarstöðum og harmaði ef ummæli hans voru túlkuð á annan hátt.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira