Mikill uppgangur hjá Airbnb undanfarið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. mars 2017 07:00 Brian Chesky (til vinstri), stofnandi og framkvæmdastjóri Airbnb, á ráðstefnu í Los Angeles í nóvember. nordicphotos/AFP Leiguþjónustan Airbnb aflaði milljarðs Bandaríkjadala í nýafstaðinni fjáröflunarlotu fyrirtækisins. Er það andvirði um 108 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu fyrirtækisins til yfirvalda sem birtist í gær. Einnig kemur fram í tilkynningunni að fyrirtækið sé nú metið á 31 milljarð dala, andvirði um 3,3 billjóna íslenskra króna. Í síðustu fjáröflunarlotu fyrirtækisins aflaði fyrirtækið um fimm hundruð milljóna Bandaríkjadala þannig að ljóst er að áhugi fjárfesta hefur aukist talsvert. Frá árinu 2008 hefur alls verið fjárfest í fyrirtækinu fyrir þrjá milljarða Bandaríkjadala. Þar sem fyrirtækið er nú metið á 31 milljarð dala er það næstverðmætasta sprotafyrirtæki Bandaríkjanna á eftir Uber. Munurinn á verðmæti fyrirtækjanna er þó talsverður. Uber er metið á um 63 milljarða dala, andvirði 6,8 billjóna króna. Airbnb skilaði hagnaði í fyrsta sinn á seinni hluta síðasta árs. Forsvarsmenn Airbnb búst við því að fyrirtækið skili einnig hagnaði á þessu ári. Forsprakkar fyrirtækisins hafa þó ekki í huga að skrá fyrirtækið á markað vestanhafs á næstunni. Samkvæmt heimildarmanni Business Insider er það ekki inni í myndinni. Airbnb hyggst stækka við sig á komandi misserum. Fyrir ári sagði framkvæmdastjórinn Brian Chesky við blaðamann Bloomberg að fyrirtækið ætlaði ekki bara að miðla leigu á íbúðum. Einnig væri vilji fyrir því að hafa milligöngu um bókanir á veitingastaði, söfn, hjóla- og bílaleigur og hótel. Af því hefur hins vegar ekki orðið enn sem komið er. Í vikunni sem er að líða birti Íslandsbanki skýrslu um ferðaþjónustuna á Íslandi. Kom þar fram að Airbnb ætti stóran þátt í hækkandi íbúðaverði. Þáttur Airbnb í hækkandi verði hefur orðið til þess að raddir hafi heyrst um að banna ætti þjónustuna hérlendis. Fyrirtækið mætir þó mótstöðu annars staðar en á Íslandi. Þannig sagði Tomás Regalado, borgarstjóri Miami-borgar í Bandaríkjunum, á fimmtudag að hann vildi að borgaryfirvöld beittu sér gegn þeim sem leigðu íbúðir sínar út til ferðamanna í gegnum þjónustu Airbnb. Ólöglegt er að leigja íbúðir í staka daga eða vikur samkvæmt lögum borgarinnar. „Öflugir þrýstihópar sem tala máli Airbnb munu reyna að sannfæra okkur um að við getum komist að samkomulagi. Að þetta fólk sé gott fyrir viðskiptalífið í borginni,“ sagði Regalado og bætti því við að leigjendur Airbnb-íbúða skapi ókyrrð í rólegri hverfum borgarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Leiguþjónustan Airbnb aflaði milljarðs Bandaríkjadala í nýafstaðinni fjáröflunarlotu fyrirtækisins. Er það andvirði um 108 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu fyrirtækisins til yfirvalda sem birtist í gær. Einnig kemur fram í tilkynningunni að fyrirtækið sé nú metið á 31 milljarð dala, andvirði um 3,3 billjóna íslenskra króna. Í síðustu fjáröflunarlotu fyrirtækisins aflaði fyrirtækið um fimm hundruð milljóna Bandaríkjadala þannig að ljóst er að áhugi fjárfesta hefur aukist talsvert. Frá árinu 2008 hefur alls verið fjárfest í fyrirtækinu fyrir þrjá milljarða Bandaríkjadala. Þar sem fyrirtækið er nú metið á 31 milljarð dala er það næstverðmætasta sprotafyrirtæki Bandaríkjanna á eftir Uber. Munurinn á verðmæti fyrirtækjanna er þó talsverður. Uber er metið á um 63 milljarða dala, andvirði 6,8 billjóna króna. Airbnb skilaði hagnaði í fyrsta sinn á seinni hluta síðasta árs. Forsvarsmenn Airbnb búst við því að fyrirtækið skili einnig hagnaði á þessu ári. Forsprakkar fyrirtækisins hafa þó ekki í huga að skrá fyrirtækið á markað vestanhafs á næstunni. Samkvæmt heimildarmanni Business Insider er það ekki inni í myndinni. Airbnb hyggst stækka við sig á komandi misserum. Fyrir ári sagði framkvæmdastjórinn Brian Chesky við blaðamann Bloomberg að fyrirtækið ætlaði ekki bara að miðla leigu á íbúðum. Einnig væri vilji fyrir því að hafa milligöngu um bókanir á veitingastaði, söfn, hjóla- og bílaleigur og hótel. Af því hefur hins vegar ekki orðið enn sem komið er. Í vikunni sem er að líða birti Íslandsbanki skýrslu um ferðaþjónustuna á Íslandi. Kom þar fram að Airbnb ætti stóran þátt í hækkandi íbúðaverði. Þáttur Airbnb í hækkandi verði hefur orðið til þess að raddir hafi heyrst um að banna ætti þjónustuna hérlendis. Fyrirtækið mætir þó mótstöðu annars staðar en á Íslandi. Þannig sagði Tomás Regalado, borgarstjóri Miami-borgar í Bandaríkjunum, á fimmtudag að hann vildi að borgaryfirvöld beittu sér gegn þeim sem leigðu íbúðir sínar út til ferðamanna í gegnum þjónustu Airbnb. Ólöglegt er að leigja íbúðir í staka daga eða vikur samkvæmt lögum borgarinnar. „Öflugir þrýstihópar sem tala máli Airbnb munu reyna að sannfæra okkur um að við getum komist að samkomulagi. Að þetta fólk sé gott fyrir viðskiptalífið í borginni,“ sagði Regalado og bætti því við að leigjendur Airbnb-íbúða skapi ókyrrð í rólegri hverfum borgarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira