Handbolti

Handboltakona fékk þvottavél í verðlaun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hagman með þvottavélina góðu.
Hagman með þvottavélina góðu. mynd/plphoto
Uppátæki danska handboltaliðsins NFH á síðasta heimaleik liðsins hefur vakið talsverða athygli.

Liðið skellti Ringköbing í síðasta leik liðsins á heimavelli og er að gera það gott í dönsku deildinni.

Hin sterka Nathalie Hagman fór á kostum í liði NFH og skoraði átta mörk í leiknum.

Hún var valin besti maður leiksins og fékk í verðlaun hágæðaþvottavél frá AEG en nýr styrktaraðili félagsins útvegaði verðlaunin.

Ekki á hverjum degi sem leikmenn fara heim með eitt stykki þvottavél eftir leik.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×