Rósir í hnappagat jafnaðarmanna Guðjón S. Brjánsson skrifar 30. mars 2017 07:00 Fyrir skömmu var efnt til sérstakrar umræðu á Alþingi um fríverslunarsamninga, mikilvægi þeirra og þróun á seinni árum. Málshefjandinn, Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, dásamaði frelsi í viðskiptum og taldi að stjórnvöld yrðu ætíð að vera opin fyrir nýjum tækifærum. Undir þetta tók í öllum atriðum flokksbróðir hans, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Íslendingar hafa lifað misjafna tíma í viðskiptum sínum við önnur lönd. Á fyrri öldum supum við ýmsa fjöruna við aðstæður sem hnípin þjóð réð ekki við. Öldin er nú önnur, enn erum við þó í nokkrum fjötrum þar sem ríkja hindranir í framleiðslu og opnum viðskiptaháttum innanlands og valda því að neytendur njóta ekki bestu mögulegu kjara. Það hefði líklega verið nærtækara fyrir málshefjanda, Óla Björn Kárason, að gera að umtalsefni og tala fyrir fríverslun hér heima í stað þess að leggjast á árarnar með þeim sem verja með kjafti og klóm áratuga sérhagsmunavörslu Sjálfstæðisflokksins, til dæmis í landbúnaðarmálum þar sem bæði bændur og neytendur þola órétt. Á þeim bænum ríkir forpokuð stefna og jafnvel umræðubann um tiltekin frelsisákvæði í samskiptum við aðrar Evrópuþjóðir. Sú ráðstjórnarhefð hefur leitt til þess að hluti flokksmanna er nú á vergangi í tilvistarkreppu í öðru og nýju flokksbroti.Bylting Enginn stjórnmálaflokkur hefur staðið fyrir annarri eins byltingu í viðskiptum og fríverslun við önnur lönd og Alþýðuflokkurinn, forveri Samfylkingarinnar, og stuðlað með því að stórkostlega bættum hag almennings. Stærstu skrefin voru stigin með haftalosun Viðreisnarstjórnarinnar og aðild að EFTA árið 1971 undir forystu Gylfa Þ. Gíslasonar, þáverandi mennta- og viðskiptamálaráðherra. Annað risaverkefni sem jafnaðarmenn áttu frumkvæði að og leiddu í milliríkjaviðskiptum var EES-samningurinn sem gekk í gildi árið 1994 eftir mikla baráttu Jóns Baldvins Hannibalssonar, þáverandi utanríkisráðherra. Fríverslunarsamtök Evrópu og EES-samningurinn eru helstu grunnstoðir utanríkisverslunar Íslendinga. Með aðildinni að EES njóta landsmenn að langmestu leyti sömu viðskiptakjara og meirihluti annarra Evrópuríkja með um 500 milljóna manna markað. Gæta þarf að hagsmunum okkar til lengri framtíðar og vinna í anda þeirrar stefnu sem Samfylkingin markaði um gerð fríverslunarsamninga við fleiri lönd, t.d. fríverslunarsamninginn við Kína sem Össur Skarphéðinsson, þáverandi utanríkisráðherra, leiddi til lykta. Full þátttaka í sameiginlegum markaði Evrópuríkja er lykill að enn betri kjörum neytenda, til að halda framsæknum fyrirtækjum í landinu, fjölga störfum og skapa sóknarfæri fyrir íslenska frumkvöðla og skapandi greinar. Aðild að ESB og virk þátttaka fæli í sér mikil sóknarfæri á sviði fullvinnslu sem gæti líka fjölgað störfum og skapað mikil verðmæti í sjávarbyggðum. Tollfrelsi myndi einnig skapa mikla möguleika fyrir útflutning á landbúnaðarafurðum og styrkja greinar eins og sauðfjárrækt og aðra landbúnaðarframleiðslu. Í baráttumálum jafnaðarmanna er fólgið hreyfiafl til framfara. Þannig hefur það verið og baráttumál jafnaðarmanna verða áfram þau að gæta hagsmuna fyrir venjulegt fólk, auka jöfnuð og bæta hag almennra borgara. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón S. Brjánsson Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu var efnt til sérstakrar umræðu á Alþingi um fríverslunarsamninga, mikilvægi þeirra og þróun á seinni árum. Málshefjandinn, Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, dásamaði frelsi í viðskiptum og taldi að stjórnvöld yrðu ætíð að vera opin fyrir nýjum tækifærum. Undir þetta tók í öllum atriðum flokksbróðir hans, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Íslendingar hafa lifað misjafna tíma í viðskiptum sínum við önnur lönd. Á fyrri öldum supum við ýmsa fjöruna við aðstæður sem hnípin þjóð réð ekki við. Öldin er nú önnur, enn erum við þó í nokkrum fjötrum þar sem ríkja hindranir í framleiðslu og opnum viðskiptaháttum innanlands og valda því að neytendur njóta ekki bestu mögulegu kjara. Það hefði líklega verið nærtækara fyrir málshefjanda, Óla Björn Kárason, að gera að umtalsefni og tala fyrir fríverslun hér heima í stað þess að leggjast á árarnar með þeim sem verja með kjafti og klóm áratuga sérhagsmunavörslu Sjálfstæðisflokksins, til dæmis í landbúnaðarmálum þar sem bæði bændur og neytendur þola órétt. Á þeim bænum ríkir forpokuð stefna og jafnvel umræðubann um tiltekin frelsisákvæði í samskiptum við aðrar Evrópuþjóðir. Sú ráðstjórnarhefð hefur leitt til þess að hluti flokksmanna er nú á vergangi í tilvistarkreppu í öðru og nýju flokksbroti.Bylting Enginn stjórnmálaflokkur hefur staðið fyrir annarri eins byltingu í viðskiptum og fríverslun við önnur lönd og Alþýðuflokkurinn, forveri Samfylkingarinnar, og stuðlað með því að stórkostlega bættum hag almennings. Stærstu skrefin voru stigin með haftalosun Viðreisnarstjórnarinnar og aðild að EFTA árið 1971 undir forystu Gylfa Þ. Gíslasonar, þáverandi mennta- og viðskiptamálaráðherra. Annað risaverkefni sem jafnaðarmenn áttu frumkvæði að og leiddu í milliríkjaviðskiptum var EES-samningurinn sem gekk í gildi árið 1994 eftir mikla baráttu Jóns Baldvins Hannibalssonar, þáverandi utanríkisráðherra. Fríverslunarsamtök Evrópu og EES-samningurinn eru helstu grunnstoðir utanríkisverslunar Íslendinga. Með aðildinni að EES njóta landsmenn að langmestu leyti sömu viðskiptakjara og meirihluti annarra Evrópuríkja með um 500 milljóna manna markað. Gæta þarf að hagsmunum okkar til lengri framtíðar og vinna í anda þeirrar stefnu sem Samfylkingin markaði um gerð fríverslunarsamninga við fleiri lönd, t.d. fríverslunarsamninginn við Kína sem Össur Skarphéðinsson, þáverandi utanríkisráðherra, leiddi til lykta. Full þátttaka í sameiginlegum markaði Evrópuríkja er lykill að enn betri kjörum neytenda, til að halda framsæknum fyrirtækjum í landinu, fjölga störfum og skapa sóknarfæri fyrir íslenska frumkvöðla og skapandi greinar. Aðild að ESB og virk þátttaka fæli í sér mikil sóknarfæri á sviði fullvinnslu sem gæti líka fjölgað störfum og skapað mikil verðmæti í sjávarbyggðum. Tollfrelsi myndi einnig skapa mikla möguleika fyrir útflutning á landbúnaðarafurðum og styrkja greinar eins og sauðfjárrækt og aðra landbúnaðarframleiðslu. Í baráttumálum jafnaðarmanna er fólgið hreyfiafl til framfara. Þannig hefur það verið og baráttumál jafnaðarmanna verða áfram þau að gæta hagsmuna fyrir venjulegt fólk, auka jöfnuð og bæta hag almennra borgara. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun