Guðmundur: Aðalatriðið er að hafa sett sitt mark á danska íþróttasögu | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. apríl 2017 12:00 Guðmundur Guðmundsson gerði danska handboltalandsliðið að Ólympíumeisturum í Ríó á síðasta ári en aldrei áður hafði karlalandslið Danmerkur orðið Ólympíumeistari. Guðmundur fór yfir leiðina að gullinu í skemmtilegum og áhugaverðum fyrirlestri á súpufundi HSÍ í gær en hann er að fara með þennan fyrirlestur í fyrirtæki bæði hérlendis og erlendis.Sjá einnig:Guðmundur kominn með nýtt starf „Ég er búinn að vera víða. Ég er búinn að flytja fyrirlesturinn í Noregi og svo var ég hjá McKinsey-ráðgjafafyrirtækinu úti í Austurríki. Svo hef ég flutt þennan fyrirlestur hér á Íslandi fyrir nokkur fyrirtæki og deilt 27 ára stjórnunarreynslu. Ég hef gaman að þessu og þessu hefur verið afar vel tekið,“ segir Guðmundur. Guðmundur viðurkennir að stundum hefur hann orðið mjög þreyttur á 27 ára löngum þjálfaraferli en ástríðan fyrir handboltanum og því að vinna til stórra verðlauna heldur honum gangandi.„Ég hef sett mér mjög háleit markmið og hef elskað að fara á eftir þeim.. Það er í raun það sem ég sá þegar ég tók við danska liðinu. Það var svolítið möguleikinn að vinna stærsta titil í heimi; að verða Ólympíumeistari. Það var heillandi,“ segir hann. Þjálfarinn magnaði segist hafa staðið í mótvindi sem landsliðsþjálfari Danmerkur í þrjú ár en á Ólympíuleikunum voru menn að fara á bakvið hann og reyna að fá hann rekinn. „Það gerist ákveðið atvik á Ólympíulekunum sem enginn gat séð fyrir. En ég fer í gegnum þetta og við náum að verða Ólympíumeistarar þannig að þegar ég horfi til baka núna er þetta algjört aukaatriði. Aðalatriðið er það að hafa náð að setja sitt mark á danska íþróttasögu,“ segir Guðmundur. „Ég fór í þetta verkefni til að gefa allt sem ég kann. Ég gerði það og var heiðarlegur í mínum störfum alla tíð fyrir þetta lið. Ég held nú að á endanum er danska þjóðin mjög þakklát og ég finn ekki fyrir öðru þegar ég er á ferðalagi í Danmörku að það er mjög mikill velvilji í minn garð. Ég held að stærsti hlutinn sé nú þakklátur fyrir þetta,“ segir Guðmundur Guðmundsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Handbolti Tengdar fréttir Guðmundur: Stóð í mótvindi í Danmörku í þrjú ár Guðmundur Guðmundsson segir það hafa verið erfitt að þjálfa danska landsliðið en þó margir hafi gagnrýnt hann er þjóðin þakklát fyrir gullið. 5. apríl 2017 19:00 Guðmundur kominn með nýtt starf Fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands og Danmerkur skrifar undir hjá nýjum vinnuveitendum á mánudaginn. 5. apríl 2017 13:45 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson gerði danska handboltalandsliðið að Ólympíumeisturum í Ríó á síðasta ári en aldrei áður hafði karlalandslið Danmerkur orðið Ólympíumeistari. Guðmundur fór yfir leiðina að gullinu í skemmtilegum og áhugaverðum fyrirlestri á súpufundi HSÍ í gær en hann er að fara með þennan fyrirlestur í fyrirtæki bæði hérlendis og erlendis.Sjá einnig:Guðmundur kominn með nýtt starf „Ég er búinn að vera víða. Ég er búinn að flytja fyrirlesturinn í Noregi og svo var ég hjá McKinsey-ráðgjafafyrirtækinu úti í Austurríki. Svo hef ég flutt þennan fyrirlestur hér á Íslandi fyrir nokkur fyrirtæki og deilt 27 ára stjórnunarreynslu. Ég hef gaman að þessu og þessu hefur verið afar vel tekið,“ segir Guðmundur. Guðmundur viðurkennir að stundum hefur hann orðið mjög þreyttur á 27 ára löngum þjálfaraferli en ástríðan fyrir handboltanum og því að vinna til stórra verðlauna heldur honum gangandi.„Ég hef sett mér mjög háleit markmið og hef elskað að fara á eftir þeim.. Það er í raun það sem ég sá þegar ég tók við danska liðinu. Það var svolítið möguleikinn að vinna stærsta titil í heimi; að verða Ólympíumeistari. Það var heillandi,“ segir hann. Þjálfarinn magnaði segist hafa staðið í mótvindi sem landsliðsþjálfari Danmerkur í þrjú ár en á Ólympíuleikunum voru menn að fara á bakvið hann og reyna að fá hann rekinn. „Það gerist ákveðið atvik á Ólympíulekunum sem enginn gat séð fyrir. En ég fer í gegnum þetta og við náum að verða Ólympíumeistarar þannig að þegar ég horfi til baka núna er þetta algjört aukaatriði. Aðalatriðið er það að hafa náð að setja sitt mark á danska íþróttasögu,“ segir Guðmundur. „Ég fór í þetta verkefni til að gefa allt sem ég kann. Ég gerði það og var heiðarlegur í mínum störfum alla tíð fyrir þetta lið. Ég held nú að á endanum er danska þjóðin mjög þakklát og ég finn ekki fyrir öðru þegar ég er á ferðalagi í Danmörku að það er mjög mikill velvilji í minn garð. Ég held að stærsti hlutinn sé nú þakklátur fyrir þetta,“ segir Guðmundur Guðmundsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Handbolti Tengdar fréttir Guðmundur: Stóð í mótvindi í Danmörku í þrjú ár Guðmundur Guðmundsson segir það hafa verið erfitt að þjálfa danska landsliðið en þó margir hafi gagnrýnt hann er þjóðin þakklát fyrir gullið. 5. apríl 2017 19:00 Guðmundur kominn með nýtt starf Fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands og Danmerkur skrifar undir hjá nýjum vinnuveitendum á mánudaginn. 5. apríl 2017 13:45 Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Guðmundur: Stóð í mótvindi í Danmörku í þrjú ár Guðmundur Guðmundsson segir það hafa verið erfitt að þjálfa danska landsliðið en þó margir hafi gagnrýnt hann er þjóðin þakklát fyrir gullið. 5. apríl 2017 19:00
Guðmundur kominn með nýtt starf Fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands og Danmerkur skrifar undir hjá nýjum vinnuveitendum á mánudaginn. 5. apríl 2017 13:45