Útsendinguna má sjá hér að neðan en þetta er fyrsta útsending NASA sem sjá má í 360°. Gert er ráð fyrir því að flaugin taki á loft um klukkan 15:10.
Atlas V er um 58 metra löng og er ferðinni heitið að Alþjóðlegu geimstöðinni, ISS. Þangað flytur flaugin um 3 tonn af vistum og öðrum gögnum til að halda megi áfram þeim 250 rannsóknum sem unnið er að í geimstöðinni.
Nánari upplýsingar um skot dagsins má nálgast á heimasíðu NASA.
Geimskotið fer fram frá Cape Canaveral á austurströnd Flórdía og það má sjá hér að neðan sem fyrr segir.