Handbolti

Guðjón Valur næstmarkahæstur í Þýskalandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðjón Valur hefur átt frábært tímabil með Rhein-Neckar Löwen.
Guðjón Valur hefur átt frábært tímabil með Rhein-Neckar Löwen. vísir/getty
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, er kominn upp í 2. sætið á listanum yfir markahæstu leikmenn þýsku úrvalsdeildarinnar.

Guðjón Valur skoraði 11 mörk þegar Rhein-Neckar Löwen vann öruggan sigur á Gummersbach í fyrradag, 34-20.

Guðjón Valur er því kominn með 151 mark í þýsku deildinni í vetur. Austurríkismaðurinn Robert Weber hjá Magdeburg er markahæstur með 155 mörk.

Philipp Weber hjá Wetzlar er þriðji með 148 mörk, Yves Kunkel, lærisveinn Rúnars Sigtryggssonar hjá Balingen-Weilstatten, fjórði með 140 mörk og Petar Nenadic hjá Füchse Berlin fimmti með 139 mörk. Nenadic var markakóngur þýsku deildarinnar í fyrra en hann skoraði þá 229 mörk.

Guðjón Valur, sem verður 38 ára í ágúst, er með langbestu skotnýtinguna af efstu mönnum á markalistanum, eða 79,5%.

Guðjón Valur hefur einu sinni orðið markakóngur þýsku deildarinnar. Það var tímabilið 2005-06 þegar hann skoraði 264 mörk fyrir Gummersbach.


Tengdar fréttir

Guðjón Valur í ham gegn gamla liðinu

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 11 mörk þegar Rhein-Neckar Löwen rústaði Gummersbach, 34-20, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×