Fótbolti

Berlusconi búinn að selja AC Milan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Berlusconi með Evrópubikarinn sem Milan vann fimm sinnum á meðan félagið var í hans eigu.
Berlusconi með Evrópubikarinn sem Milan vann fimm sinnum á meðan félagið var í hans eigu. vísir/getty
Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er búinn að selja AC Milan til kínverskra fjárfesta sem lofa að koma með aukið fjármagn inn í félagið.

Berlusconi keypti Milan árið 1986 og félagið hefur því verið í hans eigu í 31 ár.

Á þessum tíma varð Milan átta sinnum ítalskur meistari og vann Meistaradeild Evrópu fimm sinnum. Alls vann Milan 29 titla á meðan Berlusconi átti félagið.

Á undanförnum árum hefur hins vegar hallað undan fæti hjá Milan. Síðustu þrjú tímabil hefur liðið endað í sjöunda, tíunda og áttunda sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Milan er sem stendur í 6. sæti ítölsku deildarinnar, 20 stigum á eftir toppliði Juventus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×