Skoðað að meta snjóflóðahættu við höfuðborgarsvæðið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2017 20:00 Margir göngumenn vanmeta hætturnar sem leynast á Esjunni vísir/Anton Brink Göngumaður var hætt kominn þegar hann lenti í snjóflóði á Esjunni í gær. Veðurstofa skoðar í samstarfi við umhverfisráðuneytið að hefja mat á snjóflóðahættu á fjöllum í kringum höfuðborgarsvæðið en bent er á að göngumenn vanmeti oft hættur á Esjunni. Fjölmargir leggja leið sína á Esjuna á ári hverju. Talið er nokkuð öruggt að fara göngustíg upp að Steini í góðu veðri en þar fyrir utan er fjallið ekki á allra færi. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að fólk þurfi að átta sig á að Esjan sé alvöru fjall á veturna og fólk þurfi að vera vel búið. „Það þarf að meta hvort það þurfi að vera með ísexi og annan búnað til að bregðast við snjóflóðum. Einnig þarf fólk að hafa þekkingu til að geta metið hvort það sé hætta á snjóflóði," segir hann. Eftir að banaslys varð í Esjunni í janúar síðastliðnum var mikið rætt um hvort ekki þurfi að gera mat á snjóflóðahættu í Esjunni. Veðurstofan hefur formlega það hlutverk að vakta snjóflóðahættu í byggð og eru með snjóflóðaathugunarmenn víða um land en ekki á fjöllum á höfuðborgarsvæðinu. Harpa Grímsdóttir, fagstjóri ofanflóðavöktunar á Veðurstofunni, segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að bæta við fjalllendi við höfuðborgarsvæðið næsta vetur. „Til þess þarf ýmislegt að gera, hafa snjóathugunarmann á svæðinu og annað. Hins vegar er svæðisbundið mat á aðstæðum gert fyrir stórt svæði og breytileiki innan svæðisins getur verið mikill," segir hún og bætir við að snjóflóðaspá sé ekki gerð fyrir einstaka fjöll og því yrði slík spá eingöngu til viðmiðunar fyrir göngumenn Esjunnar. Þannig að það breyti því ekki að göngumenn sem stunda fjallamennsku á veturna þurfi að kunna að meta og bregðast við snjóflóðum. Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Sjá meira
Göngumaður var hætt kominn þegar hann lenti í snjóflóði á Esjunni í gær. Veðurstofa skoðar í samstarfi við umhverfisráðuneytið að hefja mat á snjóflóðahættu á fjöllum í kringum höfuðborgarsvæðið en bent er á að göngumenn vanmeti oft hættur á Esjunni. Fjölmargir leggja leið sína á Esjuna á ári hverju. Talið er nokkuð öruggt að fara göngustíg upp að Steini í góðu veðri en þar fyrir utan er fjallið ekki á allra færi. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að fólk þurfi að átta sig á að Esjan sé alvöru fjall á veturna og fólk þurfi að vera vel búið. „Það þarf að meta hvort það þurfi að vera með ísexi og annan búnað til að bregðast við snjóflóðum. Einnig þarf fólk að hafa þekkingu til að geta metið hvort það sé hætta á snjóflóði," segir hann. Eftir að banaslys varð í Esjunni í janúar síðastliðnum var mikið rætt um hvort ekki þurfi að gera mat á snjóflóðahættu í Esjunni. Veðurstofan hefur formlega það hlutverk að vakta snjóflóðahættu í byggð og eru með snjóflóðaathugunarmenn víða um land en ekki á fjöllum á höfuðborgarsvæðinu. Harpa Grímsdóttir, fagstjóri ofanflóðavöktunar á Veðurstofunni, segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að bæta við fjalllendi við höfuðborgarsvæðið næsta vetur. „Til þess þarf ýmislegt að gera, hafa snjóathugunarmann á svæðinu og annað. Hins vegar er svæðisbundið mat á aðstæðum gert fyrir stórt svæði og breytileiki innan svæðisins getur verið mikill," segir hún og bætir við að snjóflóðaspá sé ekki gerð fyrir einstaka fjöll og því yrði slík spá eingöngu til viðmiðunar fyrir göngumenn Esjunnar. Þannig að það breyti því ekki að göngumenn sem stunda fjallamennsku á veturna þurfi að kunna að meta og bregðast við snjóflóðum.
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Sjá meira