Körfubolti

Söguleg endurkoma hjá Cleveland

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LeBron var óstöðvandi í síðari hálfleik.
LeBron var óstöðvandi í síðari hálfleik. vísir/getty
Meistarar Cleveland Cavaliers skrifuðu söguna upp á nýtt í nótt er liðið kom til baka og vann eftir að hafa verið 25 stigum undir í hálfleik.

Það hefur ekkert lið áður gert í sögu úrslitakeppni NBA-deildarinnar. LeBron James var maðurinn á bak við endurkomuna með 41 stig, 13 fráköst og 12 stoðsendingar.

Staðan í hálfleik var 74-49 en Cleveland vann þriðja leikhlutann 35-17 og þann fjórða 35-23. Paul George var stigahæstur í liði Indiana með 35 stig og tók einnig 15 fráköst.

Úrslit (staðan í einvíginu):

Indiana-Cleveland  114-119 (0-3)

Milwaukee-Toronto  104-77 (2-1)

Memphis-San Antonio  105-94 (1-2)

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×