Handbolti

Skjern vann Íslendingaslaginn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron og félagar þurfa að gefa í.
Aron og félagar þurfa að gefa í. vísir/getty
Aalborg tapaði öðrum leiknum í röð í úrslitakeppninni um danska meistaratitilinn þegar liðið beið lægri hlut, 30-29, fyrir Skjern á útivelli í dag.

Aalborg er í 3. sæti síns riðils með fjögur stig. Strákarnir hans Arons Kristjánssonar þurfa því að spýta í lófana í síðustu þremur leikjum riðilsins til að komast í undanúrslitin.

Janus Daði Smárason var eini Íslendingurinn sem komst á blað í leiknum en hann gerði eitt mark fyrir Aalborg.

Stefáni Rafni Sigurmannssyni og Arnóri Atlasyni tókst ekki að skora fyrir Aalborg.

Tandri Már Konráðsson var heldur ekki á meðal markaskorara hjá Skjern sem er í 2. sæti riðilsins með fimm stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×