Stærstu fjármálafyrirtæki og stofnanir heimsins munu flytja um níu þúsund störf frá Bretlandi til meginlands Evrópu á næstu tveimur árum vegna Brexit. Viðræður á milli fyrirtækjanna og yfirvalda í Evrópu hafa staðið yfir um nokkuð skeið, en um er að ræða um tvö prósent starfa í fjármálageira Bretlands.
Skatttekjur í Bretlandi og þá sérstaklega í London gætu lækkað verulega.
Þetta kemur fram í rannsókn Reuters fréttaveitunnar. Þar segir að minnst þrettán stórir bankar vinni nú að flutningum starfsfólks. Nokkrir breskir stjórnmálamenn segja þó að fyrirtækin séu að ofmeta áhrif Brexit á aðstæður fjármálafyrirtækja í Bretlandi.
Endafjöldi starfa sem munu færast frá Bretlandi velta á þeim samningi sem ríkið gerir við Evrópusambandið og hvort Bretar munu halda frjálsu flæði fjármagns til og frá öðrum ríkjum ESB.
Fyrirtækin beina sjónum sínum að mestu til Frankfurt í Þýskalandi og Dublin í Írlandi.
Ætla að flytja níu þúsund störf vegna Brexit
