Evran styrkist í kjölfar úrslita forsetakosninganna Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. maí 2017 22:38 Gengi evrunnar gagnvart dollaranum var í dag hæst um 1,102. Vísir/Valgarður Evran hefur ekki verið sterkari gagnvart Bandaríkjadollar í sex mánuði. Sviptingarnar eiga sér stað í kjölfar úrslita forsetakosninganna í Frakklandi sem kynnt voru í dag. Þetta kemur fram í umfjöllun The Guardian um frönsku forsetakosningarnar. Gengi evrunnar gagnvart dollaranum var í dag hæst um 1,102 en það hefur ekki verið hærra síðan eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember á síðasta ári. Fjárfestar anda nú léttar en ekki ríkir lengur óvissa með aðild Frakklands að Evrópusambandinu. Gengishækkunin er þó nokkuð hófleg þar sem sigur Macron þótti öruggur. Michiel de Bruin, fjármálasérfræðingur við bankann í Montréal í Kanada, sagði í samtali við The Guardian að „sigur Macron sendi skýr skilaboð þess efnis að stjórnmálaflokkar, sem eru á móti Evrópusambandinu og byggja stefnu sína á lýðskrumi, geta ekki tryggt sér umráðasvæði í pólitísku landslagi meginlands Evrópu.“ Frakkland Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Evran hefur ekki verið sterkari gagnvart Bandaríkjadollar í sex mánuði. Sviptingarnar eiga sér stað í kjölfar úrslita forsetakosninganna í Frakklandi sem kynnt voru í dag. Þetta kemur fram í umfjöllun The Guardian um frönsku forsetakosningarnar. Gengi evrunnar gagnvart dollaranum var í dag hæst um 1,102 en það hefur ekki verið hærra síðan eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember á síðasta ári. Fjárfestar anda nú léttar en ekki ríkir lengur óvissa með aðild Frakklands að Evrópusambandinu. Gengishækkunin er þó nokkuð hófleg þar sem sigur Macron þótti öruggur. Michiel de Bruin, fjármálasérfræðingur við bankann í Montréal í Kanada, sagði í samtali við The Guardian að „sigur Macron sendi skýr skilaboð þess efnis að stjórnmálaflokkar, sem eru á móti Evrópusambandinu og byggja stefnu sína á lýðskrumi, geta ekki tryggt sér umráðasvæði í pólitísku landslagi meginlands Evrópu.“
Frakkland Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira