Þeir segja Hvíta húsið hafa neitað að starfa með nefndum þingsins sem eru með málið til athugunar. Engin gögn sem beðið hafi verið um hafi fengist afhent.
Þá gagnrýndu þeir einnig Repúblikana fyrir vilja ekki grípa til aðgerða og rannsaka tengsl Trump og Rússlands.
Demókratar vilja bæði sérstakan saksóknara og sérstaka rannsóknarnefnd. Þingmennirnir Adam Schiff og Elijah Cummings leiddu blaðamannafundinn í dag.
Saksóknaranum yrði ætlað að rannsaka Donald Trump og starfsmenn hans. Rannsóknarnefndin ætti að rannsaka afskipti Rússa af forsetakosningunum í fyrra.
Einhverjir þingmenn hafa kallað eftir því að Trump yrði kærður fyrir embættisbrot vegna brottrekstur James Comey. Á blaðamannafundinum í dag sögðu þeir sem þar voru hins vegar að mikilvægast væri að koma óháðri rannsókn á laggirnar.
Rep. Elijah Cummings on Comey: White House “refusing to provide not a single document … zilch, nothing.” https://t.co/WiHkw2r1IO
— NBC Politics (@NBCPolitics) May 17, 2017
WATCH: Dems call for independent commission to investigate Russia https://t.co/0H1BJ00Ijk
— MSNBC (@MSNBC) May 17, 2017