Þingmenn hlæja að boði Putin Samúel Karl Ólason skrifar 17. maí 2017 14:01 Vladimir Putin, forseti Rússlands. Vísir/AFP Vladimir Putin, forseti Rússlands, bauðst í morgun til þess að veita bandaríska þinginu upplýsingar um hvað fór fram á fundi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í síðustu viku. Yfirvöld í Rússlandi segja Trump ekki hafa sagt utanríkisráðherranum frá neinum leyndarmálum, eins og Trump hefur verið sakaður um. Í fyrstu sagði Putin að hann ætti upptöku af fundinum, en aðstoðarmaður hans sagði seinna að hann hefði meint minnisblað um hvað fór fram á fundinum. Þá hló Putin að þeim ásökunum um að Trump hefði sagt Lavrov einhver leyndarmál og sagðist ætla að skamma Lavrov fyrir að segja sér ekki þessi leyndarmál. „Hann deildi þessum leyndarmálum ekki með okkur. Ekki með mér, né fulltrúum leyniþjónusta okkar. Það er mjög slæmt af honum,“ sagði Putin samkvæmt AFP fréttaveitunni.Sjá einnig: Versti dagur forsetatíðar Trump. Bandarískir þingmenn, úr báðum flokkum, hafa þó ekki tekið vel í þetta boð og hafa jafnvel hlegið að því. Einn þeirra var Marco Rubio, sem var í viðtali við Fox í dag. Washington Post tók saman nokkur ummæli í dag. „Ég hef ekki mikla trú á minnispunktum Putin,“ sagði Rubio. Þá bætti hann við: „Og ef þetta kemur í tölvupósti mun ég ekki smella á fylgiskjalið.“Susan Collins sló á svipaða strengi og sagði við CNN að það væri einfaldlega fáránlegt að þau myndu sættast á einhverjar sannanir frá Putin. Adam Schiff hló þegar hann var spurður út í boðið á CNN. „Það síðasta sem að forsetinn þarf núna er að Putin komi honum til varnar. Þetta verður bara skringilegra með hverjum deginum sem líður, en ég held að við ættum ekki láta þetta draga athygli okkar frá þessum alvarlegu ásökunum.“ Þingmaðurinn Adam Kinzinger lá ekki á skoðun sinni og sagði að sönnunargögn Putin yrðu ekki tekin marktæk í þinginu. „Ég tala ekki við morðóða einræðisherra eins og Vladimir Putin, svo að hans orð hafa ekki mikið gildi.“Sen. Susan Collins: "The idea that we would accept any evidence from President Putin is absurd" https://t.co/md1UAd2ICp— CNN Politics (@CNNPolitics) May 17, 2017 Donald Trump Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english June 17th is Independence Day News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Vladimir Putin, forseti Rússlands, bauðst í morgun til þess að veita bandaríska þinginu upplýsingar um hvað fór fram á fundi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í síðustu viku. Yfirvöld í Rússlandi segja Trump ekki hafa sagt utanríkisráðherranum frá neinum leyndarmálum, eins og Trump hefur verið sakaður um. Í fyrstu sagði Putin að hann ætti upptöku af fundinum, en aðstoðarmaður hans sagði seinna að hann hefði meint minnisblað um hvað fór fram á fundinum. Þá hló Putin að þeim ásökunum um að Trump hefði sagt Lavrov einhver leyndarmál og sagðist ætla að skamma Lavrov fyrir að segja sér ekki þessi leyndarmál. „Hann deildi þessum leyndarmálum ekki með okkur. Ekki með mér, né fulltrúum leyniþjónusta okkar. Það er mjög slæmt af honum,“ sagði Putin samkvæmt AFP fréttaveitunni.Sjá einnig: Versti dagur forsetatíðar Trump. Bandarískir þingmenn, úr báðum flokkum, hafa þó ekki tekið vel í þetta boð og hafa jafnvel hlegið að því. Einn þeirra var Marco Rubio, sem var í viðtali við Fox í dag. Washington Post tók saman nokkur ummæli í dag. „Ég hef ekki mikla trú á minnispunktum Putin,“ sagði Rubio. Þá bætti hann við: „Og ef þetta kemur í tölvupósti mun ég ekki smella á fylgiskjalið.“Susan Collins sló á svipaða strengi og sagði við CNN að það væri einfaldlega fáránlegt að þau myndu sættast á einhverjar sannanir frá Putin. Adam Schiff hló þegar hann var spurður út í boðið á CNN. „Það síðasta sem að forsetinn þarf núna er að Putin komi honum til varnar. Þetta verður bara skringilegra með hverjum deginum sem líður, en ég held að við ættum ekki láta þetta draga athygli okkar frá þessum alvarlegu ásökunum.“ Þingmaðurinn Adam Kinzinger lá ekki á skoðun sinni og sagði að sönnunargögn Putin yrðu ekki tekin marktæk í þinginu. „Ég tala ekki við morðóða einræðisherra eins og Vladimir Putin, svo að hans orð hafa ekki mikið gildi.“Sen. Susan Collins: "The idea that we would accept any evidence from President Putin is absurd" https://t.co/md1UAd2ICp— CNN Politics (@CNNPolitics) May 17, 2017
Donald Trump Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english June 17th is Independence Day News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira