Erlent

Trump bað Comey um að binda enda á rannsókn FBI á Flynn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór í febrúar fram á það við James Comey, þáverandi yfirmann FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, að hann myndi binda enda á rannsókn FBI á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump.

Þetta kemur fram í minnisblaði sem Comey skrifaði eftir fundinn sem fór fram í skrifstofu Trump í Hvíta húsinu. New York Times greinir frá.

FBI er með starfsmenn forsetaframboðs Donald Trump til rannsóknar vegna mögulegs samstarfs þeirra við yfirvöld í Rússlandi við að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra.

Meðal þeirra sem hefur verið til rannsóknar er Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, en hann lét af störfum eftir upp komst að hann hafði sagt ósatt um samskipti sín við rússneska embættismenn.

Í frétt New York Times segir að þessi beiðni Trump sé skýrasta merki þess að hann hafi með beinum hætti reynt að hafa áhrif á rannsókn FBI á tengsl starfsmanna Trump við Rússland.

Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu er því alfarið hafnað að Trump hafi farið fram á það við Comey að hann myndi binda enda á rannsóknina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×