Trump ver rétt sinn til að deila upplýsingum með Rússum Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2017 11:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa rétt á því að deila upplýsingum með Rússum. Hann virðist hafa staðfest fregnir þess eðlis að hann hafi deilt trúnaðarupplýsingum með utanríkisráðherra og sendiherra Rússlands í heimsókn þeirra í Hvíta húsið í síðustu viku. Upplýsingarnar eru sagðar snúa að fartölvubanni í flugvélum og ætlunum Íslamska ríkisins og er Trump sagður hafa mögulega sett heimildarmann bandamanns Bandaríkjanna í mikla hættu Forsetinn hefur í raun rétt á því að deila trúnaðarupplýsingum með hverjum sem hann vill, en bandamaðurinn sem um ræðir hafði ekki gefið leyfi fyrir dreifingu upplýsinganna og voru þær geymdar í öryggishólfi sem einungis nokkrir aðilar höfðu aðgang að. Trump segir að hann hafi gert það að mannúðarástæðum og vegna þess að hann vill að Rússar gefi í í baráttu sinni við Íslamska ríkið og önnur hryðjuverkasamtök. Frétt Washington Post um málið í gærkvöldi vakti mikla athygli og hafa bæði talsmenn Trump og Rússar sagt ekkert vera til í þeim. Þeir segja forsetann ekki hafa sagt frá því hvernig upplýsingarnar fengust né hafi hann ógnað öryggi heimildarmanna. Í frétt WP er því haldið fram að Trump hafi gefið Rússum upplýsingar sem hægt væri að nota til að finna heimildarmanninn.AP fréttaveitan segir Trump hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni vegna málsins og það hafi mögulega skaðað samstarf leyniþjónusta Bandaríkjanna við önnur ríki.As President I wanted to share with Russia (at an openly scheduled W.H. meeting) which I have the absolute right to do, facts pertaining....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 16, 2017 ...to terrorism and airline flight safety. Humanitarian reasons, plus I want Russia to greatly step up their fight against ISIS & terrorism.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 16, 2017 Donald Trump Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa rétt á því að deila upplýsingum með Rússum. Hann virðist hafa staðfest fregnir þess eðlis að hann hafi deilt trúnaðarupplýsingum með utanríkisráðherra og sendiherra Rússlands í heimsókn þeirra í Hvíta húsið í síðustu viku. Upplýsingarnar eru sagðar snúa að fartölvubanni í flugvélum og ætlunum Íslamska ríkisins og er Trump sagður hafa mögulega sett heimildarmann bandamanns Bandaríkjanna í mikla hættu Forsetinn hefur í raun rétt á því að deila trúnaðarupplýsingum með hverjum sem hann vill, en bandamaðurinn sem um ræðir hafði ekki gefið leyfi fyrir dreifingu upplýsinganna og voru þær geymdar í öryggishólfi sem einungis nokkrir aðilar höfðu aðgang að. Trump segir að hann hafi gert það að mannúðarástæðum og vegna þess að hann vill að Rússar gefi í í baráttu sinni við Íslamska ríkið og önnur hryðjuverkasamtök. Frétt Washington Post um málið í gærkvöldi vakti mikla athygli og hafa bæði talsmenn Trump og Rússar sagt ekkert vera til í þeim. Þeir segja forsetann ekki hafa sagt frá því hvernig upplýsingarnar fengust né hafi hann ógnað öryggi heimildarmanna. Í frétt WP er því haldið fram að Trump hafi gefið Rússum upplýsingar sem hægt væri að nota til að finna heimildarmanninn.AP fréttaveitan segir Trump hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni vegna málsins og það hafi mögulega skaðað samstarf leyniþjónusta Bandaríkjanna við önnur ríki.As President I wanted to share with Russia (at an openly scheduled W.H. meeting) which I have the absolute right to do, facts pertaining....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 16, 2017 ...to terrorism and airline flight safety. Humanitarian reasons, plus I want Russia to greatly step up their fight against ISIS & terrorism.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 16, 2017
Donald Trump Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila