Hafði nýverið beðið um menn og fjármagn vegna Rússarannsóknar Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2017 17:50 James Comey. Vísir/AFP James B. Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), sem rekinn var í gær, hafði nýverið beðið Dómsmálaráðuneytið um aukið fjármagn og fleiri starfsmenn. Það gerði hann vegna rannsóknar á afskiptum yfirvalda Rússlands af forsetakosningunum í fyrra og meintum samskiptum starfsmanna framboðs Donald Trump, forseta, við Rússa.Comey fór á fund Rod J. Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, en Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, hefur sagt sig frá öllu sem kemur að rannsókninni vegna samskipta hans við Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands, og að Sessions sagði þinginu ósatt um fundi þeirra. Sá fundur fór fram í síðustu viku, en Rosenstein skrifaði svo minnisblað þar sem hann lagði til að Comey yrði rekinn. Jeff Sessions skrifaði einnig minnisblað þar sem hann tók undir tillögu Rosenstein og Donald Trump rak Comey í gær.Comey sagði þingmönnum frá fundi hans við Rosenstein og samkvæmt heimildum New York Times kvartaði hann við þingmenn yfir því hve litlu hann hefði úr að brúka vegna Rússarannsóknarinnar. Talskona Dómsmálaráðuneytisins sagði í dag að þessi fundur hefði aldrei átt sér stað og að Comey hefði aldrei beðið um meiri peninga og starfsfólk. Fjölmargir fjölmiðlar ytra hafa hins vegar haldið þessu fram í dag eftir samtöl við embættis- og þingmenn. Talið er að tímasetning beiðninnar og brottrekstursins verði olía á eld þeirra sem segja Trump hafa rekið Comey vegna rannsóknarinnar. Trump var spurður að því í dag af hverju hann hefði rekið Comey og svar hans var einfaldlega: „Hann var ekki að standa sig vel.“ Donald Trump Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48 Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43 Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53 Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02 Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
James B. Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), sem rekinn var í gær, hafði nýverið beðið Dómsmálaráðuneytið um aukið fjármagn og fleiri starfsmenn. Það gerði hann vegna rannsóknar á afskiptum yfirvalda Rússlands af forsetakosningunum í fyrra og meintum samskiptum starfsmanna framboðs Donald Trump, forseta, við Rússa.Comey fór á fund Rod J. Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, en Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, hefur sagt sig frá öllu sem kemur að rannsókninni vegna samskipta hans við Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands, og að Sessions sagði þinginu ósatt um fundi þeirra. Sá fundur fór fram í síðustu viku, en Rosenstein skrifaði svo minnisblað þar sem hann lagði til að Comey yrði rekinn. Jeff Sessions skrifaði einnig minnisblað þar sem hann tók undir tillögu Rosenstein og Donald Trump rak Comey í gær.Comey sagði þingmönnum frá fundi hans við Rosenstein og samkvæmt heimildum New York Times kvartaði hann við þingmenn yfir því hve litlu hann hefði úr að brúka vegna Rússarannsóknarinnar. Talskona Dómsmálaráðuneytisins sagði í dag að þessi fundur hefði aldrei átt sér stað og að Comey hefði aldrei beðið um meiri peninga og starfsfólk. Fjölmargir fjölmiðlar ytra hafa hins vegar haldið þessu fram í dag eftir samtöl við embættis- og þingmenn. Talið er að tímasetning beiðninnar og brottrekstursins verði olía á eld þeirra sem segja Trump hafa rekið Comey vegna rannsóknarinnar. Trump var spurður að því í dag af hverju hann hefði rekið Comey og svar hans var einfaldlega: „Hann var ekki að standa sig vel.“
Donald Trump Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48 Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43 Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53 Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02 Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48
Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43
Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53
Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02
Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30