Merkel segist ekki geta treyst Bandaríkjunum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. maí 2017 08:00 Merkel skolaði ummælunum niður með einum hrímuðum. Vísir/Epa Að mati Angelu Merkel getur Evrópa ekki lengur treyst bandamönnum sínum algjörlega. Kanslarinn lét hafa þetta eftir sér í gær að loknum fundum G7 ríkjanna og Atlantshafsbandalagsins sem fram fóru í síðustu viku. Í ræðu sinni, sem fram fór á bjórhátíð í München, beindi Merkel orðum sínum ekki beint að Bandaríkjaforsetanum Donald Trump. Hins vegar fór ekki mjög á milli mála hvert orðin áttu að rata. Trump fór mikinn í síðustu viku en þá setti hann meðal annars út á þátttökuþjóðir í NATO samstarfinu og setti spurningarmerki við hvort Bandaríkin taki þátt í Parísarsamkomulaginu. Endanlegrar niðurstöðu um það er að vænta í vikunni. Það fór í taugarnar á fulltrúum Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Ítalíu, Kanada og Japans að þurfa að ræða mál á G7 fundinum sem þeir töldu lokið fyrir löngu. Stefnubreytingarnar sem fylgdu nýjum forseta vestanhafs höfðu það hins vegar í för með sér. „Ég fann þetta á eigin skinni í liðinni viku. Það er sökum þess sem ég segi að Evrópa verði að taka örlög sín í eigin hendur,“ sagði Merkel. Það yrði þó að vera gert í samstarfi við nágrannaþjóðir utan ESB á borð við Bandaríkin, Bretland og Rússland. Fyrstu ferð Trump sem forseta lauk á laugardag og sneri hann þá aftur í Hvíta húsið. Heima fyrir hafði vandamálum hans fjölgað og voru þau þó mörg áður en hann lagði af stað í níu daga ferð sína. Meðal þeirra sem höfðu bæst í hópinn má nefna að tengdasonur hans, Jared Kushner, er einn þeirra sem er undir smásjá FBI vegna mögulegra tengsla kosningamaskínu Trump við Rússa. „Það er skoðun mín að stór hluti hinna meintu leka úr Hvíta húsinu séu skáldaðar fréttir af fölskum fréttamiðlum,“ skrifaði Trump á Twitter-síðu sína. „Í hvert sinn sem miðlar „hafa eitthvað eftir heimildamönnum“ í stað þess að nefna nöfn þá er líklegt að heimildamaðurinn sé skáldaður af fréttamanninum.“ Þrátt fyrir þá skoðun forsetans er ljóst að vandamálin heimafyrir eru að riðla dagskrá hans. Ferð hans til Iowa var slegið á frest á meðan teymi hans ræður ráðum sínum. Á dagskránni er meðal annars að endurskipulegga laga- og fjölmiðlateymi forsetans. Donald Trump Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Að mati Angelu Merkel getur Evrópa ekki lengur treyst bandamönnum sínum algjörlega. Kanslarinn lét hafa þetta eftir sér í gær að loknum fundum G7 ríkjanna og Atlantshafsbandalagsins sem fram fóru í síðustu viku. Í ræðu sinni, sem fram fór á bjórhátíð í München, beindi Merkel orðum sínum ekki beint að Bandaríkjaforsetanum Donald Trump. Hins vegar fór ekki mjög á milli mála hvert orðin áttu að rata. Trump fór mikinn í síðustu viku en þá setti hann meðal annars út á þátttökuþjóðir í NATO samstarfinu og setti spurningarmerki við hvort Bandaríkin taki þátt í Parísarsamkomulaginu. Endanlegrar niðurstöðu um það er að vænta í vikunni. Það fór í taugarnar á fulltrúum Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Ítalíu, Kanada og Japans að þurfa að ræða mál á G7 fundinum sem þeir töldu lokið fyrir löngu. Stefnubreytingarnar sem fylgdu nýjum forseta vestanhafs höfðu það hins vegar í för með sér. „Ég fann þetta á eigin skinni í liðinni viku. Það er sökum þess sem ég segi að Evrópa verði að taka örlög sín í eigin hendur,“ sagði Merkel. Það yrði þó að vera gert í samstarfi við nágrannaþjóðir utan ESB á borð við Bandaríkin, Bretland og Rússland. Fyrstu ferð Trump sem forseta lauk á laugardag og sneri hann þá aftur í Hvíta húsið. Heima fyrir hafði vandamálum hans fjölgað og voru þau þó mörg áður en hann lagði af stað í níu daga ferð sína. Meðal þeirra sem höfðu bæst í hópinn má nefna að tengdasonur hans, Jared Kushner, er einn þeirra sem er undir smásjá FBI vegna mögulegra tengsla kosningamaskínu Trump við Rússa. „Það er skoðun mín að stór hluti hinna meintu leka úr Hvíta húsinu séu skáldaðar fréttir af fölskum fréttamiðlum,“ skrifaði Trump á Twitter-síðu sína. „Í hvert sinn sem miðlar „hafa eitthvað eftir heimildamönnum“ í stað þess að nefna nöfn þá er líklegt að heimildamaðurinn sé skáldaður af fréttamanninum.“ Þrátt fyrir þá skoðun forsetans er ljóst að vandamálin heimafyrir eru að riðla dagskrá hans. Ferð hans til Iowa var slegið á frest á meðan teymi hans ræður ráðum sínum. Á dagskránni er meðal annars að endurskipulegga laga- og fjölmiðlateymi forsetans.
Donald Trump Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila