Fótbolti

Aubameyang tryggði Dortmund bikarmeistaratitilinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aubameyang tryggði Dortmund bikarmeistaratitilinn með sínu 40. marki á tímabilinu.
Aubameyang tryggði Dortmund bikarmeistaratitilinn með sínu 40. marki á tímabilinu. vísir/getty
Eftir að hafa tapað í bikarúrslitum þrjú ár í röð varð Borussia Dortmund loksins þýskur bikarmeistari eftir 1-2 sigur á Frankfurt í úrslitaleik á Ólympíuleikvanginum í Berlín kvöld.

Þetta er í fjórða sinn sem sem Dortmund verður bikarmeistari í sögu félagsins.

Ousmane Dembélé kom Dortmund yfir strax á 8. mínútu. Ante Rebic jafnaði metin á 29. mínútu og staðan var því 1-1 í hálfleik.

Á 66. mínútu braut finnski markvörðurinn Lukas Hradecky á Christian Pulisic innan vítateigs og Deniz Aytekin, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu.

Pierre-Emerick Aubameyang fór á punktinn og vippaði boltanum á mitt markið og kom Dortmund yfir. Þetta var 40. mark hans á tímabilinu.

Fleiri urðu mörkin ekki og Dortmund fagnaði 1-2 sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×