Tengdasonur Trump sagður miðpunktur í rannsókn FBI vegna afskipta Rússa Birgir Olgeirsson skrifar 25. maí 2017 23:27 Jared Kushner og Donald Trump. Vísir/EPA Tengdasonur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem jafnframt er einn af ráðgjöfum hans, er einn þeirra sem er til skoðunar hjá alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, vegna rannsóknar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Tengdasonurinn er hinn 36 ára gami Jared Kushner en bandaríska dagblaðið The Washington Post segir FBI einblína á nokkra fundi sem Kushner hélt með sendiherra Rússlands og stjóra rússneska ríkisbankans Vnesheconombank í desember síðastliðnum. Washington Post sagði frá því í síðustu viku að náinn ráðgjafi Trump væri til rannsóknar vegna afskipta Rússa af forsetakosningum í Bandaríkjunum, en nefndi ekki Kushner í því samhengi. FBI beinir einnig sjónum sínum á fyrrverandi öryggisráðgjafa Trump, Michael Flynn, og Paul Manafort, sem stýrði framboði Donald Trump. Washington Post tekur fram að Kushner hafi ekki verið sakaður um afbrot, en hann sé engu að síður sá aðili sem fái mesta athygli frá FBI við þessa rannsókn. Einn af lögfræðingum hans áréttaði við Washington Post að Kushner væri búin að bjóðast til að mæta fyrir bandaríska þingið og greina frá því hvað hann veit um þessa fundi. Hann muni veita allar upplýsingar sem hann búi yfir ef eftir því verður óskað. Washington Post segir Kushner hafa hitt Sergey Kislyak, sendiherra Rússa, í New York snemma í desember síðastliðnum, og hafi seinna sent undirmann sinn á fund með Kislyak. Michael Flynn á einnig að hafa verið á þessum fundi snemma í desember. Síðar í sama mánuði á Flynn að hafa hringt í Kislyak til að ræða þvingunaraðgerðir Bandaríkjamanna gegn Rússum. Kushner er einnig sagður haf hitt Sergey Gorkov, sem fer fyrir Vnesheconombank, en sá banki hefur orðið fyrir barðinu á viðskiptaþvingunum Bandaríkjamanna sem var komið á eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Donald Trump Tengdar fréttir Rússar ætluðu að hafa áhrif á stefnu Trump í gegnum ráðgjafa hans Bandarískir njósnarar fengu síðasta sumar upplýsingar um að rússneskir embættismenn og stjórnmálamenn ræddu hvernig þeir gætu haft áhrif á Trump í gegnum þá Paul Manafort og Michael Flynn. 24. maí 2017 23:14 Varaði Rússa við afskiptum af kosningum Fyrrverandi yfirmaður CIA sagði það vera ljóst síðasta sumar að Rússar væru að skipta sér af. 23. maí 2017 14:55 Trump þvertekur fyrir að hafa beðið yfirmann FBI um að hætta rannsókn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitar því að hafa nokkru sinni farið fram á það við James Comey, þáverandi yfirmann FBI, að sá síðarnefndi myndi benda á rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. 18. maí 2017 21:22 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Tengdasonur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem jafnframt er einn af ráðgjöfum hans, er einn þeirra sem er til skoðunar hjá alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, vegna rannsóknar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Tengdasonurinn er hinn 36 ára gami Jared Kushner en bandaríska dagblaðið The Washington Post segir FBI einblína á nokkra fundi sem Kushner hélt með sendiherra Rússlands og stjóra rússneska ríkisbankans Vnesheconombank í desember síðastliðnum. Washington Post sagði frá því í síðustu viku að náinn ráðgjafi Trump væri til rannsóknar vegna afskipta Rússa af forsetakosningum í Bandaríkjunum, en nefndi ekki Kushner í því samhengi. FBI beinir einnig sjónum sínum á fyrrverandi öryggisráðgjafa Trump, Michael Flynn, og Paul Manafort, sem stýrði framboði Donald Trump. Washington Post tekur fram að Kushner hafi ekki verið sakaður um afbrot, en hann sé engu að síður sá aðili sem fái mesta athygli frá FBI við þessa rannsókn. Einn af lögfræðingum hans áréttaði við Washington Post að Kushner væri búin að bjóðast til að mæta fyrir bandaríska þingið og greina frá því hvað hann veit um þessa fundi. Hann muni veita allar upplýsingar sem hann búi yfir ef eftir því verður óskað. Washington Post segir Kushner hafa hitt Sergey Kislyak, sendiherra Rússa, í New York snemma í desember síðastliðnum, og hafi seinna sent undirmann sinn á fund með Kislyak. Michael Flynn á einnig að hafa verið á þessum fundi snemma í desember. Síðar í sama mánuði á Flynn að hafa hringt í Kislyak til að ræða þvingunaraðgerðir Bandaríkjamanna gegn Rússum. Kushner er einnig sagður haf hitt Sergey Gorkov, sem fer fyrir Vnesheconombank, en sá banki hefur orðið fyrir barðinu á viðskiptaþvingunum Bandaríkjamanna sem var komið á eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014.
Donald Trump Tengdar fréttir Rússar ætluðu að hafa áhrif á stefnu Trump í gegnum ráðgjafa hans Bandarískir njósnarar fengu síðasta sumar upplýsingar um að rússneskir embættismenn og stjórnmálamenn ræddu hvernig þeir gætu haft áhrif á Trump í gegnum þá Paul Manafort og Michael Flynn. 24. maí 2017 23:14 Varaði Rússa við afskiptum af kosningum Fyrrverandi yfirmaður CIA sagði það vera ljóst síðasta sumar að Rússar væru að skipta sér af. 23. maí 2017 14:55 Trump þvertekur fyrir að hafa beðið yfirmann FBI um að hætta rannsókn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitar því að hafa nokkru sinni farið fram á það við James Comey, þáverandi yfirmann FBI, að sá síðarnefndi myndi benda á rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. 18. maí 2017 21:22 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Rússar ætluðu að hafa áhrif á stefnu Trump í gegnum ráðgjafa hans Bandarískir njósnarar fengu síðasta sumar upplýsingar um að rússneskir embættismenn og stjórnmálamenn ræddu hvernig þeir gætu haft áhrif á Trump í gegnum þá Paul Manafort og Michael Flynn. 24. maí 2017 23:14
Varaði Rússa við afskiptum af kosningum Fyrrverandi yfirmaður CIA sagði það vera ljóst síðasta sumar að Rússar væru að skipta sér af. 23. maí 2017 14:55
Trump þvertekur fyrir að hafa beðið yfirmann FBI um að hætta rannsókn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitar því að hafa nokkru sinni farið fram á það við James Comey, þáverandi yfirmann FBI, að sá síðarnefndi myndi benda á rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. 18. maí 2017 21:22