Trump skaut á leiðtoga annarra NATO-ríkja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. maí 2017 07:00 Donald Trump, Theresa May, Recep Tayyip Erdogan, Bjarni Benediktsson og Viktor Orban voru á meðal viðstaddra á leiðtogafundi sem haldinn var í nýjum höfuðstöðvum NATO í Brussel í Belgíu í gær. Nordicphotos/AFP Allra augu voru á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) mættu til fundar í Brussel, höfuðborg Belgíu, í gær. Nýtti hann tækifærið til að endurtaka kunnuglegt stef sitt úr kosningabaráttunni um að hin aðildarríkin eyddu ekki nægilega miklu í varnarmál. „Það eru 23 aðildarríki af 28 sem borga ekki enn eins mikið og þau ættu að borga,“ sagði Trump. Hann bætti því við að ríkin skulduðu þar með framlög aftur í tímann en samkvæmt upplýsingum BBC er það hins vegar ekki rétt. Samkvæmt ársreikningi NATO frá því í fyrra er það aftur á móti rétt að einungis fimm aðildarríki eyddu þeim tveimur prósentum í varnarmál sem bandalagið miðar við. Það eru Bandaríkin, Bretland, Grikkland, Pólland og Eistland. Aftur á móti er um viðmið að ræða en ekki reglu. Ríkjum þar sem framlög til varnarmála eru minni en tvö prósent fjárlaga er því ekki refsað. Trump, sem gagnrýndur hefur verið fyrir samband sitt við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, tjáði sig um framtíðarsýn sína á hlutverk NATO. „Atlantshafsbandalag framtíðarinnar þarf að einbeita sér verulega að hryðjuverkum og fólksflutningum sem og ógninni sem stafar af Rússum á austurlandamærum NATO.“ Forsetinn fundaði einnig með Donald Tusk, forseta Evrópuráðsins, og sagðist sá síðarnefndi ekki viss um að þeir hefðu sömu stefnu varðandi Rússland. „En þegar kemur að átökunum í Úkraínu erum við á sama máli,“ sagði Tusk eftir fundinn. Nýleg árás á ensku borgina Manchester kom einnig til tals. Sagði Trump að hryðjuverkamenn þyrfti að stöðva annars myndu atburðirnir í Manchester endurtaka sig endalaust. „Það flæða þúsundir á þúsundir ofan inn í lönd okkar og dreifa sér víða. Í mörgum tilfellum höfum við ekki hugmynd um hvaða fólk þetta er. Við þurfum að vera hörð, við þurfum að vera sterk og við þurfum að vera á varðbergi,“ sagði Trump. Upplýsingum um rannsóknina á árásinni hefur hins vegar verið lekið í bandaríska fjölmiðla. Hafa þeir meðal annars birt myndir og fréttir af rannsókninni sem Trump telur að ógni þjóðaröryggi. Þá þykir víst að lekarnir reyni á samband Bandaríkjanna og Bretlands. Sjálfur hefur Trump heitið því að lekamaðurinn, eða lekamennirnir, verði sóttir til saka. Þá hafa breskir miðlar greint frá því að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sé afar ósátt og muni krefja Trump um útskýringar er þau hittast í Brussel. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Allra augu voru á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) mættu til fundar í Brussel, höfuðborg Belgíu, í gær. Nýtti hann tækifærið til að endurtaka kunnuglegt stef sitt úr kosningabaráttunni um að hin aðildarríkin eyddu ekki nægilega miklu í varnarmál. „Það eru 23 aðildarríki af 28 sem borga ekki enn eins mikið og þau ættu að borga,“ sagði Trump. Hann bætti því við að ríkin skulduðu þar með framlög aftur í tímann en samkvæmt upplýsingum BBC er það hins vegar ekki rétt. Samkvæmt ársreikningi NATO frá því í fyrra er það aftur á móti rétt að einungis fimm aðildarríki eyddu þeim tveimur prósentum í varnarmál sem bandalagið miðar við. Það eru Bandaríkin, Bretland, Grikkland, Pólland og Eistland. Aftur á móti er um viðmið að ræða en ekki reglu. Ríkjum þar sem framlög til varnarmála eru minni en tvö prósent fjárlaga er því ekki refsað. Trump, sem gagnrýndur hefur verið fyrir samband sitt við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, tjáði sig um framtíðarsýn sína á hlutverk NATO. „Atlantshafsbandalag framtíðarinnar þarf að einbeita sér verulega að hryðjuverkum og fólksflutningum sem og ógninni sem stafar af Rússum á austurlandamærum NATO.“ Forsetinn fundaði einnig með Donald Tusk, forseta Evrópuráðsins, og sagðist sá síðarnefndi ekki viss um að þeir hefðu sömu stefnu varðandi Rússland. „En þegar kemur að átökunum í Úkraínu erum við á sama máli,“ sagði Tusk eftir fundinn. Nýleg árás á ensku borgina Manchester kom einnig til tals. Sagði Trump að hryðjuverkamenn þyrfti að stöðva annars myndu atburðirnir í Manchester endurtaka sig endalaust. „Það flæða þúsundir á þúsundir ofan inn í lönd okkar og dreifa sér víða. Í mörgum tilfellum höfum við ekki hugmynd um hvaða fólk þetta er. Við þurfum að vera hörð, við þurfum að vera sterk og við þurfum að vera á varðbergi,“ sagði Trump. Upplýsingum um rannsóknina á árásinni hefur hins vegar verið lekið í bandaríska fjölmiðla. Hafa þeir meðal annars birt myndir og fréttir af rannsókninni sem Trump telur að ógni þjóðaröryggi. Þá þykir víst að lekarnir reyni á samband Bandaríkjanna og Bretlands. Sjálfur hefur Trump heitið því að lekamaðurinn, eða lekamennirnir, verði sóttir til saka. Þá hafa breskir miðlar greint frá því að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sé afar ósátt og muni krefja Trump um útskýringar er þau hittast í Brussel.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila