Trump gengur harðskeyttur til fundar við NATO á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2017 23:36 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði með forsætisráðherra Belgíu, Charles Michel, í dag. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er nú staddur í Brussel, höfuðborg Belgíu. Hann mun funda með leiðtogum annarra ríkja Atlantshafsbandalagsins, NATO, á morgun. BBC greinir frá.Trump kom til Belgíu í dag en heimsókn hans er umdeild. Þúsundir mótmæltu komu hans í miðborg Brussel en á meðal hans fyrstu verka var að hitta belgísku konungshjónin. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Rex Tillerson, ræddi heimsóknina við blaðamenn í dag og sagði að forsetanum „væri mikið í mun að sannfæra aðildarríki Atlantshafsbandalagsins um að herða róðurinn og gangast að fullu við skyldum sínum.“ Trump hefur gagnrýnt NATO-ríkin harðlega fyrir að verja minna fé til varnarmála en samið var um.Mótmælendur í Brussel voru ekki ánægðir með Bandaríkjaforseta.Vísir/AFPTalið er að NATO-fundurinn muni snúast um stefnu aðildarríkjanna gagnvart hryðjuverkasamtökum, og þá sérstaklega ISIS. Búist er við því að Frakkland og Þýskaland muni samþykkja áætlun Bandaríkjanna um að NATO taki í auknum mæli að sér baráttu gegn hryðjuverkum. „Ég held að við getum búist við því að forsetinn fari ekki mjúkum höndum um þau [önnur aðildarríki NATO] og að hann segi „við erum að gera mjög mikið. Bandaríska þjóðin gerir mikið fyrir öryggi ykkar, fyrir sameiginlegt öryggi. Þið verðið að ganga úr skugga um að þið standið líka ykkar plikt,““ sagði Tillerson um stefnu Bandaríkjaforseta er hann gengur til fundar við NATO á morgun. Þá sagði Tillerson einnig að Trump væri ekki búinn að ákveða hvort Bandaríkin ætli að hætta við aðild sína að Parísarsamkomulaginu, sáttmála Sameinuðu þjóðana um viðbrögð við gróðurhúsaáhrifum. Trump mun snæða hádegisverð með nýkjörnum forseta Frakklands, Emmanuel Macron, áður en hann fer á fund Atlantshafsbandalagsins á morgun. Þar mun hann einnig halda stutt erindi. Donald Trump Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er nú staddur í Brussel, höfuðborg Belgíu. Hann mun funda með leiðtogum annarra ríkja Atlantshafsbandalagsins, NATO, á morgun. BBC greinir frá.Trump kom til Belgíu í dag en heimsókn hans er umdeild. Þúsundir mótmæltu komu hans í miðborg Brussel en á meðal hans fyrstu verka var að hitta belgísku konungshjónin. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Rex Tillerson, ræddi heimsóknina við blaðamenn í dag og sagði að forsetanum „væri mikið í mun að sannfæra aðildarríki Atlantshafsbandalagsins um að herða róðurinn og gangast að fullu við skyldum sínum.“ Trump hefur gagnrýnt NATO-ríkin harðlega fyrir að verja minna fé til varnarmála en samið var um.Mótmælendur í Brussel voru ekki ánægðir með Bandaríkjaforseta.Vísir/AFPTalið er að NATO-fundurinn muni snúast um stefnu aðildarríkjanna gagnvart hryðjuverkasamtökum, og þá sérstaklega ISIS. Búist er við því að Frakkland og Þýskaland muni samþykkja áætlun Bandaríkjanna um að NATO taki í auknum mæli að sér baráttu gegn hryðjuverkum. „Ég held að við getum búist við því að forsetinn fari ekki mjúkum höndum um þau [önnur aðildarríki NATO] og að hann segi „við erum að gera mjög mikið. Bandaríska þjóðin gerir mikið fyrir öryggi ykkar, fyrir sameiginlegt öryggi. Þið verðið að ganga úr skugga um að þið standið líka ykkar plikt,““ sagði Tillerson um stefnu Bandaríkjaforseta er hann gengur til fundar við NATO á morgun. Þá sagði Tillerson einnig að Trump væri ekki búinn að ákveða hvort Bandaríkin ætli að hætta við aðild sína að Parísarsamkomulaginu, sáttmála Sameinuðu þjóðana um viðbrögð við gróðurhúsaáhrifum. Trump mun snæða hádegisverð með nýkjörnum forseta Frakklands, Emmanuel Macron, áður en hann fer á fund Atlantshafsbandalagsins á morgun. Þar mun hann einnig halda stutt erindi.
Donald Trump Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira