Trump gengur harðskeyttur til fundar við NATO á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2017 23:36 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði með forsætisráðherra Belgíu, Charles Michel, í dag. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er nú staddur í Brussel, höfuðborg Belgíu. Hann mun funda með leiðtogum annarra ríkja Atlantshafsbandalagsins, NATO, á morgun. BBC greinir frá.Trump kom til Belgíu í dag en heimsókn hans er umdeild. Þúsundir mótmæltu komu hans í miðborg Brussel en á meðal hans fyrstu verka var að hitta belgísku konungshjónin. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Rex Tillerson, ræddi heimsóknina við blaðamenn í dag og sagði að forsetanum „væri mikið í mun að sannfæra aðildarríki Atlantshafsbandalagsins um að herða róðurinn og gangast að fullu við skyldum sínum.“ Trump hefur gagnrýnt NATO-ríkin harðlega fyrir að verja minna fé til varnarmála en samið var um.Mótmælendur í Brussel voru ekki ánægðir með Bandaríkjaforseta.Vísir/AFPTalið er að NATO-fundurinn muni snúast um stefnu aðildarríkjanna gagnvart hryðjuverkasamtökum, og þá sérstaklega ISIS. Búist er við því að Frakkland og Þýskaland muni samþykkja áætlun Bandaríkjanna um að NATO taki í auknum mæli að sér baráttu gegn hryðjuverkum. „Ég held að við getum búist við því að forsetinn fari ekki mjúkum höndum um þau [önnur aðildarríki NATO] og að hann segi „við erum að gera mjög mikið. Bandaríska þjóðin gerir mikið fyrir öryggi ykkar, fyrir sameiginlegt öryggi. Þið verðið að ganga úr skugga um að þið standið líka ykkar plikt,““ sagði Tillerson um stefnu Bandaríkjaforseta er hann gengur til fundar við NATO á morgun. Þá sagði Tillerson einnig að Trump væri ekki búinn að ákveða hvort Bandaríkin ætli að hætta við aðild sína að Parísarsamkomulaginu, sáttmála Sameinuðu þjóðana um viðbrögð við gróðurhúsaáhrifum. Trump mun snæða hádegisverð með nýkjörnum forseta Frakklands, Emmanuel Macron, áður en hann fer á fund Atlantshafsbandalagsins á morgun. Þar mun hann einnig halda stutt erindi. Donald Trump Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er nú staddur í Brussel, höfuðborg Belgíu. Hann mun funda með leiðtogum annarra ríkja Atlantshafsbandalagsins, NATO, á morgun. BBC greinir frá.Trump kom til Belgíu í dag en heimsókn hans er umdeild. Þúsundir mótmæltu komu hans í miðborg Brussel en á meðal hans fyrstu verka var að hitta belgísku konungshjónin. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Rex Tillerson, ræddi heimsóknina við blaðamenn í dag og sagði að forsetanum „væri mikið í mun að sannfæra aðildarríki Atlantshafsbandalagsins um að herða róðurinn og gangast að fullu við skyldum sínum.“ Trump hefur gagnrýnt NATO-ríkin harðlega fyrir að verja minna fé til varnarmála en samið var um.Mótmælendur í Brussel voru ekki ánægðir með Bandaríkjaforseta.Vísir/AFPTalið er að NATO-fundurinn muni snúast um stefnu aðildarríkjanna gagnvart hryðjuverkasamtökum, og þá sérstaklega ISIS. Búist er við því að Frakkland og Þýskaland muni samþykkja áætlun Bandaríkjanna um að NATO taki í auknum mæli að sér baráttu gegn hryðjuverkum. „Ég held að við getum búist við því að forsetinn fari ekki mjúkum höndum um þau [önnur aðildarríki NATO] og að hann segi „við erum að gera mjög mikið. Bandaríska þjóðin gerir mikið fyrir öryggi ykkar, fyrir sameiginlegt öryggi. Þið verðið að ganga úr skugga um að þið standið líka ykkar plikt,““ sagði Tillerson um stefnu Bandaríkjaforseta er hann gengur til fundar við NATO á morgun. Þá sagði Tillerson einnig að Trump væri ekki búinn að ákveða hvort Bandaríkin ætli að hætta við aðild sína að Parísarsamkomulaginu, sáttmála Sameinuðu þjóðana um viðbrögð við gróðurhúsaáhrifum. Trump mun snæða hádegisverð með nýkjörnum forseta Frakklands, Emmanuel Macron, áður en hann fer á fund Atlantshafsbandalagsins á morgun. Þar mun hann einnig halda stutt erindi.
Donald Trump Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira