Mun hvetja leiðtoga Íslam til að berjast gegn öfgum Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2017 13:05 Donald Trump í athöfn í Sádi-Arabíu í gær. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun í dag hvetja leiðtoga Íslam til þess að berjast af meira afli gegn öfgahópum. Hann mun í dag flytja ræðu í Sádi-Arabíu þar sem forsetinn mun segja að tími sé kominn til að takast á við íslamska öfgamenn af heiðarleika. Þá mun Trump hvetja trúarleiðtoga til að fordæma árásir öfgamanna. Trump sjálfur hefur þó verið sakaður um hatur gagnvart múslimum. Samkvæmt AFP fréttaveitunni hefur Hvíta húsið birt hluta úr ræðunni sem Trump mun flytja í dag. Þar segir hann að ekki sé um að ræða baráttu á milli mismunandi trúarbragða. „Þetta er barátta á milli grimmilegra glæpamanna sem sækjast eftir því að binda endi á líf fólks, og góðs fólks af öllum trúum sem reyna að vernda líf. Þetta er barátta á milli góðs og ills.“ Ríkisstjórn Barack Obama beitti sér fyrir bættum mannréttinum í Sádi-Arabíu, en það hefur Trump ekki gert og vill hann í raun forðast það. „Við erum ekki hér til að predika. Við erum ekki hér til að segja öðrum hvernig þeir eiga að lifa, né hvernig þeir eiga að tilbiðja. Þess í stað erum við hér til þess að bjóða samvinnu, sem byggir á sameiginlegum hagsmunum og gildum.“ Um 35 þjóðarleiðtogar munu hlusta á ræðu Trump, en að mestu er um að ræða fólk frá löndum þar sem súnnítar eru við völd og lönd sem eru vinveitt Sádi-Arabíu. Trump mun biðja þá um að beita afli í meira mæli. „Bandaríkin eru tilbúin til að standa með ykkur. En þjóðir Mið-Austurlanda geta ekki beðið eftir því að Bandaríkin gangi frá óvinum þeirra.“Sjálfur sakaður um hatur Donald Trump olli miklum usla í desember 2015 þegar hann var í framboði og kallaði eftir því að múslimum yrði bannað yrði bannað að koma til Bandaríkjanna um tíma. Þá hefur hann tvisvar sinnum reynt að setja í lög að íbúum nokkurra ríkja, þar sem múslimar eru í meirihluta, yrði meinað að koma til Bandaríkjanna. Dómstólar þar í landi hafa þó komið í veg fyrir það, með þeim rökum að mismunun á grunni trúar sé bönnuð í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þá hefur forsetinn sagt að hann telji „Íslam“ hata Bandaríkin. Það gerði hann í viðtali við CNN í fyrra. „Það er gífurlegt hatur þarna og við þurfum að komast til botns í því.“ Donald Trump Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun í dag hvetja leiðtoga Íslam til þess að berjast af meira afli gegn öfgahópum. Hann mun í dag flytja ræðu í Sádi-Arabíu þar sem forsetinn mun segja að tími sé kominn til að takast á við íslamska öfgamenn af heiðarleika. Þá mun Trump hvetja trúarleiðtoga til að fordæma árásir öfgamanna. Trump sjálfur hefur þó verið sakaður um hatur gagnvart múslimum. Samkvæmt AFP fréttaveitunni hefur Hvíta húsið birt hluta úr ræðunni sem Trump mun flytja í dag. Þar segir hann að ekki sé um að ræða baráttu á milli mismunandi trúarbragða. „Þetta er barátta á milli grimmilegra glæpamanna sem sækjast eftir því að binda endi á líf fólks, og góðs fólks af öllum trúum sem reyna að vernda líf. Þetta er barátta á milli góðs og ills.“ Ríkisstjórn Barack Obama beitti sér fyrir bættum mannréttinum í Sádi-Arabíu, en það hefur Trump ekki gert og vill hann í raun forðast það. „Við erum ekki hér til að predika. Við erum ekki hér til að segja öðrum hvernig þeir eiga að lifa, né hvernig þeir eiga að tilbiðja. Þess í stað erum við hér til þess að bjóða samvinnu, sem byggir á sameiginlegum hagsmunum og gildum.“ Um 35 þjóðarleiðtogar munu hlusta á ræðu Trump, en að mestu er um að ræða fólk frá löndum þar sem súnnítar eru við völd og lönd sem eru vinveitt Sádi-Arabíu. Trump mun biðja þá um að beita afli í meira mæli. „Bandaríkin eru tilbúin til að standa með ykkur. En þjóðir Mið-Austurlanda geta ekki beðið eftir því að Bandaríkin gangi frá óvinum þeirra.“Sjálfur sakaður um hatur Donald Trump olli miklum usla í desember 2015 þegar hann var í framboði og kallaði eftir því að múslimum yrði bannað yrði bannað að koma til Bandaríkjanna um tíma. Þá hefur hann tvisvar sinnum reynt að setja í lög að íbúum nokkurra ríkja, þar sem múslimar eru í meirihluta, yrði meinað að koma til Bandaríkjanna. Dómstólar þar í landi hafa þó komið í veg fyrir það, með þeim rökum að mismunun á grunni trúar sé bönnuð í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þá hefur forsetinn sagt að hann telji „Íslam“ hata Bandaríkin. Það gerði hann í viðtali við CNN í fyrra. „Það er gífurlegt hatur þarna og við þurfum að komast til botns í því.“
Donald Trump Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Sjá meira