Kaupandi í Arion sagður fjármagna ofríki með fjárfestingum sínum í Venesúela Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. maí 2017 15:32 Mótmælendur á götum Caracas. Vísir/Getty Goldman Sachs Group hefur gengist við því að hafa keypt venesúelsk skuldabréf á brunaútsölu. Stjórnarandstaðan þar í landi hefur gagnrýnt fjárfestingarbankann harðlega og sakað hann um að fjármagna ríkisstjórn forsetans Nicolas Maduro. Ríkisstjórninni hefur verið mótmælt af tugþúsundum svo vikum skiptir. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar sakaði bankann um að fjármagna „ofríki“ eftir að Wall Street Journal greindi frá því að Goldman Sachs hefði keypt skuldabréf í ríkisolíufélaginu PDVSA, langt undir markaðsvirði, fyrir 2.8 milljarða dala, um 280 milljarða króna. Bankinn var í hópi félaga sem keypti tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka af Kaupþingi í mars síðastliðnum. „Við keyptum þessi skuldabréf, sem gefin voru út árið 2014, á eftirmarkaði af miðlara og áttum ekki í neinum samskiptum við venesúelsk stjórnvöld,“ segir í yfirlýsingu sem Goldman Sachs sendi frá sér í gær.Sjá einnig: Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð„Við gerum okkur grein fyrir því að ástandið er flókið og í stöðugri þróun og að Venesúela standi á tímamótum. Við erum sammála því að lífsskilyrði þar verði að batna og fjárfestingin er til marks um að við höfum trú á að þróunin verði á þá leið.“ Í yfirlýsingunni var fjöldi hlutabréfa og verð þeirra ekki tilgreint. Miðstýrt áætlanahagkerfi Venesúela hefur átt í erfiðleikum með að fóta sig eftir að heimsmarkaðsverð á olíu tók að hríðlækka um mitt ár 2014. Hin óvinsæla ríkisstjórn Maduros hefur því í auknum mæli þurft að reiða sig á hvers kyns fjármálagerninga og sölu ríkiseigna til að laða að erlenda fjárfesta. Andstæðingar Maduros hafa undanfarna tvo mánuði mótmælt á götum Caracas og annarra stórborga landsins og krafist kosninga. Um 60 mótmælendur hafa látið lífið í átökum við lögreglu. Tengdar fréttir Boðað til allsherjar mótmæla í Venesúela á morgun Ekkert lát er á mótmælahrinunni í Venesúela þar sem þess er krafist að Nicolas Maduro, forseti landsins, fari frá völdum. 2. maí 2017 22:36 Þúsundir íbúa Venesúela flykkjast til Kólumbíu til matarinnkaupa Landamæri ríkjanna voru opnuð um skamma hríð en mikil skortur er á helstu nauðsynjum í Venesúela. 10. júlí 2016 15:29 Sautján ára piltur skotinn til bana í átökunum í Venesúela Þrír voru skotnir til bana í mótmælum í Venesúela í dag, þar af einn sautján ára piltur. Hinir tveir voru rúmlega þrítugir. Mótmælin hafa nú staðið yfir í sex vikur samfleytt og er fjöldi látinna kominn í fjörutíu og tvo. 16. maí 2017 23:50 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Goldman Sachs Group hefur gengist við því að hafa keypt venesúelsk skuldabréf á brunaútsölu. Stjórnarandstaðan þar í landi hefur gagnrýnt fjárfestingarbankann harðlega og sakað hann um að fjármagna ríkisstjórn forsetans Nicolas Maduro. Ríkisstjórninni hefur verið mótmælt af tugþúsundum svo vikum skiptir. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar sakaði bankann um að fjármagna „ofríki“ eftir að Wall Street Journal greindi frá því að Goldman Sachs hefði keypt skuldabréf í ríkisolíufélaginu PDVSA, langt undir markaðsvirði, fyrir 2.8 milljarða dala, um 280 milljarða króna. Bankinn var í hópi félaga sem keypti tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka af Kaupþingi í mars síðastliðnum. „Við keyptum þessi skuldabréf, sem gefin voru út árið 2014, á eftirmarkaði af miðlara og áttum ekki í neinum samskiptum við venesúelsk stjórnvöld,“ segir í yfirlýsingu sem Goldman Sachs sendi frá sér í gær.Sjá einnig: Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð„Við gerum okkur grein fyrir því að ástandið er flókið og í stöðugri þróun og að Venesúela standi á tímamótum. Við erum sammála því að lífsskilyrði þar verði að batna og fjárfestingin er til marks um að við höfum trú á að þróunin verði á þá leið.“ Í yfirlýsingunni var fjöldi hlutabréfa og verð þeirra ekki tilgreint. Miðstýrt áætlanahagkerfi Venesúela hefur átt í erfiðleikum með að fóta sig eftir að heimsmarkaðsverð á olíu tók að hríðlækka um mitt ár 2014. Hin óvinsæla ríkisstjórn Maduros hefur því í auknum mæli þurft að reiða sig á hvers kyns fjármálagerninga og sölu ríkiseigna til að laða að erlenda fjárfesta. Andstæðingar Maduros hafa undanfarna tvo mánuði mótmælt á götum Caracas og annarra stórborga landsins og krafist kosninga. Um 60 mótmælendur hafa látið lífið í átökum við lögreglu.
Tengdar fréttir Boðað til allsherjar mótmæla í Venesúela á morgun Ekkert lát er á mótmælahrinunni í Venesúela þar sem þess er krafist að Nicolas Maduro, forseti landsins, fari frá völdum. 2. maí 2017 22:36 Þúsundir íbúa Venesúela flykkjast til Kólumbíu til matarinnkaupa Landamæri ríkjanna voru opnuð um skamma hríð en mikil skortur er á helstu nauðsynjum í Venesúela. 10. júlí 2016 15:29 Sautján ára piltur skotinn til bana í átökunum í Venesúela Þrír voru skotnir til bana í mótmælum í Venesúela í dag, þar af einn sautján ára piltur. Hinir tveir voru rúmlega þrítugir. Mótmælin hafa nú staðið yfir í sex vikur samfleytt og er fjöldi látinna kominn í fjörutíu og tvo. 16. maí 2017 23:50 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Boðað til allsherjar mótmæla í Venesúela á morgun Ekkert lát er á mótmælahrinunni í Venesúela þar sem þess er krafist að Nicolas Maduro, forseti landsins, fari frá völdum. 2. maí 2017 22:36
Þúsundir íbúa Venesúela flykkjast til Kólumbíu til matarinnkaupa Landamæri ríkjanna voru opnuð um skamma hríð en mikil skortur er á helstu nauðsynjum í Venesúela. 10. júlí 2016 15:29
Sautján ára piltur skotinn til bana í átökunum í Venesúela Þrír voru skotnir til bana í mótmælum í Venesúela í dag, þar af einn sautján ára piltur. Hinir tveir voru rúmlega þrítugir. Mótmælin hafa nú staðið yfir í sex vikur samfleytt og er fjöldi látinna kominn í fjörutíu og tvo. 16. maí 2017 23:50
Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent