Trump mun kvarta formlega yfir minnisblaðaleka Comey Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júní 2017 13:42 James Comey. Vísir/AFP Lögfræðingur Donald Trump mun leggja fram formlega kvörtun til dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem og dómsmálanefndar Bandaríkjaþings, vegna þess að James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, lét leka minnisblöðum um fundi hans og Trump til fjölmiðla.CNN greinir frá. Kvörtunin mun snúa að því að Comey hafi látið vini sínum í té minnisblöðin og síðan beðið hann um að leka efni þeirra í fjölmiðla. Í vitnaleiðslu Comey fyrir njósnamálanefnd Bandaríkjaþings kom fram að forstjórinn fyrrverandi hafi ákveðið að leka minnisblöðunum eftir að Trump gaf til kynna á Twitter að til væru upptökur af fundum þeirra. Comey lét vin sinn, lögfræðiprófessorinn Daniel Richman, fá eintök af minnisblöðunum og kom hann þeim áleiðis til fjölmiðla. Frétt New York Times um efni minnisblaðanna, þar sem meðal annars kom fram að Trump hafði farið fram á það við Comey að hann myndi láta af rannsókn FBI á tengslum fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa við Rússland, vakti mikla athygli. Í vitnisburði Comey í gær kom meðal annars fram að hann sá sig knúinn til þess að rita minnisblöð eftir fundi hans með Trump. Taldi hann að mikilvægt væri fyrir sig að geta gripið til þeirra síðar meir þar sem hann taldi líklegt að Trump myndi reyna að ljúga til um efni fundanna. Þá kom einnig fram að Comey taldi ekki þörf á því að rita sérstök minnisblöð þegar hann hitti forvera Trump í starfi. Þar sem Comey er ekki lengur starfsmaður á vegum ríkisins er þó talið ólíklegt að kvörtunin muni hafa mikil áhrif. Komi til þess að dómsmálaráðuneytið komist að því að Comey hafi brotið af sér í starfi getur ráðuneytið í mesta lagi skráð brotið í starfsmannaskrá Comey sem skoðuð verður sæki hann um starf á vegum ráðuneytisins. Donald Trump Tengdar fréttir Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30 Trump véfengir vitnisburð Comey varðandi tvö veigamikil atriði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, véfengir tvö veigamikil atriði í vitnisburði James Comey, fyrrverandi forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. 8. júní 2017 15:34 Trump tjáir sig um vitnisburð Comey eftir langa þögn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stóðst freistinguna og tísti ekkert á meðan James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, svaraði spurningum njósnamálanefndar Bandaríkjaþings í gær um samskipti hans við Trump. Hann er þó mættur aftur á Twitter. 9. júní 2017 10:58 Comey var viss um að Trump myndi ljúga um fundi þeirra Fyrsta sprengjan í vitnisburði fyrrverandi forstjóra FBI er sprungin. 8. júní 2017 15:01 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Sjá meira
Lögfræðingur Donald Trump mun leggja fram formlega kvörtun til dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem og dómsmálanefndar Bandaríkjaþings, vegna þess að James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, lét leka minnisblöðum um fundi hans og Trump til fjölmiðla.CNN greinir frá. Kvörtunin mun snúa að því að Comey hafi látið vini sínum í té minnisblöðin og síðan beðið hann um að leka efni þeirra í fjölmiðla. Í vitnaleiðslu Comey fyrir njósnamálanefnd Bandaríkjaþings kom fram að forstjórinn fyrrverandi hafi ákveðið að leka minnisblöðunum eftir að Trump gaf til kynna á Twitter að til væru upptökur af fundum þeirra. Comey lét vin sinn, lögfræðiprófessorinn Daniel Richman, fá eintök af minnisblöðunum og kom hann þeim áleiðis til fjölmiðla. Frétt New York Times um efni minnisblaðanna, þar sem meðal annars kom fram að Trump hafði farið fram á það við Comey að hann myndi láta af rannsókn FBI á tengslum fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa við Rússland, vakti mikla athygli. Í vitnisburði Comey í gær kom meðal annars fram að hann sá sig knúinn til þess að rita minnisblöð eftir fundi hans með Trump. Taldi hann að mikilvægt væri fyrir sig að geta gripið til þeirra síðar meir þar sem hann taldi líklegt að Trump myndi reyna að ljúga til um efni fundanna. Þá kom einnig fram að Comey taldi ekki þörf á því að rita sérstök minnisblöð þegar hann hitti forvera Trump í starfi. Þar sem Comey er ekki lengur starfsmaður á vegum ríkisins er þó talið ólíklegt að kvörtunin muni hafa mikil áhrif. Komi til þess að dómsmálaráðuneytið komist að því að Comey hafi brotið af sér í starfi getur ráðuneytið í mesta lagi skráð brotið í starfsmannaskrá Comey sem skoðuð verður sæki hann um starf á vegum ráðuneytisins.
Donald Trump Tengdar fréttir Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30 Trump véfengir vitnisburð Comey varðandi tvö veigamikil atriði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, véfengir tvö veigamikil atriði í vitnisburði James Comey, fyrrverandi forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. 8. júní 2017 15:34 Trump tjáir sig um vitnisburð Comey eftir langa þögn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stóðst freistinguna og tísti ekkert á meðan James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, svaraði spurningum njósnamálanefndar Bandaríkjaþings í gær um samskipti hans við Trump. Hann er þó mættur aftur á Twitter. 9. júní 2017 10:58 Comey var viss um að Trump myndi ljúga um fundi þeirra Fyrsta sprengjan í vitnisburði fyrrverandi forstjóra FBI er sprungin. 8. júní 2017 15:01 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Sjá meira
Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30
Trump véfengir vitnisburð Comey varðandi tvö veigamikil atriði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, véfengir tvö veigamikil atriði í vitnisburði James Comey, fyrrverandi forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. 8. júní 2017 15:34
Trump tjáir sig um vitnisburð Comey eftir langa þögn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stóðst freistinguna og tísti ekkert á meðan James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, svaraði spurningum njósnamálanefndar Bandaríkjaþings í gær um samskipti hans við Trump. Hann er þó mættur aftur á Twitter. 9. júní 2017 10:58
Comey var viss um að Trump myndi ljúga um fundi þeirra Fyrsta sprengjan í vitnisburði fyrrverandi forstjóra FBI er sprungin. 8. júní 2017 15:01
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila