Comey var viss um að Trump myndi ljúga um fundi þeirra Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júní 2017 15:01 James Comey í sæti sínu í dag. James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, segir ástæðu þess að hann hafi ákveðið að glósa fundi sína með Donald Trump Bandaríkjaforseta vera þá að hann óttaðist að forsetinn myndi ljúga um hvað færi þeirra á milli. Þetta kom fram í máli Comey sem situr fyrir svörum frammi fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar þar sem hann lýsir samskiptum sínum við Trump. Allt frá því að Bandaríkjaforseti leysti Comey frá störfum í maí síðastliðnum hefur mikið verið rætt og ritað um minnisblöð fyrrverandi forstjórans. Blöðin þykja ekki síst merkileg í ljósi þess að Comey glósaði ekki fundi sína með forvera Trump en Comey var ráðinn forstjóri FBI í stjórnartíð Baracks Obama. Öldungadeildarþingmaðurinn Mark Warner spurði Comey í dag hvers vegna hann hafi tekið upp á því að glósa fundi hans með Trump.Sjá einnig: Bein útsending: Domey situr fyrir svörum þingnefndar„Það eru nokkrar ástæður fyrir því,“ sagði Comey. „Kringumstæðurnar, umræðuefnið og manneskjan sem ég átti samskipum við,“ bætti hann við. „Ég var í sannleika sagt áhyggjufullur um að hann [Trump] myndi ljúga um efni fundanna, svo ég hugsaði að það væri mikilvægt að skrásetja þá,“ sagði Comey í dag. „Mig grunaði að sá dagur myndi koma þar sem ég þyrfti heimildir fyrir því sem gerðist, ekki einungis til að verja mig heldur einnig FBI. Ég átti í samskiptum við Obama. Ég talaði þó einungis tvisvar við hann á þremur árum og skrásetti það ekki. Ég átti einkafund með [forsetanum George] Bush en mér leið ekki eins og ég þyrfti að skrifa það hjá mér,“ sagði hann ennfremur. „Mér finnst þetta mjög mikilvægt,“ sagði Warner að því loknu. Fylgjast má með vitnisburði Comey í beinni útsendingu hér. Donald Trump Tengdar fréttir Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, segir ástæðu þess að hann hafi ákveðið að glósa fundi sína með Donald Trump Bandaríkjaforseta vera þá að hann óttaðist að forsetinn myndi ljúga um hvað færi þeirra á milli. Þetta kom fram í máli Comey sem situr fyrir svörum frammi fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar þar sem hann lýsir samskiptum sínum við Trump. Allt frá því að Bandaríkjaforseti leysti Comey frá störfum í maí síðastliðnum hefur mikið verið rætt og ritað um minnisblöð fyrrverandi forstjórans. Blöðin þykja ekki síst merkileg í ljósi þess að Comey glósaði ekki fundi sína með forvera Trump en Comey var ráðinn forstjóri FBI í stjórnartíð Baracks Obama. Öldungadeildarþingmaðurinn Mark Warner spurði Comey í dag hvers vegna hann hafi tekið upp á því að glósa fundi hans með Trump.Sjá einnig: Bein útsending: Domey situr fyrir svörum þingnefndar„Það eru nokkrar ástæður fyrir því,“ sagði Comey. „Kringumstæðurnar, umræðuefnið og manneskjan sem ég átti samskipum við,“ bætti hann við. „Ég var í sannleika sagt áhyggjufullur um að hann [Trump] myndi ljúga um efni fundanna, svo ég hugsaði að það væri mikilvægt að skrásetja þá,“ sagði Comey í dag. „Mig grunaði að sá dagur myndi koma þar sem ég þyrfti heimildir fyrir því sem gerðist, ekki einungis til að verja mig heldur einnig FBI. Ég átti í samskiptum við Obama. Ég talaði þó einungis tvisvar við hann á þremur árum og skrásetti það ekki. Ég átti einkafund með [forsetanum George] Bush en mér leið ekki eins og ég þyrfti að skrifa það hjá mér,“ sagði hann ennfremur. „Mér finnst þetta mjög mikilvægt,“ sagði Warner að því loknu. Fylgjast má með vitnisburði Comey í beinni útsendingu hér.
Donald Trump Tengdar fréttir Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. 8. júní 2017 13:30