Körfubolti

Tölurnar sýna að LeBron James ræður ekkert við Durant

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kevin Durant og LeBron James.
Kevin Durant og LeBron James. Vísir/Getty
Kevin Durant er búinn að vera frábær í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í ár og þá ekki síst í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers. Það er ekki síst honum að þakka að Golden State Warriors er komið í 3-0 og vantar bara einn sigur í viðbót til að verða NBA-meistari.

Durant er með 34,0 stig, 10,0 fráköst og 6,0 stoðsendingar í úrslitaeinvíginu þar sem hann hefur hitt úr 56 prósent skota sinna, 52 prósent þriggja stiga skotanna og 89,5 prósent vítanna.

Tölurnar hjá honum eru frábærar og þegar er kafað dýpra í þær kemur í ljós að LeBron James ræður ekkert við Durant.

Durant er nefnilega búinn að hitta úr 62 prósent skota sinna þegar James er að dekka hann sem er betri skotnýting en á móti öðrum leikmönnum eða þegar hann er alveg frír (53 prósent).



Það tekur líka sinn toll fyrir LeBron James að dekka Kevin Durant sem sést ekki síst á stigaskori hans og skotnýtingu eftir leikhlutum í þessum úrslitaeinvígi eins og sjá má hér fyrir neðan.





LeBron James skorar minna með hverjum leikhluta og hittir verst í fjórða leikhlutanum þar sem hann hefur aðeins skorað samtals 11 stig í leikjunum þremur. Durant skoraði þannig 14 af 31 stigi sínu í fjórða leikhluta í sigrinum í nótt.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×