Eldur á Grímshaga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2017 12:42 Eldur logar í þaki hússins. Vísir/anton Allar stöðvar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út vegna elds á Grímshaga 8 í Vesturbæ Reykjavíkur. Samkvæmt fréttaveitu slökkviliðsins logar eldur í þaki hússins en verið er að gera við það. Eldur var slökktur að mestu utan frá í upphafi en reykkafarar eru að störfum innan dyra og einnig á þaki.Frá vettvangi í Vesturbænum.vísir/höskuldur„Það var talsverður eldur í þakinu þegar við komum á staðinn. Þetta er hús sem er í mikilli viðhaldsvinnu og það var búið að rífa hluta af þakinu. Það er líka búið í hluta hússins en okkur er ekki kunnugt um hvort að iðnaðarmenn hafi verið að störfum núna í hádeginu eða í morgun,“ segir Sigurbjörn Guðmundsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, í samtali við Vísi. Fjórir dælubílar, tveir körfubílar og tveir sjúkrabílar fóru á staðinn og segir Sigurbjörn að aðstæður til slökkvistarfs séu mjög góðar. Búið er að slökkva eldinn að mestu en slökkviliðsmenn eru enn á staðnum að slökka í glæðum og rífa af þakinu. „Það var hægt að koma körfubílnum þarna að þannig að menn komust upp á þak og svo er brunahani á Fálkagötu þannig að við komumst í vatn þar svo þetta gekk bara ljómandi vel. Það sakaði engan og það var enginn þarna við þegar eldurinn kom upp en einhverjir voru þó byrjaðir að reyna að slökkva þegar við komum á staðinn,“ segir Sigurbjörn. Hann segir að 19 manns frá slökkviliðinu hafi farið á staðinn. Það hafi hjálpað til við skjót viðbrögð að ekki voru margir í sjúkraflutningum þegar útkallið kom klukkan 12:28 og flestir því í húsi.Verið er að gera við húsið.vísir/höskuldurSamkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er slökkvistarfi að mestu lokið en þó er enn verið að slökkva í glæðum og þá er Orkuveitan komin á staðinn til að taka straum af. Þá varð vatnstjón á jarðhæðinni í húsinu við slökkvistarf og er líka verið að sinna því. Það er því allavega hálftími eftir af slökkvistarfinu. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 13:55.Allar stöðvar slökkviliðsins voru kallaðar út.vísir/höskuldurEldurinn var slökktur að mestu utan frá í upphafi.vísir/höskuldur Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Sjá meira
Allar stöðvar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út vegna elds á Grímshaga 8 í Vesturbæ Reykjavíkur. Samkvæmt fréttaveitu slökkviliðsins logar eldur í þaki hússins en verið er að gera við það. Eldur var slökktur að mestu utan frá í upphafi en reykkafarar eru að störfum innan dyra og einnig á þaki.Frá vettvangi í Vesturbænum.vísir/höskuldur„Það var talsverður eldur í þakinu þegar við komum á staðinn. Þetta er hús sem er í mikilli viðhaldsvinnu og það var búið að rífa hluta af þakinu. Það er líka búið í hluta hússins en okkur er ekki kunnugt um hvort að iðnaðarmenn hafi verið að störfum núna í hádeginu eða í morgun,“ segir Sigurbjörn Guðmundsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, í samtali við Vísi. Fjórir dælubílar, tveir körfubílar og tveir sjúkrabílar fóru á staðinn og segir Sigurbjörn að aðstæður til slökkvistarfs séu mjög góðar. Búið er að slökkva eldinn að mestu en slökkviliðsmenn eru enn á staðnum að slökka í glæðum og rífa af þakinu. „Það var hægt að koma körfubílnum þarna að þannig að menn komust upp á þak og svo er brunahani á Fálkagötu þannig að við komumst í vatn þar svo þetta gekk bara ljómandi vel. Það sakaði engan og það var enginn þarna við þegar eldurinn kom upp en einhverjir voru þó byrjaðir að reyna að slökkva þegar við komum á staðinn,“ segir Sigurbjörn. Hann segir að 19 manns frá slökkviliðinu hafi farið á staðinn. Það hafi hjálpað til við skjót viðbrögð að ekki voru margir í sjúkraflutningum þegar útkallið kom klukkan 12:28 og flestir því í húsi.Verið er að gera við húsið.vísir/höskuldurSamkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er slökkvistarfi að mestu lokið en þó er enn verið að slökkva í glæðum og þá er Orkuveitan komin á staðinn til að taka straum af. Þá varð vatnstjón á jarðhæðinni í húsinu við slökkvistarf og er líka verið að sinna því. Það er því allavega hálftími eftir af slökkvistarfinu. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 13:55.Allar stöðvar slökkviliðsins voru kallaðar út.vísir/höskuldurEldurinn var slökktur að mestu utan frá í upphafi.vísir/höskuldur
Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Sjá meira