Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. júní 2017 07:00 vísir/epa Andrúmsloftið við Persaflóa er eldfimt eftir að fjöldi Arabaríkja skar á öll stjórnmála- og viðskiptatengsl við Katar. Ástæðan er sú að ríkið á að hafa stutt við bakið á ýmsum öfga- og hryðjuverkahópum. Meðal ríkja sem slitu tengsl við Katar eru Jemen, Egyptaland, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Sádi-Arabía. Ljóst er að mestu munar um síðastnefnda ríkið enda Katar staðsett á skaga og á aðeins landamæri að Sádi-Arabíu. Viðskiptaþvinganirnar ná einnig til flutninga á fólki. Landamærunum til Katar hefur verið lokað og erfitt getur reynst að koma vörum til landsins. Hingað til hafa um fjörutíu prósent af innflutningi landsins komið frá Sádi-Arabíu. Katörskum ríkisborgurum, sem staðsettir eru í löndunum í kring, hefur verið gefinn fjórtán daga frestur til þess að koma sér aftur til heimalandsins. Stjórnvöld í Katar brugðust við fréttunum með yfirlýsingu um að aðgerðirnar myndu ekki hafa nein áhrif á daglegt líf í landinu. Ljóst er hins vegar að því fer fjarri. Stærstu flugfélög heimsins fljúga ekki til landsins á meðan óvissuástand ríkir og þá mun þetta koma til með að hafa mikil áhrif á rekstur Qatar Airways. Íbúar landsins gripu margir hverjir til þess ráðs að hamstra mat og nauðsynjavörur og víða tæmdust hillur verslana af þeim sökum. Stjórnvöld í Katar hafa löngum verið óvinsæl hjá nágrönnum sínum sökum stuðnings við hópa á borð við Bræðralag múslima en samtökin eru bönnuð í Sádi-Arabíu. Þá hefur velvild þeirra í garð Írana ekki orðið til þess að bæta úr skák. Kornið sem fyllti mælinn voru ummæli sem birtust fyrir tveimur vikum á vef ríkisfjölmiðils Katar. Þar fór emírinn, Tamin bin Hamad Al Thani, fögrum orðum um Íran. Stjórnvöld í Katar sögðu síðar að vefsíðan hefði orðið fyrir barðinu á tölvuþrjótum en sú skýring þótti ekki trúverðug. „Í dag hefur Katar verið skotspónn herferðar sem er uppspuni frá rótum og enginn fótur er fyrir,“ segir í yfirlýsingu frá katarsta utanríkisráðuneytinu. „Herferðinni er ætlað að grafa undan Katar, stjórnvöldum og þegnum landsins.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Andrúmsloftið við Persaflóa er eldfimt eftir að fjöldi Arabaríkja skar á öll stjórnmála- og viðskiptatengsl við Katar. Ástæðan er sú að ríkið á að hafa stutt við bakið á ýmsum öfga- og hryðjuverkahópum. Meðal ríkja sem slitu tengsl við Katar eru Jemen, Egyptaland, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Sádi-Arabía. Ljóst er að mestu munar um síðastnefnda ríkið enda Katar staðsett á skaga og á aðeins landamæri að Sádi-Arabíu. Viðskiptaþvinganirnar ná einnig til flutninga á fólki. Landamærunum til Katar hefur verið lokað og erfitt getur reynst að koma vörum til landsins. Hingað til hafa um fjörutíu prósent af innflutningi landsins komið frá Sádi-Arabíu. Katörskum ríkisborgurum, sem staðsettir eru í löndunum í kring, hefur verið gefinn fjórtán daga frestur til þess að koma sér aftur til heimalandsins. Stjórnvöld í Katar brugðust við fréttunum með yfirlýsingu um að aðgerðirnar myndu ekki hafa nein áhrif á daglegt líf í landinu. Ljóst er hins vegar að því fer fjarri. Stærstu flugfélög heimsins fljúga ekki til landsins á meðan óvissuástand ríkir og þá mun þetta koma til með að hafa mikil áhrif á rekstur Qatar Airways. Íbúar landsins gripu margir hverjir til þess ráðs að hamstra mat og nauðsynjavörur og víða tæmdust hillur verslana af þeim sökum. Stjórnvöld í Katar hafa löngum verið óvinsæl hjá nágrönnum sínum sökum stuðnings við hópa á borð við Bræðralag múslima en samtökin eru bönnuð í Sádi-Arabíu. Þá hefur velvild þeirra í garð Írana ekki orðið til þess að bæta úr skák. Kornið sem fyllti mælinn voru ummæli sem birtust fyrir tveimur vikum á vef ríkisfjölmiðils Katar. Þar fór emírinn, Tamin bin Hamad Al Thani, fögrum orðum um Íran. Stjórnvöld í Katar sögðu síðar að vefsíðan hefði orðið fyrir barðinu á tölvuþrjótum en sú skýring þótti ekki trúverðug. „Í dag hefur Katar verið skotspónn herferðar sem er uppspuni frá rótum og enginn fótur er fyrir,“ segir í yfirlýsingu frá katarsta utanríkisráðuneytinu. „Herferðinni er ætlað að grafa undan Katar, stjórnvöldum og þegnum landsins.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent