Handbolti

Rúnar og félagar fallnir | Arnór Þór markahæstur í stórtapi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar tók við þjálfun Balingen fyrir tímabilið.
Rúnar tók við þjálfun Balingen fyrir tímabilið. vísir/getty
Rúnar Sigtryggsson og lærisveinar hans í Balingen-Weilstetten féllu í dag úr þýsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir 24-26 tap fyrir Flensburg á heimavelli.

Þetta var fjórða tap Balingen í röð en liðið á ekki lengur möguleika á að halda sér uppi.

Arnór Þór Gunnarsson var markahæstur í liði Bergischer sem steinlá, 41-29, fyrir Magdeburg á útivelli.

Bergischer er enn í fallhættu og gætu dottið niður í fallsæti fyrir lokaumferðina ef Lemgo vinnur Hannover-Burgdorf á miðvikudaginn kemur.

Arnór Þór skoraði átta mörk úr aðeins 10 skotum. Björgvin Páll Gústavsson varði sjö skot í marki Bergischer sem mætir Hannover-Burgdorf í lokaumferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×