Fótbolti

Daily Mail: Bestu leikmenn í sögu Juventus

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/getty
Í tilefni þess að Juventus mætir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld valdi Daily Mail 20 bestu leikmenn í sögu ítalska félagsins.

Margir voru tilkallaðir enda saga Juventus löng og glæsileg. Liðið hefur 33 sinnum orðið ítalskur meistari, 12 sinnum bikarmeistari og unnið Meistaradeild Evrópu tvisvar.

Aðeins einn af núverandi leikmönnum Juventus kemst á listann. Það er fyrirliðinn Gianluigi Buffon sem er í 5. sæti. Juventus borgaði metfé fyrir Buffon árið 2001 en hann var hverrar krónu virði.

Í 4. sæti er miðvörðurinn Gaetano Scirea sem lék með Juventus á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Argentínumaðurinn Omar Sivori er í 3. sæti og franski snillingurinn Michael Platini í 2. sæti.

Í 1. sætinu er svo leikja- og markahæsti leikmaður í sögu Juventus; Alessandro Del Piero. Hann kom til Juventus frá Padova 1993 og lék alls 705 leiki og skoraði 289 mörk fyrir félagið. Del Piero var hluti af síðasta Juventus-liðinu sem vann Meistaradeildina 1996.

Bestu leikmenn í sögu Juventus að mati Daily Mail:

1. Alessandro Del Piero

2. Michel Platini

3. Omar Sivori

4. Gaetano Scirea

5. Gianluigi Buffon

6. Dino Zoff

7. Gianluca Vialli

8. Roberto Bettega

9. Franco Causio

10. Roberto Baggio

11. Giampiero Boniperti

12. Zinedine Zidane

13. Antonio Cabrini

14. Marco Tardelli

15. Paolo Rossi

16. John Charles

17. David Trezeguet

18. Pavel Nedved

19. Ciro Ferrara

20. Lillian Thuram




Fleiri fréttir

Sjá meira


×