Ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot: Földu MDMA í sófa og leikfangabíl Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. júní 2017 23:15 Málið gegn fjórmenningunum er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjaness. vísir/hari Héraðssaksóknari hefur ákært fjóra menn fyrir stórfelld fíkniefnabrot á árinu 2015. Mennirnir eru á þrítugs-og fertugsaldri; sá elsti fæddur árið 1981 og sá yngsti árið 1995. Ákæruliðirnir sem snúa að fíkniefnalagabrotunum eru tveir og er einn mannanna ákærður í þeim báðum. Í fyrri ákæruliðnum er tveimur mannanna gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á þremur kílóum af MDMA í júní 2015 sem ætlað var til sölu og dreifingar í ágóðaskyni hér á landi að því er segir í ákæru. Efnin voru falin í sófa sem annar mannanna hafði keypt í Hollandi og var hann afhentur hollenskri flutningsmiðlun þann 16. júní 2015. Sófinn kom svo hingað til lands með flutningaskipi þann 29. júní og daginn eftir fann lögreglan fíkniefnin í sófanum og lagði hald á þau á vöruhóteli í Reykjavík. Þriðji maðurinn er ákærður fyrir hlutdeild í þessu broti þar sem hann útvegaði að beiðni eins meðákærðu til að skrá sem móttakanda fíkniefnasendingarinnar, gegn því að fá skuld niðurfellda. Fékk hann manneskju til að vera skráða sem móttakanda gegn greiðslu allt að einnar milljón króna. Í seinni ákæruliðnum er einn af þeim sem ákærður er í þeim fyrri ákærður ásamt fjórða manninum fyrir annað stórfellt fíkniefnabrot fyrir að hafa haft í vörslum sínum rúmlega 3.000 stykki af MDMA-töflum og 23,99 grömm af MDMA. Hvort tveggja var ætlað til sölu og dreifingar hér á landi að því er segir í ákæru en lögreglan lagði hald á efnin þann 30. júní 2015 og leikfangabíl í reiðhjólageymslu hjá einum ákærðu. Þá eru mennirnir einnig ákærðir fyrir að hafa flutt inn til töflugerðarvél í nóvember 2014 til þess að framleiða í henni fíkniefni en lagt var hald á hana í geymslu úti á Granda þann 7. júlí 2015. Auk þess eru þeir ákærðir fyrir að hafa framleitt töflurnar sem lögreglan fann í leikfangabílnum í töflugerðarvélinni. Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært fjóra menn fyrir stórfelld fíkniefnabrot á árinu 2015. Mennirnir eru á þrítugs-og fertugsaldri; sá elsti fæddur árið 1981 og sá yngsti árið 1995. Ákæruliðirnir sem snúa að fíkniefnalagabrotunum eru tveir og er einn mannanna ákærður í þeim báðum. Í fyrri ákæruliðnum er tveimur mannanna gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á þremur kílóum af MDMA í júní 2015 sem ætlað var til sölu og dreifingar í ágóðaskyni hér á landi að því er segir í ákæru. Efnin voru falin í sófa sem annar mannanna hafði keypt í Hollandi og var hann afhentur hollenskri flutningsmiðlun þann 16. júní 2015. Sófinn kom svo hingað til lands með flutningaskipi þann 29. júní og daginn eftir fann lögreglan fíkniefnin í sófanum og lagði hald á þau á vöruhóteli í Reykjavík. Þriðji maðurinn er ákærður fyrir hlutdeild í þessu broti þar sem hann útvegaði að beiðni eins meðákærðu til að skrá sem móttakanda fíkniefnasendingarinnar, gegn því að fá skuld niðurfellda. Fékk hann manneskju til að vera skráða sem móttakanda gegn greiðslu allt að einnar milljón króna. Í seinni ákæruliðnum er einn af þeim sem ákærður er í þeim fyrri ákærður ásamt fjórða manninum fyrir annað stórfellt fíkniefnabrot fyrir að hafa haft í vörslum sínum rúmlega 3.000 stykki af MDMA-töflum og 23,99 grömm af MDMA. Hvort tveggja var ætlað til sölu og dreifingar hér á landi að því er segir í ákæru en lögreglan lagði hald á efnin þann 30. júní 2015 og leikfangabíl í reiðhjólageymslu hjá einum ákærðu. Þá eru mennirnir einnig ákærðir fyrir að hafa flutt inn til töflugerðarvél í nóvember 2014 til þess að framleiða í henni fíkniefni en lagt var hald á hana í geymslu úti á Granda þann 7. júlí 2015. Auk þess eru þeir ákærðir fyrir að hafa framleitt töflurnar sem lögreglan fann í leikfangabílnum í töflugerðarvélinni.
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira