„Við viljum vera siðmenntað ríki sem þýðir að við gefum mönnum annað tækifæri“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2017 22:00 Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Roberts Downey, sem í dag hlaut á ný lögmannsréttindi. vísir/gva Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Roberts Downey sem í dag hlaut lögmannsréttindi á ný, gagnrýnir fjölmiðla fyrir að rifja upp þau brot sem skjólstæðingur hans var dæmdur fyrir í Hæstarétti árið 2008. Ekki er laust við að nokkurrar reiði gæti á samfélagsmiðlum vegna málsins en Jón Steinar minnir á að í íslenskum rétti sé það svo að menn fái annað tækifæri. Robert, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarsson, var árið 2008 dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi fyrir að brjóta gegn fjórum unglingsstúlkum. Í september í fyrra veitti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, honum uppreist æru eftir tillögu frá Ólöfu Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, og er hann því með óflekkað mannorð samkvæmt lögum.Þórdís Elva Þorvaldsdóttir sem barist hefur gegn kynbundnu ofbeldi í fjölda ára birti þessa færslu á Facebook í dag vegna máls Roberts Downey.Í dómi Hæstaréttar er vísað í að árið 1980 fékk maður, sem dæmdur hafði verið í 16 ára fangelsi fyrir manndráp, lögmannsréttindi á ný eftir að hafa verið sviptur þeim. Jón Steinar segir að honum finnist þessi tilvísun Hæstaréttar sérkennileg og langsótt en hún sé í raun ekki aðalatriðið í málinu. „Aðalatriðið er auðvitað það að við viljum vera siðmenntað ríki sem þýðir að við gefum mönnum sem hafa brotið af sér, verið dæmdir fyrir það og tekið út sína refsingu annað tækifæri. Íslensk lög ganga út á það, menn geta svo fengið uppreist æru og starfsréttindi sín aftur sem hafa verið tekin af þeim,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. Undrar sig á reiði fólks vegna málsins „Í þessu tilfelli missti maðurinn ekki starfsréttindin út af því að hann hafði misfarið neitt með þau heldur hafði hann brotið af sér á annan hátt. Í málinu núna var ekki bara sýnt fram á það að hann hefði fengið uppreist æru heldur voru líka lögð fram gögn um það að hann hefði leitað sér hjálpar við þeim vanda sem leiddu hann í þessi brot og vottorð voru lögð fram um það. En það er þó ekkert minnst á það í forsendum Hæstaréttar.“ Jón Steinar undrar sig á reiði fólks vegna þessa máls. „Mér finnst að fólk eigi ekki að stíga svona til jarðar. Það sem er verið að gera hér er að það er verið að veita manni sem hefur misstigið sig illilega annað tækifæri. Er fólk á móti því? Vill fólk að ef manni verður eitthvað á í lífinu að hann sé þá bara dæmdur út úr okkar samfélagi til æviloka? Ef maðurinn sér að eins og þessi maður telur sig hafa gert, hvaða skaði er að því að hann fái annað tækifæri? Getur hann gert einhverjum eitthvað þó að hann fái málflutningsleyfið aftur?“Einhverjir óttast að hann kunni að brjóta af sér aftur? „Það veit enginn um það hver brýtur af sér. Ég gæti gert það og þú gætir gert það. Það er enginn óhultur fyrir því og eins er með þennan mann, það er ekki tæknilega útilokað. Að vísu telur hann sig hafa yfirunnið þessa bágu hvöt sem olli því að hann framdi þessi brot,“ segir Jón Steinar. Tengdar fréttir Dæmdur kynferðisbrotamaður fær lögmannsréttindi á ný Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum hefur fengið lögmannsréttindi sín á ný samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. 15. júní 2017 17:33 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Roberts Downey sem í dag hlaut lögmannsréttindi á ný, gagnrýnir fjölmiðla fyrir að rifja upp þau brot sem skjólstæðingur hans var dæmdur fyrir í Hæstarétti árið 2008. Ekki er laust við að nokkurrar reiði gæti á samfélagsmiðlum vegna málsins en Jón Steinar minnir á að í íslenskum rétti sé það svo að menn fái annað tækifæri. Robert, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarsson, var árið 2008 dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi fyrir að brjóta gegn fjórum unglingsstúlkum. Í september í fyrra veitti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, honum uppreist æru eftir tillögu frá Ólöfu Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, og er hann því með óflekkað mannorð samkvæmt lögum.Þórdís Elva Þorvaldsdóttir sem barist hefur gegn kynbundnu ofbeldi í fjölda ára birti þessa færslu á Facebook í dag vegna máls Roberts Downey.Í dómi Hæstaréttar er vísað í að árið 1980 fékk maður, sem dæmdur hafði verið í 16 ára fangelsi fyrir manndráp, lögmannsréttindi á ný eftir að hafa verið sviptur þeim. Jón Steinar segir að honum finnist þessi tilvísun Hæstaréttar sérkennileg og langsótt en hún sé í raun ekki aðalatriðið í málinu. „Aðalatriðið er auðvitað það að við viljum vera siðmenntað ríki sem þýðir að við gefum mönnum sem hafa brotið af sér, verið dæmdir fyrir það og tekið út sína refsingu annað tækifæri. Íslensk lög ganga út á það, menn geta svo fengið uppreist æru og starfsréttindi sín aftur sem hafa verið tekin af þeim,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. Undrar sig á reiði fólks vegna málsins „Í þessu tilfelli missti maðurinn ekki starfsréttindin út af því að hann hafði misfarið neitt með þau heldur hafði hann brotið af sér á annan hátt. Í málinu núna var ekki bara sýnt fram á það að hann hefði fengið uppreist æru heldur voru líka lögð fram gögn um það að hann hefði leitað sér hjálpar við þeim vanda sem leiddu hann í þessi brot og vottorð voru lögð fram um það. En það er þó ekkert minnst á það í forsendum Hæstaréttar.“ Jón Steinar undrar sig á reiði fólks vegna þessa máls. „Mér finnst að fólk eigi ekki að stíga svona til jarðar. Það sem er verið að gera hér er að það er verið að veita manni sem hefur misstigið sig illilega annað tækifæri. Er fólk á móti því? Vill fólk að ef manni verður eitthvað á í lífinu að hann sé þá bara dæmdur út úr okkar samfélagi til æviloka? Ef maðurinn sér að eins og þessi maður telur sig hafa gert, hvaða skaði er að því að hann fái annað tækifæri? Getur hann gert einhverjum eitthvað þó að hann fái málflutningsleyfið aftur?“Einhverjir óttast að hann kunni að brjóta af sér aftur? „Það veit enginn um það hver brýtur af sér. Ég gæti gert það og þú gætir gert það. Það er enginn óhultur fyrir því og eins er með þennan mann, það er ekki tæknilega útilokað. Að vísu telur hann sig hafa yfirunnið þessa bágu hvöt sem olli því að hann framdi þessi brot,“ segir Jón Steinar.
Tengdar fréttir Dæmdur kynferðisbrotamaður fær lögmannsréttindi á ný Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum hefur fengið lögmannsréttindi sín á ný samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. 15. júní 2017 17:33 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Dæmdur kynferðisbrotamaður fær lögmannsréttindi á ný Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum hefur fengið lögmannsréttindi sín á ný samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. 15. júní 2017 17:33